Er þessi fjölskylda alltaf í sundi :)

Erum búin að eiga frábæra helgi. Fengum góða gesti á föstudaginn þegar tengdó (Guðný og Helgi)kíktu í mat og Idol. Fórum frábæran rúnt austur á laugardaginn, hittum frábært fólk, keyrðum um fallegar sveitir landsins og nutum lífsins. Fórum svo að sjálfsögðu í sund. Sérstaklega skemmtilegur sundtími því Ágúst Þór fór með okkur. Guðrún var á bakkanum að þessu sinni enda engin manneskja í sundæfingar eftir að hún fór í bakinu. En við vonum að það fari nú að lagast. Fengum góða gesti á sunnudegi og höfum slappað vel af.

saetir_i_sundi

 Gunnlaugur Yngvi og Ágúst Þór í sundi.

agust_gunnlaugur_yngvi

 Gunnlaugur Yngvi var rosalega ánægður Ágúst Þór í sundi.

i_sundi

Mamma fékk að vera með á einni mynd líka.

duglegur_i_sundi

Gunnlaugur Yngvi að gera æfingar með mömmu sinni. Hann er orðin mjög styrkur eftir allar æfingarnar í sundinu og ekki laust við að mamman stefni í að verða "hel mössuð" þessar æfingar taka aðeins á þegar barnið er næstum 10 kg. (Hún hefði nú kannski getað lagað sundskýluna á barninu. Verður bara að gera það fyrir næstu myndatöku).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæti frændi minn. Hjúts smjúts á þig og mömmurnar

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:35

2 Smámynd: Eydís Huld

ohh mér finnst sundmyndirnar svo skemmtilegar;)

ekkert smá mannalegur að standa bara uppréttur í lófanum á mömmu sinni!

Eydís Huld, 13.5.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband