Helgin

Kannski erum  við bara svona vikulegir bloggarar, ekki daglegir eins og flestir. En hvað um það, helgin var rosalega góð. Við fengum fullt af góðum gestum, Gulla mamma, pabbi og Magnús Yngvi voru yfir helgina og sunnudagurinn var pönnuköku-sunnudagur eins og þeir gerast bestir. Fullt af gestum kíktu við. Meðal gestanna var hinn nýfæddi Flóki Kjartans. Prinsessunni var ekki alveg sama hvað mamma G. þurfti mikið að vera að sinna honum. En kíkjum á nokkrar myndir frá helginni.

floki_nyr 

Hér er Flóki Kjartans. Myndin er tekinn daginn sem hann fæddist þ.e. 23. janúar 2007.

 

 

ronja_flokiHér er þessi krakki kominn upp í rúmið mitt og mamma G. gat ekki sé hann í friði.

 

 ronja_floki_2

Já, já! Mamma væri örugglega mjög glöð ef ég færi að kúka og pissa uppi í rúmi. Dúllí, dúllí, dúll.

 

freyja

 

Þetta er Freyja rimlagardína hún er vinkona okkar. Hún kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba, Önnu Stínu og Smára. Henni þykja pönnukökur frekar góðar og fannst líka rosalega gott þetta sem var inni í pönnukökunum sem mamma hennar Elínar bakaði (Gulla mamma setti möndludropa í pönnukökurnar sem runnu út eins og heitar lummur:).

 

krakkar_saman

 

Engin sunnudagur er pönnuköku-sunnudagur nema þessir krakkar láti sjá sig. Hér eru Sandra Dís, Dagbjartur Heiðar, Helgi Þorsteinn og Gauja vinkona þeirra að kíkja á Flóka og Sigurbjörgu.

 

Á sunnudagskvöldið kíktu Gulla og Steinar við, borðuðu með okkur og tóku m&p og Malla með sér í bæinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, til hamingju með litla frændan vissi ekki að það væri fjölgað. Og það er allaf mikið líf í kringum ykkur.  En kvitt kvitt og sjáumst um helgina, bara tilhlökkun í gangi fyrir þessu þorrablóti (smá hausverkur í hverju á að fara en..........þetta reddast. Síjú

Sigga Sig (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband