Þá er Þorrablótið, eina og sanna Hellublótið afstaðið í ár. Við fjölskyldan voru saman í bústað á Ægissíðu, það var mjög notalegt og gaman. Við kíktum á ömmu á laugardeginum og sú gamla var svona líka hress, miðað við aldur og fyrri störf. Hún var svo veik um og uppúr áramótum að það er ótrúlegt hvað hún er hress. Blótið sjálft var mjög gott og skemmtiatriðin voru þannig gerð að þú þurftir ekki að vera "inngróinn" Hellubúi til að skilja hvað fram fór. Hljómsveitin reyndar alveg vonlaus en frábært að hitta allt fólkið.
Við fórum svo frekar snemma heim á sunnudeginum, prinsessan var í pössun hjá Erlu, Fúsa og strákunum. Þau ætluðu að nýta sunnudaginn í að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ágúst fór í aðgerð og lagðist inn á spítala á mánudag þannig að hann átti sunnudaginn. Við erum búnar að vera í sambandi við hann og þetta er allt á réttri leið og gekk vel. Hann verður fljótur að ná sér þó þessir dagar séu erfiðir. Hann hefur lítið mátt drekka og er rétt að byrja að borða smávegis súpu í dag, þriðjudag.
Ronja var reyndar veik á laugardaginn og Gunnar var svo góður að reyna að baða hana og allt eftir að hún hafði ælt út um allt og m.a. á sjálfa sig. Hún leit ekkert rosaleg vel út á sunnudeginum, úfin, þreytt og angaði af ælu. Við redduðum því, hún var alveg búin að ná sér og er núna hin hressasta nýböðuð, blásin og greidd.
Eftir að við komum heim á sunnudaginn var einföld matargerð, pöntuðum pizzu og horfðum á video á Vallargötunni.
Góðir gestir fullkomnuðu svo góðan sunnudag, versta var að við áttum ekki mikið að bakkelsi en það verðu að hafa sig. Lárus og Jóhann litu við, Lárus var hjá pabba sínum yfir helgina og Andrea Anna kom með mömmu sinni og pabba.
Látum nokkrar myndir frá helginni fylgja með.
Hér eru Pabbi, amma Lauga og Elín heima hjá ömmu á Kirkjuhvoli.
Hér eru alllir í pottinum, Steinn Daði, vinur hans Magnúsar Yngva var einn af þeim sem kíkti í heimsókn til okkar.
Svona litu flestar "herratöskurnar" út á þorrablótinu. Það var augljóst að pokarnir frá Kjarval voru vinsælastir á þessu pokaballi.
Mamma og pabbi voru rosalega hress og létu dansinn duna langt fram á nótt. Reyndar fékk mamma ekkert að dansa marga dansa við pabba. Kerlingarnar voru æstar í hann, eins og fyrri daginn.
Davíð naut reyndar dagskrárinnar ekkert sérstaklega vel því hann gat ekki tekið augun af "búnaðnum" á Elínu sem var sérstaklega sýnilegur þetta kvöld.
Hér eru Guðrún og Andréa Anna að skoða ljósin. Hún er algjör grallari, bara gaman að vera til og frábært að fá þau í heimsókn.
Flokkur: Bloggar | 13.2.2007 | 23:12 (breytt kl. 23:18) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.