Eins og flesta laugardaga byrjaði Elín á því að fara og spila badminton með vinnufélögunum. Það er geggjað að fá smá útrás og vera búin að svitna og fara í sturtu og allt fyrir hádegi á laugardögum. Erla Jóna snéri sig reyndar á hæl og gömul íþróttameiðsl tóku sig upp. Hún fór um miðjan daginn til læknis og hann stakk í´ana. Vonum að hún nái sér, klemmd taug getur verið þrálát.
Þegar Elín kom heim var Guðrún eins og eðal húsmóðir með í þvott í vélinni og eplakökurnar voru á leið í ofninn.
Upp úr hádeginu ákváðum við að skella okkur í bíó með krakkana á Suðurgötunni (3/4) og kl. 14:00 vorum við mætt á Happy feet í Keflavík og skemmtum okkur frábærlega. Elín hélt reyndar upp viðteknum hætti og fékk sér smá lúr undir lok myndarinnar en það koma ekki að sök.
Seinni parturinn fór í smá heimsóknir við náðum í Ronju til Perlu, hún hreint elskar að vera í pössun hjá Erlu, Fúsa og strákunum. Þau eru frábær. Svo kíktum við aðeins á ömmu og afa en fórum svo heim að undirbúa matinn.
Helgi, Guðný, Eydís, Sibba , Nilli og Flóki frændi kíktu í mat og Eurovision-partý. Við skelltum kalkún frá Sólfugl í ofninn og vitið menn þetta var bara frábær matur. Guðný var reyndar eitthvað lítið fyrir fyllinguna en við vorum sem betur fer líka með hefðbundinn kjúlla í kryddlegi með Feta.
Ronja elskar að fá gesti og finnst frábært að fá smá athygli, hún er rosalega góð við Flóka en lætur alveg vita að hún sé til ef fólk er að sýna honum of mikinn áhuga.
Hér fylgja nokkrar myndir með skýringum. Þannig að væntanlega segja þær ekki sína sögu.
Dagbjartur Heiðar í bíó. Hann skemmti sér mjög vel og hnippti ofur verlega í Elínu þegar hún gleymdi sér og sagði henni að myndin væri ekki alveg búin.
Helgi Þorsteinn var ekkert hræddur í bíó en gerði Guðrúnu greiða og skreið upp í fangið á henni þegar hún varð hrædd og vildi fara heim.
Sandra Dís naut sín vel í bíó og var í miklu stuði allan tímann, eins og bræður hennar.
Hér er litla fjölskyldan af Freyjugötu að mæta i heimsókn.
Litli, Flóki frændi var í prjónafötunum frá ömmu Gullu frænku (mömmu hennar Elínar). Rosalegur gæi!
Ronja hugsaði vel um Flóka og vék ekki frá mömmu sinni þegar hún var með Flóka enda er hún rosalega stolt af Flóka frænda.
Bless Flóki frændi !
Flokkur: Bloggar | 18.2.2007 | 01:27 (breytt kl. 01:54) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.