Nú styttist í bústaðaferð kvenfélagsins og þegar maður fer að hlakka til þá hugsar maður til baka og minningar um fyrri ferðir hrannast upp.
Í kvöld fór ég að fletta myndum frá vetrarferðinni 2006 og ég hef aldrei efast um að ég ætti frábæra vini en ég mundi ekki alveg hvað við erum myndaleg.
Hér er Elín, hún er ekki með langan háls en á þessari mynd sést að þessi peysa er að gera mjög góða hluti fyrir hana.
Guðrún er rosalega náttúrulega falleg og hefur sannarlega erft útlit forfeðra sinna.
Viddi hefur stundum komið með í ferðirnar en þá aðeins til að fá frið frá öðrum konum. Hér er sjarmörinn með Psycho-útlitið sitt sem svo margar hafa fallið fyrir.
Sigga er þekkt fyrir mjög breitt og fallegt bros. Vandamálið hennar er að hún vill ekki festast þannig og nýtir því bústaðaferðirnar oft til að þjálfa skeifu, mjög erfið æfing.
Þórunn hins vegar reynir að ná brosinu hennar Siggu, gengur bara vel og hún virkar næstum saklaus. Sís.
Hér er eins stórgóð af Elínu, mjög fallegt skot. Reyndar eins og lukkutröll sem er um það bil að springa.
Guðrún var frekar fúl þegar hún áttaði sig á því að hún gæti ekki keypt þennan hatt á Geysi. Mjög sæt og hún hefur fengið nokkur boð um fyrirsætustörf eftir að þessi mynd birtist.
Humm.... hvenær lærir Þórunn að segja grrrr...
Ein stórgóð að Tótu í lokinn. Hvernig getur maður annað en hlakkað til að fara og slappa af með þessum vitleysingum.
Flokkur: Bloggar | 19.2.2007 | 22:41 (breytt kl. 22:46) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He.he.he... bara flottar myndir.... ég á nú aðallega skondin videoklipp eftir þessar sumarbústaðaferðir.. he.he.he.. Ég skal lofa að æfa mig í grrrrrr.. inu fyrir næstu helgi... Þetta verður BARA gaman eins og alltaf... Síjú...
Þórunn (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 08:21
Ha ha ha góðar myndir!!! Hlakka til að hitta ykkur........Þórunn ætlaru ekki að taka með þráðlausa head-phoninn þinn......
Sigga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:44
He.he... tek bara ipodinn... gerir sama gagn... Hey er ekki málið að taka Texas-hattana með í ferð.... íha..
Þórunn (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 08:09
Styð félag þráðlausra headphone eigenda annars má þá alltaf bjóða uppá appelsínur..... er það ekki Þórunn .......... Hlakka svooooo mikið til helgarinnar... verðum að muna eftir "cosmopolitan" mixinu
Guðrún H. (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:24
Nohhh bara endalaus skot hérna.... bíðiði bara,, ég á enn eftir að gramsa í myndaalbúminu og finna flottar myndir úr liðnum bústaðaferðum... he.he.he... Þetta árið verður það bara ipodinn minn og epli.. he.he.. þá ættu allir að vera sáttir,, ekki satt ?
Þórunn (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:57
Getur maður sótt um inngöngu í Kvenfélagið þegar maður flytur aftur á klakann??
Auður Erla (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:54
Greinilega glæsilegir meðlimir í þessu kvenfélagi. En gaman að geta fylgst með, eigum örugglega eftir að kíkja oft hér inn
Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:06
Allir velkomnir í kvenfélagið. Hlökkum til að fá þig heim Auja og í bústað með okkur, vonum bara að þú myndist ekki of vel.
Elín Y (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.