Öskudagur um land allt....

Í dag hefur verið öskudagur um land allt og hingað hafa streymt misgóðir söngvarar í allan dag. Það er mjög sætt þegar litlir krakkar kunna ekki alveg textann en syngja og syngja af hjartans list. En svo eru stórir krakkar sem ættu að skammast sín fyrir að ropa hér eins og rjúpur á tröppunum hjá okkur og ætlast til að fá nammi fyrir það. En annars var bara gaman að fá krakkana í heimsókn. Allir sungu með sínu nefi og fengu nammi. Ronja, sem breytist í varðhund þegar ókunnugir voga sér inn á lóðina, var ekki alveg jafn glöð með þennan gestagang. Loksins þegar hún var búin að sætta sig við hvern hóp þá þakkaði hann fyrir og fór.

2974_starfsfolkEn það var mjög gaman í vinnunni í dag, flestir af yngri krökkunum voru í búningum og líka nokkur af þeim eldri en hjá þeim voru litaþemu í hverjum bekk sem mörg þeirra tóku þátt í. Mér fannst sérstaklega gaman hvað mikið af stafsfólkinu mætti líka í búningum. Það er alltaf gaman af svona tilbreytingu það brýtur aðeins upp hversdagsleikann.

 

Hér er hluti starfsfólks sem mættu í búningum í skólann í dag.

 En hefur einhver heyrt spána fyrir helgina?

snjo_banner

Í síðustu ferð fengum við jólasnjó!

Við höfum nú verið nokkuð duglegar við vera inna að kjafta, fíflast, hlusta á tónlist og spila sem og að njóta útivistar. Reyndar fannst mér best þegar við vorum á Laugarvatni og ákváðum að leggja okkur aðeins áður en við færum út í göngu og þrekþráin og útivistarlöngunin hvarf alveg á meðan. Öfga heppinn og fjölhæfur hópur :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elín varstu með plömmer? varstu alvöru???

Eydís (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 19:37

2 identicon

Ég tók gervið mjög alvarlega !

Elín Y. (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband