Seinni partinn í dag komu Hrafn og Solla í heimsókn. Solla klippti og litaði mömmur heimilisins og Hrafn lék við krakkana á Suðurgötunni. Svo borðuðum við öll saman kvöldmat og allir skemmtu sér vel. Sibba, systir Guðrúnar sem því miður hefur alveg gleymst að kynna hér á síðunni kom með Flóka-lúsina í heimsókn. Nánari kynning mun fara fram á þeim hjónum, Sigurbjörgu og Níls, sem getið hafa af sér Flóka-lúsina, innan skamms hér á síðunni.
Í dag fengum við svo SMS frá Sæfinnu, hún er á Skógum fyrir helgina og við látum það að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur fara og ætlum að leggja land undir fót á morgun og skreppa austur að Skógum eftir vinnu. Okkur munar ekkert um að rúnta fram og til baka loksins þegar færi gefst að hitta litlu fjölskylduna en það er alveg skömm að því að við höfum ekki enn hitt litlu fröken Söru og söknum Grétars Þórs óendanlega mikið. Að sjálfsögðu er líka alltaf gaman að hitta SÆ-hræ, no affence.
Svo er það bara árshátíð á laugardagskvöldið, Sp.Kef. here we come! Bara eftir að finna góða pössunarpíu og /eða gæja fyrir Ronju.
En hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag. (Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær).
Helgi Þorsteinn og Guðjón Snær,
vinur hans sem býr við hliðina á okkur
Sandra Dís, Dagbjartur Heiðar og Hrafn vinir okkar.
Solla sprenglærði klipparinn. Það eru ekki allir sem fá Viðskiptalögfræðing í heimsókn til að klippa og lita.
Sibba systir með Flóka (Flóki er stytting á Flóka-lúsin)
Guðrún aðeins að máta. Ooo... okkur líður svo vel frænka.
Halló, frændi!
Flokkur: Bloggar | 1.3.2007 | 22:40 (breytt kl. 23:04) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir... og ekkert smá næs að fá klipparann bara í heimsókn til sín.. he.he.he.. Hafið það gott um helgina skvísur og góða skemmtun á árshátíð
Þórunn Sigþ. (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:27
ronja er eins og varðhundur við hliðina á flóka, sætt;)
Eydís (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:25
Halló Ella.
"Fann" þig hjá Garðari. Gaman að "hitta" þig svona aftur.
Hafðu það gott og bestu kveðjur, Haddý. (frá Hellunni ;) )
Haddý (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.