Loksins karlmaður á heimilinu....

Ýmislegt búið að bralla síðan síðast. Við skelltum okkur að Skógum á föstudagskvöldið. Þar hittum við vini okkar, Sæfinnu, Grétar Þór og Söru. Þau búa í Vestmannaeyjum og voru í heimsókn hjá ömmu og afa á Skógum. Við erum búin að sakna þeirra ótrúlega mikil og fundum það enn betur þegar við hittum þau loksins. Við vonum að það líði ekki svona langur tími þar til við hittum þau næst.

sara_minni_bw  g_minni

 

 

 

 

 

 

 

g_s_bwGrétar Þór og Sara Sindrabörn.

 

 

gsh_s_minni

 

 Söru fannst Guðrún alveg frábær og ætlaði alveg að éta hana :)

 

g_r_minni

 

Grétar Þór og Ronja léku sér rosalega mikið saman. Hann var mjög góður við hana og hún elskaði hann og elti hann um allt hús. Ronja fékk reyndar ekki að hitta Sigfús. En Sigfús er "kattarkálfurinn" risastór, hrikalega sætur, roskinn köttur þeirra hjóna Ingu og Ása. Semsagt gamli kötturinn hennar Sæfinnu sem kalla mætti stóra bróður hennar. Allavega notar hann örugglega stærri skó en hún þ.e.a.s 35+.

 

 En áfram af helginni. Við keyrðum svo sem leið lá heim í Sandgerði eftir góða heimsókn á Skógum. Komum reyndar við í Drangshlíðardal í báðum leiðum því mamma og pabbi komu með okkur austur og voru þar meðan við vorum á skógum. Alltaf jafn yndislegt að hitta hjónin, Ingólf og Lilju.

Jæja, eftir að hafa komið við á Hvolsvelli og skilið mömmu eftir þar þá héldum við áfram suðureftir. Reyndar er ekki hægt að tala um að Elín hafi verið að keyra heim. Hún er nefnilega þeim "kosti" gædd að hún sofnar nánast hvar og hvenær sem er ef minnsta ró skapast. Þannig að Guðrún keyrði með eldspýtur í andlitinu mikinn part leiðarinnar. Elín fór reyndar ekkert að dotta að ráði fyrr en fyrir vestan Selfoss og talaði við Guðrúnu nær alla leiðina til Reykjavíkur. Reyndar hafa þær hvorugar nokkra hugmynd um hvað þær voru að tala. Elín talaði og talaði en Guðrún fékk því miður ekki botn í  eitt einasta umræðuefni. Þeir sem hafa reynt að tala við fólk sem talar upp úr svefni þekkja þessa reynslu. Elín var reyndar ótrúlega stolt af sér þegar þær stoppuðu í Essó í Hafnarfirði. Hún reyndi að sannfæra Guðrúnu um að hún hefði ekkert sofnað sem hefði alveg verið trúlegt ef hún hefði mögulega getað nefnt eitthvað af því sem þær voru búnar að vera að tala um.......

En á laugardagskvöldið var árshátíð Sp.Kef og á laugardagsmorgun var stefnan tekin á Reykjavík. Ronja fór í pössun til Bylgju og fjölskyldu og var þar í besta yfirlæti þar til á sunnudag. Auðvitað var eitt og annað sem átti eftir að gera þannig að búðir voru þræddar og útrétta í bænum frá hádegi. En um miðjan dag voru allir mættir á hótelið og þá var bara farið í að hita upp. Allir mættu inn á herbergi til okkar og venju samkvæmt fóru allir að finna sig til aðeins of seint þannig að þegar allir voru komnir niður í lobbý kl. 19:00 vorum við sveitt og fín, til í slaginn.  plokk_minni

Árshátíðin tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel en það spurðist út að Guðrún hefur verið að taka vini, kunningja og vinnufélaga í lit og plokk. Einn félagi hætti ekki fyrr en Guðrún lofaði að taka inn nýjan viðskiptavin. Hann var einn sá ánægðasti á árshátíðinni!

 

helgi_ronja_minniEn það var þetta með karlmanninn á heimilinu.

Við áttum ekki við nýja viðskiptavininn heldur hann Helga. Guðrún fór í verslunarferð á mánudaginn. Hugmyndin var að hafa fisk í matinn. Hún þurfti m.a. að fara í dýrabúð, kaupfélag og fiskbúð. Elín mismælti sig eitthvað og minnti hana á að fara í fiskabúðina. Guðrún greip það auðvitað og kom heim með einn munnbita, syndandi í plastpoka.

Helgi Þorsteinn var í heimsókn þannig að mjög fljótlega fékk fiskurinn nafnið Helgi. Það kemur hvort eða er örugglega aldrei í ljós hvort um hæng eða hrygnu er að ræða. Ronja er mjög spennt að vera loksins búinn að eignast lítinn bróður.

Herramaðurinn á heimilinu. Sérstaklega fallegur sundstíll sem leynir sér ekki á myndinni. Vonum bara að hann fari ekki að æfa björgunarsund uppi við vatnsborðið.helgi_minni_600

 

 

 

 

 

En svona í lokinn. Hvernig er hægt annað en að segja "ÆÆææ.... svo mikið krútt" þegar maður fer í vinnuna og mesta krútt í heimi er búin að skríða uppí í holuna hennar mömmu E. Ronja og mamma G. geta nefnilega sofið smástund lengur á morgnanna. ronja_minniEn þar til næst, biðjum að heilsa ykkur öllum. Verið nú duglega að kvitta það er svo gaman að fá kveðjur og athugasemdir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló systur og til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðLIMINN. Takk fyrir síðast það var frábært að sjá ykkur aftur og þið eruð alltaf jafn mikið til í að skutlast í einhverja klukkutíma til að hitta okkur. Gott var að heyra að þið komust heilar heim  Takk fyrir okkur, myndin sló alveg í gegn og alltaf gaman að fá gjafir

Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 23:14

2 identicon

Hæ,hæ já og til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn,, ansi flottur  He.he.he... frábær mynd af Guðrúnu og nýja viðskiptavininum.. ætli dugi nokkuð nema vax á þennan frumskóg.. á,á,ái....  Hafið það nú gott og ég hlakka til að hitta ykkur á laugardaginn í afmælisveislunni hennar Áslaugar.

Þórunn (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 08:01

3 identicon

Hæ hæ, til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!! Það er nú gott að það er kominn karlmaður á heimilið . Sjáumst á laugardaginn!!

Sigga Sig (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Eydís Huld

Til hamingju með herrann!! hlakka til að kynnast honum betur

gott að þið skemmtuð ykkur vel á árshátíðinni!

Eydís Huld, 10.3.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband