Vika og einn...

Þetta er nú alveg í það lengst sem má líða á milli blogga er það ekki? En nú verður bætt úr því. Um síðustu helgi byrjaði Elín á því að slíta leynivinaviku með vinnufélögunum en Guðrún, Ronja og Ágúst höfðu það kósý fram eftir föstudagskvöldi.

helgi_agust_fiskar_mEn á föstudaginn bættist einmitt einn enn við í fjölskylduna og nú eru það Helgi og Ágúst sem synda saman í hringi okkur hinum og vonandi sjálfum sé líka til yndisauka.

Á laugardagsmorgun fór Elín að sjálfsögðu í badminton, eitthvað voru nú fáir mættir en það kom ekki í veg fyrir blóð, svita og tár. En þegar hún kom heim voru góðir gestir mætti í heimsókn. helgi_agust

Það voru þeir Helgi og Ágúst, einmitt þeir sömu og fiskarnir eru nefndir eftir. Laugardagurinn fór í að borða góðan mat með gestunum, spila og fara í gönguferð þar til tími var kominn til að gera sig kláran fyrir Afmæli mánaðarins.

aslaug_afmaelisbarnÁslaug Anna, vinkona okkar hélt uppá þrítugs afmælið sitt. Þar komu saman frábærir vinir m.a. nokkrar Jæjakonur í öllu sínu veldi. Frábært afmæli hjá Áslaugu og Sverri. Því miður náðum við ekki mynd af afmælisbarninu en þessi mynd er ágæt þó hún sé ársgömul, Áslaug er alltaf jafn glæsileg.

Á sunnudaginn var svo óvæntur fjölskyldudagur hjá okkur. Við vorum búnar að lofa að kíkja við hjá GSM-fjölskyldunni (Gulla, Steinar og Magnús Yngvi). Gulla og Steinar eru að fara út í fyrramálið og auðvitað þurfti að snyrta pæjuna. Við kipptum mömmu og pabba með okkur og svo bauð Gulla Obbu og Davíð í mat líka þannig að dagurinn endaði í besta boði við arineld og notalegheit.

Ágúst Þór eru skáti fram í fingurgóma. Hann kíkti aðeins á okkur í gær eftir skátafund og þá notuðum við tækifæri og tókum tvær myndir af honum. Eitthvað var mamma hans að trufla myndatökuna eins og sést á annarri myndinni. Bara sætur.

agust_bros agust_hlid

ronjaSíðast myndin er af mér, aðal fyrirsætu  heimilisins. Það er ótrúlegt en mamma E. þreytist ekki á að taka myndir af mér. Bless í bili og við látum ekki líða svona langt á milli blogga næsta Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér er nú farið að sárna smá það er ekki en komin mynd af mér samt kem ég reglulega í myndatöku hjá þér´. nei bara smá grín kv:  þín vinkona PERLA

perla (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:51

2 identicon

Sælar skvís og takk fyrir síðast  Ekki leiðinlegt að þekkja svona GSM fjölskyldu... he.he.he... skárra en HIV (Helgi, Inga og Viktor) fjölskyldan eða eitthvað svoleiðis.. muahhhh.muahhhh... Hafið það nú gott um helgina?

p.s. Hvenær eigum við svo að fara að teikna eldhúsinnréttinguna?...

Þórunn (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 15:52

3 identicon

Kvitterí kvitt!!! Eigum við ekki að skella okkur á Liverpool árshátíðina Guðrún??? Ég veit að þig langar svo!!! hahaha sjáumst!

Sigga (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: ronja06

In your WILDEST Sigga mín, sérðu það ekki að þú ert í vitlausu félagi??? Þarft að fá Man.utd manneskju með þér á poolara hátíð svo það verði gaman  Góða skemmtun anyhow!!!

ronja06, 16.3.2007 kl. 10:30

5 identicon

Nei nei ekki misskilja, ég ætlaði að sýna þér hvernig alvöru stemming væri!! Þar sem þú upplifir svoleiðs SVO sjaldan!!!EN er á rúntinum kvitteri kvitt!!Síjú! 

Sigga Sig (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband