Þá er ég loksins hætt að fá hjartaáfall á hverjum morgni og halda að ég sé að sofa yfir mig. Það er bara eðlilegt að það sé farið að birta kl. 7:05 þegar síminn hringir. Það eru mikið fleiri börn úti að leika sér á daginn, páskaliljurnar að taka við sér og hundskítur á annarri hverri gangstétt sem segir okkur að vorið sé á næsta leiti. Enn eitt.... Guðrún setti upp grillhanskana í dag, smellti steik á grillið og ekki eitt einasta grýlukerti að sjá.
Þessir "apar" kíktu á okkur í kvöld. Pabbi þeirra kom líka við en Helgi bróðir þeirra kom við hjá okkur fyrr í dag. Hér er líka ein mynd af honum.
Þau voru að sjálfsögðu öll í afmæli hjá Eydísi um helgina. Guðný og Helgi buðu öllum hópnum í grill í tilefni þess að litla barnið er að verða fullorðin. Til hamingju með 27 ára afmælið Eydís.
Að sjálfsögðu var borin fram afmæliskaka.
Þórdísi Thelmu fannst hún líka rosalega góð.
Auk þess að fara í afmælið um helgina létum við gera tilboð í eldhús innréttinugu (nú fer að styttast í framkvæmdir), fórum við á skauta, Hjalti Heiðar og Eyrún kíktu við (Já, það er Hjalti, Hjalti og Smári og hann er komin með frábæra konu), við borðuðum með fjölskyldunni í Hvassaleitinu, Obbu, Gullu og Co. (reyndar var Magnús Yngvi ekki með því hann er á Kanarý) þar tókum við eina umferð í Ticket to ride eins og lög gera ráð fyrir og kvissuðum aðeins.
Ein sæt í lokin.... Það er rosalega gott að kúra fyrir framan sjónvarpið á vorin.
Flokkur: Bloggar | 26.3.2007 | 22:54 (breytt 27.3.2007 kl. 11:26) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kvitt kvitt... vorið er líka komið á Selfoss, eða það hélt ég allavega þar til ég leit út í morgun.
knús til ykkar frá okkur
Solveig Pálmadóttir, 27.3.2007 kl. 11:21
Hæ,hæ... Já var bara komin í vorstuð í gær en í dag langar mig helst að fara á skíði... he.he.he.... Þetta hlýtur að fara að koma.... Bið að heilsa..
Þórunn (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:44
Takk kærlega fyrir mig!!!!!!!!!
Eydís Huld, 27.3.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.