Vorið komið í Sandgerði ?

Þá er ég loksins hætt að fá hjartaáfall á hverjum morgni og halda að ég sé að sofa yfir mig. Það er bara eðlilegt að það sé farið að birta kl. 7:05 þegar síminn hringir. Það eru mikið fleiri börn úti að leika sér á daginn, páskaliljurnar að taka við sér og hundskítur á annarri hverri gangstétt sem segir okkur að vorið sé á næsta leiti. Enn eitt.... Guðrún setti upp grillhanskana í dag, smellti steik á grillið og ekki eitt einasta grýlukerti að sjá.

grillari

aparnir

 

Þessir "apar" kíktu á okkur í kvöld. Pabbi þeirra kom líka við en Helgi bróðir þeirra kom við hjá okkur fyrr í dag. Hér er líka ein mynd af honum.

helgi_67

 

 

 

 

 

 

 

Þau voru að sjálfsögðu öll í afmæli hjá Eydísi um helgina. Guðný og Helgi buðu öllum hópnum í grill í tilefni þess að litla barnið er að verða fullorðin. Til hamingju með 27 ára afmælið Eydís.

eydis_kaka

 

Að sjálfsögðu var borin fram afmæliskaka.

 

 

 

Þórdísi Thelmu fannst hún líka rosalega góð.

thordis

 

 

 

 

 

 

 

 

Auk þess að fara í afmælið um helgina létum við gera tilboð í eldhús innréttinugu (nú fer að styttast í framkvæmdir),  fórum við á skauta, Hjalti Heiðar og Eyrún kíktu við (Já, það er Hjalti, Hjalti og Smári og hann er komin með frábæra konu), við borðuðum með fjölskyldunni í Hvassaleitinu, Obbu, Gullu og Co. (reyndar var Magnús Yngvi ekki með því hann er á Kanarý) þar tókum við eina umferð í Ticket to ride eins og lög gera ráð fyrir og kvissuðum aðeins. 

Ein sæt í lokin.... Það er rosalega gott að kúra fyrir framan sjónvarpið á vorin.

ronja_sofi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

kvitt kvitt... vorið er líka komið á Selfoss, eða það hélt ég allavega þar til ég leit út í morgun.

knús til ykkar frá okkur

Solveig Pálmadóttir, 27.3.2007 kl. 11:21

2 identicon

Hæ,hæ... Já var bara komin í vorstuð í gær en í dag langar mig helst að fara á skíði... he.he.he....  Þetta hlýtur að fara að koma.... Bið að heilsa..

Þórunn (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 11:44

3 Smámynd: Eydís Huld

Takk kærlega fyrir mig!!!!!!!!!

Eydís Huld, 27.3.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband