Þá er bara kominn annar í páskum. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og frídagarnir líða einhvernvegin enn hraðar.
Við erum búnar að hafa það rosalega gott, fá gesti og vera svolítið á ferðinni þó að við höfum bara verið heimavið yfir páskahátíðina. Sæfinna, Sindri og krakkarnir komu í alltof stutta en frábæra heimsókn. Við fórum í Bláa-lónið um páskana, Reykjanesrúnt, heimsóknir, matarboð, buðum í mat, spiluðum, tókum nokkrar lestar (spiluðum "Ticket to Ride") og vorum með fjölskyldum okkar. Meðfylgjandi myndir segja meira en blaðrið í okkur.
Elín og 3/5 á Suðurgötunni byrjuðu páskafríið á því að fara saman í klippingu. Hér eru krakkarnir með Guðrúnu, bestu frænku sinni (ekki alveg víst að Eydís, Sibba og Matthildur séu sammála þessu :)
Sara og Grétar Þór Sindrabörn komu með pabba sínum og mömmu í heimsókn. Ferðin hjá þeim uppá land varð því miður alltof stutt, gubbupest gerði það að verkum að þau gátu aðeins stoppað í sólarhring og heilsan var ekkert uppá það besta hjá börnunum. Við vonum bara að þau drífi sig í lengri heimsókn fljótlega.
Hér er Guðrún og Ronja með Söru og Grétari Þór. Sara var aðeins að fatta hvað þetta loðna dýr var merkilegt. Mjög gott að ná taki á feldinum á þessum "bangsa".
Grétar Þór og Elín fundu sér smátíma til að föndra páskaunga.
Grétar Þór var líka duglegur að leika við Ronju. Hér eru þau að leika sér með pulsurnar sem hann gaf henni þegar hún var hvolpur.
Elín var rosalega montin af því að fá að passa Tinnu Eydísi og systkini hennar þegar foreldrarnir brugðu sér í kaupstaðinn. Þá áttaði Elín sig líka á því hvað hún er ótrúlega lík Guðrúnu frænku sinni. Glöggir lesendur sjá það eflaust á myndinni líka.
Flóki og foreldra litu líka í heimsókn um páskana og gistu eina nótt. Hann dafnar mjög vel og stækkar alveg ótrúlega milli vikna.
Ronja var rosalega duglega að passa litla frænda og hann kunni bara vel við það.
Að lokum er ein mynd af Ágúst Þór, hann fór með okkur rúnt um Reykjanesið, hér er mynd af honum við Gunnu-hver. Annars hafa hann og Elín líka verið dugleg að spila um páskana og það er ótrúlegt en satt, hún vinnur hann ALLTAF.
Einn smá moli frá Garðari (123.is/gardar)
Raksápupáskar er alveg eins og raksápupáskaR
Flokkur: Bloggar | 10.4.2007 | 00:20 (breytt kl. 13:52) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páska frá okkur hérna í Kaupmannahöfninni
Auður Erla (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 07:50
æ hvað ég er svekkt að hafa ekkert hitt ykkur um helgina!
Eydís Huld, 10.4.2007 kl. 15:25
Gleðilega páska frá Hellunni!! Sammála því að þessir frídagar líða alltof fljótir að líða.
Sigga Sig (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:16
Æj þið skilið hvað ég á við
Sigga Sig (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.