Páskarnir

Þá er bara kominn annar í páskum. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og frídagarnir líða einhvernvegin enn hraðar.

Við erum búnar að hafa það rosalega gott, fá gesti og vera svolítið á ferðinni þó að við höfum bara verið heimavið yfir páskahátíðina. Sæfinna, Sindri og krakkarnir komu í alltof stutta en frábæra heimsókn. Við fórum í Bláa-lónið um páskana, Reykjanesrúnt, heimsóknir, matarboð, buðum í mat, spiluðum, tókum nokkrar lestar (spiluðum "Ticket to Ride") og vorum með fjölskyldum okkar. Meðfylgjandi myndir segja meira en blaðrið í okkur.

gudr_krakkar

Elín og 3/5 á Suðurgötunni byrjuðu páskafríið á því að fara saman í klippingu. Hér eru krakkarnir með Guðrúnu, bestu frænku sinni (ekki alveg víst að Eydís, Sibba og Matthildur séu sammála þessu :)

 

gr_sara

 

 

 

Sara og Grétar Þór Sindrabörn komu með pabba sínum og mömmu í heimsókn. Ferðin hjá þeim uppá land varð því miður alltof stutt, gubbupest gerði það að verkum að þau gátu aðeins stoppað í sólarhring og heilsan var ekkert uppá það besta hjá börnunum. Við vonum bara að þau drífi sig í lengri heimsókn fljótlega.

 

g_saraSæt systkin.

 

sara_g_g

Hér er Guðrún og Ronja með Söru og Grétari Þór. Sara var aðeins að fatta hvað þetta loðna dýr var merkilegt. Mjög gott að ná taki á feldinum á þessum "bangsa".

 

 gretar_thor_fondur

Grétar Þór og Elín fundu sér smátíma til að föndra páskaunga.

 

ronja_gretar_leika

 

Grétar Þór var líka duglegur að leika við Ronju. Hér eru þau að leika sér með pulsurnar sem hann gaf henni þegar hún var hvolpur.

 

t_eydisElín var rosalega montin af því að fá að passa Tinnu Eydísi og systkini hennar þegar foreldrarnir brugðu sér í kaupstaðinn. Þá áttaði Elín sig líka á því hvað hún er ótrúlega lík Guðrúnu frænku sinni. Glöggir lesendur sjá það eflaust á myndinni líka.

flokiFlóki og foreldra litu líka í heimsókn um páskana og gistu eina nótt. Hann dafnar mjög vel og stækkar alveg ótrúlega milli vikna.

 

floki_ronja_2
 
ronja_floki_

Ronja var rosalega duglega að passa litla frænda og hann kunni bara vel við það.

agust_minni

 

Að lokum er ein mynd af Ágúst Þór, hann fór með okkur rúnt um Reykjanesið, hér er mynd af honum við Gunnu-hver. Annars hafa hann og Elín líka verið dugleg að spila um páskana og það er ótrúlegt en satt, hún vinnur hann ALLTAF.

 

 

 

Einn smá moli frá Garðari (123.is/gardar)

Raksápupáskar er alveg eins og raksápupáskaR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska frá okkur hérna í Kaupmannahöfninni

Auður Erla (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 07:50

2 Smámynd: Eydís Huld

æ hvað ég er svekkt að hafa ekkert hitt ykkur um helgina!

Eydís Huld, 10.4.2007 kl. 15:25

3 identicon

Gleðilega páska frá Hellunni!! Sammála því að þessir frídagar líða alltof fljótir að líða. 

Sigga Sig (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:16

4 identicon

Æj þið skilið hvað ég á við

Sigga Sig (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband