Nings

Ég er alveg rosalega ánægð með matseðilinn á Nings. Hægt er að velja úr fjölda girnilegra rétta og heilsuréttirnir skipta tugum. Það er svo notalegt að geta keypt hollan og góðan mat. Þetta er það sem ég hugsa um þegar ég vel að fara á Nings og panta mér mat.

En vitið menn þegar ég er glorhungruð og komin að afgreiðsluborðinu eða í símann þá gleymi ég alltaf þessum kafla með hollu réttina. Þannig að þrátt fyrir allar fyrirætlanir um hollt matarræði þá gleymi ég öllu um hollustu og hugsa bara um að djúpsteiktar rækjur, sveittar núðlur, kjúkling og Satay-sósu. Svo byrja ég að borða, með prjónum að sjálfsögðu og hugsa með mér að þannig geti ég hamið græðgina. En vitið menn, ég er svoleiðis komin með sinadrátt í handarbakið (svona eins og þegar maður skellir sér á skriðsund með látum og fær sinadrátt í litlutærnar) af græðgi, þó að geta mín til að raða í mig með prjónunum sé takmörkuð þá læt ég það ekki stoppa mig. Heldur sit ég eins og prjónavél og ét samansafn af öllum óhollustu réttum þessa ágæta matsölustaðar eins og ég fái greitt fyrir það þar til ég stend á blístri. Þá lít ég yfir afganginn og skil ekkert í því hverjum datt í hug að panta þessa rétti og þetta mikla magn og kem auga á lítinn miða á umbúðunum sem á stendur: Kínamatur geymist vel í kæli og er upplagður til að hita upp í örbylgjuofni eða á pönnu. Nú jæja, það er þá best að geyma afganginn þó svo að ég hafi örugglega ekki list á þessu á morgun. Hvað haldið þið að gerist svo í hádeginu daginn eftir. Ég hjóla heim á þvílíkum hraða að skipuleggjendur Tour de France hafa samband og raða í mig að nýju og átið endurtekur sig.

En næst ætla ég að kaupa eitthvað hollara..... það er nóg af því á matseðlinum. Ég ætla að panta hollan mat og borða rólega með prjónunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ þið, það er naumast þú ert dugleg í blogginu, kannski maður taki þig til fyrirmyndar  En takk fyrir síðast. Takk fyrir frábæran kvöldverð, fyrir föndrið og spilaríið, fyrir hárgreiðsluna, fyrir nýbakaðar bollur, fyrir páskanammið mitt , fyrir allt spjallið og hvað þið eruð alltaf frábærar við okkur. Kv. frá Eyjum

Sæfinna Ásbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband