Hvað hefur verið að hrjá okkur?
Ritstífla.... nei. Kvíðaröskun, vegna þess hve langt hefur liðið og áskoranir hafa hlaðist inn.... nei. Mótþróaþrjóskuröskun.... nei. Þráhyggja.... nei. Almennur lasleiki eða flensa... nei. Fréttaleysi... nei. ? ? ?
En hvað hefur verið að gerast hjá okkur systrunum á Vallargötunni ?
Fyrst er rétt að útskýra hversvegna við köllum okkur systur. Skýringin er einföld, okkur þykir bara svo fyndin sú staðreynd að ekki ómerkari stórstjarna og fyrrum nágranni okkar Lionice (the íslenska-kryddpía og indversk prinsessa) kallaði okkur systur.
- Við hittum bekkjarfélaga Elínar úr Kennó.
- Við fórum í bústað á Flúðum. Tókum langa helgi með sumardeginum fyrsta. Þar var frábært að vera í hundabústað (fleiri stéttarfélög og eigendur sumarbústaða ættu að huga betur að húsdýrum. Þessi bústaður er alltaf upppantaður). Fengum fullt af gestum í heimsókn sem stoppuðu mis lengi; Flóki og Sibba voru með okkur í nokkrar daga, það sama átti við um Eydísi Síníör, Obba, Davíð Siggi og Kolla Kíktu við eins og Anna Rún og Arnþór Elí en Karen og Hildur og Þórunn ráku gestalestina og voru með okkur síðustu nóttina.
Fyrir ferðina kom pabbi hennar Bergnýjar færandi hendi og gaf okkur HUMAR, guð minn góður hvað hann var frábær, hann toppaði annars frábæra sumarbústaðaferð í frábæru flugdreka-vorveðri. - Amma hennar Guðrúnar varð níræð. Til hamingju með afmælið, amma!
- Við erum búnar að kaupa parket á húsið og Gulla, Steinar og Magnús Yngvi eru búin að flytja það hingað í Sandgerði fyrir okkur.
- Árni, Fanney, Gunnar Frans og Arna Kristín kíktu í heimsókn.
- Magnús Yngvi kom og gisti eina nótt.
- Vinkonur hennar Guðrúnar (þær eru líka vinkonum Elínar og Ronju, hún átti þær bara fyrst) komu í heimsókn, svona kjafta-saumaklútur. Sem reyndar var frábrugðin fyrri hittingum að nú var barnahittingur. Mjög gaman að fá hópinn í heimsókn og hitta börnin sem alltaf er verið að tala um þegar hópurinn hittist. Allir hressir, Hulda blómleg sem aldrei fyrr, henni fer rosalega vel að vera ólétt sem og Nínu sem líkaði síðasta syrpa svo vel að hún er komin af stað aftur. Til hamingju Nína.
- Signý var svo frábær að hún vatt sér í að teikna fyrir okkur eldhúsinnréttingu sem við erum svo hæst ánægðar með að nú er bara að mæta í IKEA og ganga endanlega frá þeim kaupum.
- Ágúst kom í heimsókn og lærði að sauma í.
- Píparinn ætlar svo að kíkja á fimmtudaginn eða föstudaginn (í síðustu viku :) Hann er iðnaðarmaður og lætur vonandi sá sig í vikunni. Þá ættu framkvæmdirnar að geta hafist hjá okkur á næstunni.
- Pabbi hennar Elínar var lagður inn á miðvikudaginn, hann var komin með heiftarlega þvagfærasýkingu. Hann var orðinn mjög veikur en er nú allur að koma til og ef allt gengur áfram vel í dag, laugardag 5. maí, þá nær hann að komast í ferminguna hjá Dagmar á morgun. En hann langar virkilega að komast þangað. Þær stelpurnar á Laugarvatni eru skiljanlega alltaf í svolitlu uppáhaldi hjá þeim hjónunum.
Hér koma nokkrar myndir tengdar síðustu 2 vikum...... ótrúlegur tími sem það tekur að gera allt annað en að blogga....
Hér er Hjalti sem var með Elínu í E-bekknum í Kennó. Með honum á myndinn er 87 ára kall með var á kaffihúsinu um leið og við. Hjalti er þessi litli, sköllótti með húfuna ? :)
Ronja, Guðrún og Flóki nutu sín vel í bústaðnum og voru dugleg að fara út að labba.
Sumargjöfin hennar Elínar vakti mikla hrifningu. Hér eru Guðrún, Siggi og Drekinn.
Flóki og Obba voru mjög ánægð með hvort annað.
Arnþór Elí, Anna Rún, Eydís og Flóki á Flúðum.
Gunnar Franz Árna og Fanneyjarson.
Arna Kristín systir hans að fá sér kaffi hjá Guðrúnu
Ágúst Þór kom í heimsókn og lærði að sauma í. Hann segir reyndar hverjum sem heyra vill að hann hafi verið að prjóna mynd hjá okkur.
Arnór, sonur Signýar og Alma dóttir Lóu.
Alma og Eva systir hans Arnórs.
Hulda var að sjálfsögðu líka mætt á svæðið. Þau voru öll rosalega dugleg að leika sér, bæði úti og inni.
Guðmunda, Lóustelpa var mjög áhugasöm um ljósmyndun og vildi fá að prófa myndvélina.
Hér er Sara Þórdís grallari og dóttir hennar Nínu og leika sér með Ronju.
Hér er Gurún með teppið góða sem Flóki er nú loksins búin að fá. Það er ófáar stundir á bakvið eitt svona teppi sem ylja mun Flókalúsinni um ókomna daga.
Þá er komið að takta og grettukeppni Manchester Utd. aðdáenda sem haldin var á Vallargötunni á dögunum.
Fyrsta myndin er af Magnúsi Yngva og heitir brellan: Láttu ekki bugast þó þú sért klobbaður heldur dansaðu eins og vindurinn.
Hér er Guðrún sem komst mjög langt í takta og grettukeppninni.
Hér eru auðsýnilega atvinnumenn á ferðinni.
Ein mynd að lokum. Ronja sagði: Geta þessir krakkar ekki einu sinni leikið með sitt eigið dót þegar þeir koma í heimsókn ?
Svo fylgja hér tvær "kjaftasögur" og ég verð virkilega fúl ef Jóna Sigga les þetta blogg og kvittar ekki í gestabókina eða í athugasemdir.
- Ein Jæja-kona er ólétt. Það er EKKI Elín samt sem áður erum við að tala um lágvaxna, dökkhærða, snaggaralega stúlku sem fæddist árið 1975 og ólst upp á Hellu. Ef þið erum ekki heit enn þá ættu að minnsta kosti Jæja-konur að kveikja á perunni þegar minnst er á Tour-de-France sem kom nokkuð við sögu þegar hún gekk til liðs við hópinn í Hamragörðum seint á síðustu öld.
-Sigurjón Geir er skilinn (Ekki spyrja okkur hvar eða hvernig við fréttum þetta eða hvernig okkur dettur í hug að setja þetta hér á síðuna).
Lifið heil, hlökkum til að fá línur frá ykkur.
Flokkur: Bloggar | 5.5.2007 | 15:11 (breytt 6.5.2007 kl. 22:52) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jibbí jibbí loksins!!!
það munar ekki um það! loksins þegar það er bloggað, þá er sko BLOGGAÐ!!
frábær færsla ;)
miss u
Eydís Huld, 5.5.2007 kl. 20:03
Og sjá, himnanrnir hafa opnast ............
Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:28
Og Flókalúsin þakkar alveg kærlega fyrir teppið góða. Það kemur sér vel í vagni sem í fangi. Kærar þakkir elsku frænka. Þú ert best
Flóki Kjartansson Narby (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:32
og að maður tali nú ekki um hvað það er gott á bragðið....................
Flóki Kjartansson Narby (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:08
Hæ hæ! Gaman að sjá að þið eruð á lífi. Skil það vel að þið hafið ekki bloggað, það er búið að vera brjálað að gera hjá ykkur "systur". Gaman að fylgjast með. Bestu kveðjur frá Hellu
Sigga (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.