Þá bara komið sunnudagskvöld og rétt að henda inn nokkrum línum _ _ _ _ _ _ þá er það komið
Annars er helst að frétta að í annars mjög vel heppnuðu kennarateiti á föstudaginn var ákveðið að gera þætti í anda Sex and the City. Ekki skortir hæfileikaríka leikara því þeir eiga að koma úr breiðum hópi kennara en þættina á að taka upp í Garðinum. Lítið hefur verið unnið í handritinu en heiti þáttanna verður "Kynlíf í Krummaskuði".
Reyndar tók hófið u-beygju og breyttist í frambjóðendapartý enda var mun skemmtilegra hjá Erlu Jónu og Fúsa en á kosningaskrifstofum bæjarins. En eins og kennarar og fylgifiskar þeirra hafa lært af nemendum sínum gekk þeim þó vel að halda áfram að skemmta sér og létu allt pólitískt kjaftæði fara inn um annað að út um hitt.
Í dag sunnudag var svo fermingarveizla á dagskrá, Dagmar Björk Heimisdóttir var fermd í Skálholtskirkju og öllum boðið í svaka veizlu að Borg í Grímsnesi. Frábær dagur, gott veður, gaman að hitta skyldfólkið, sjúklega góðar veitingar og allir mjög ánægðir með daginn. Pabbi hennar Elínar fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í morgun og var þetta litla ánægður með að komast austur fyrir fjall eins og hann var búin að stefna að.
Dagmar og fjölskylda á fermingardaginn.
Bless í bili, systurnar á Vallargötunni.
Flokkur: Bloggar | 6.5.2007 | 23:07 (breytt kl. 23:10) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er alltaf sama fylleríslíferni á ykkur systrum!! í sumar förum við allar í meðferð í Selá!!
Eydís Huld, 7.5.2007 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.