það á ekki af mömmu og pabba Elínar að ganga. Pabbi hennar kom heim af sjúkrahúsinu í gær eins og kom fram í síðasta bloggi, bati hans á réttri leið þrátt fyrir almennan slappleika. Allir nutu sunnudagsins saman, voru hressir og kátir. Um miðja aðfaranótt mánudagsins var svo komið að mömmu hennar að skreppa á bráðabirgðardeildina (sem er einhvernvegin meira heillandi með þessu uppnefni fjölskyldunnar). Hún var með mjög slæmt gallsteinakast og eftir flutning á Hringbraut, myndatökur og nokkra klukkustunda bið á 13-G sem er einmitt gengt 13-E (sem var heitasta deildin í síðustu viku) var henni skellt á skurðarborðið og hún losuð við forljóta gallblöðru og nokkrar steina sem þar höfðu gert sig aðeins of heimakomna.
Í kvöld var hún ótrúlega hress, var strax farin að staulast aðeins um og líðan eftir atvikum mjög góð.
Gott í bili, vonum að næstu fréttir verið bara góðar.
Flokkur: Bloggar | 7.5.2007 | 23:11 (breytt kl. 23:11) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að heyra að þið eruð á lífi systur! Ég var farin að sakna ykkar þar sem símasamband milli Vestmannaeyja og Sandgerðis er mjög slæmt En gott að heyra að gömlu eru að hressast, bið að heilsa þeim!!! Kv. frá okkur
Sæfinna (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 17:03
Hæ hæ, bestu kveðjur til Yngva og Gullu vonandi er bráðabrigðar-kvótinn þeirra búinn. Bið að heilsa ykkur í bili
Sigga (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:51
Knús og kossar til Yngva og Gullu og auðvitað til ykkar systra líka.
Kveðja frá rigningarKöben.
Auður Erla (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 07:15
Nú þarf ég að skamma Guðlaugu Yngvadóttur, það er ekki gaman að frétta það á netinu þegar "amma " manns veikist svona... vissi reyndar um Yngva minn.
Sendið þeim kossa og knús frá mér.
Knús Sp
Solveig Pálmadóttir, 10.5.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.