Gott að frétta

Jæja...... þá er ljóst að Sonja Bacon, aðrir rauðhærðir Evrópubúar og fjöldi íslendinga verðu að finna sér annan keppanda en Eirík rauða til að halda með. Ekki þýðir samt að hætta við að fylgjast með keppninni því annað eins tilefni til veisluhalda er fátítt, kosningar og Euro.

Annars eru heldur betri fréttir af Gullu og Yngva. Gulla reyndar með hitavellu sem þarf að skoða betur í samráði við læknana á morgun, laugardag. 

En hvað á nú að kjósa, þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Ekki skortir svörin og stóruorðin hjá frambjóðendum sem reyndar virðast vera sammála um flest þjóðmálanna þessa daganna. Það eina sem þeir eru ekki sammála um er ágæti hvers annars.

Eitt hefur þó vakið spurningar hjá mér. Hvers vegna er frambjóðendum, sérstaklega í Reykjavík stillt upp sem pörum með stjörnur í augum. Ég finn reyndar ekki sýnishorn í bili. En þetta eru t.d. Samúel Örn og Siv í faðmlögum utan á Smáralind og Þorgerður Katrín ásamt sínum herra á stóru skilti í Kaplakrika. Er þetta einhver ný tíska í stjórnmálafræði..... lýttu út eins og þú sért að halda framhjá með meðframbjóðandanum og atkvæðin eru þín. Miðað við hefðbundna íslenska fjölskyldu er þetta kannski það sem íslendingar ná að samsama sig við. Ég veit það svei mér þá ekki.

En þangað til næst, lifið heil og gangið hægt um gleðinnar dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha skemmtilegar vangaveltur um þessa fallegu frambjóðendur Kv. frá okkur

Sæfinna (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband