Síðasta helgi var nokkuð hefðbundin. Planið var frekar rólegt en svo tíndist eitt og annað til þannig að helgin var bara frekar strembin en skemmtileg. Guðrún fór í smá aðgerð á föstudag, allir kusu, mamma Gulla lenti enn inni á spítala en fór heim í tæka tíð til að kjósa og njóta laugardagskvöldsins með fjölskyldunni, Ronja fór í klippingu og svona ýmislegt.
Eins og áður sagði þá komumst við ekki áfram í Eurovision, öllum að óvörum. En partýin hjá Obbu og Davíð klikkuðu ekki, upphitun á fimmtudag og svo nutu nördarnir sín í botn á laugardaginn. Frábærir gestgjafar og gaman að horfa á söngvakeppnina með einhverjum sem hefur svona brennandi áhuga og vit á öllum lögunum. Yngvi pabbi hennar Elínar var reyndar með bestu taktana. Hann fann sér bók og slökkti á heyrnartækjunum. Þá var laugardagskvöldið alveg fullkomnað, gott partý, skemmtilegt fólk, góður matur og besta persónan úr Spaugstofunni með okkur. Já, já, Sigfinnur mætir oft í fjölskylduboð hjá okkur þegar við eigum síst von á honum.
Ronju fannst skemmtilegast að leika við Davíð. Hún hafði álíka mikinn áhuga á tónlistinn og Yngvi afi hennar. En reyndar voru þau nú með meðal skor í Euro-leik fimmtudagskvöldsins. En uppáhalds leikur hennar á laugardagskvöldinu var að sleikja hársvörð og hálsinn á Davíð. Davíð hafði e.t.v. ekkert á móti leiknum, það eina sem kom í veg fyrir að hann drægist á langinn var mikill eyrnablástur og almennt kítl.
Svo var það vinnuvikan, sem svo skemmtilega vill til að er einungis fjögurra daga. Margt hefur gerst, við fórum meðal annar í Ellingsen þar var hugmyndin að kaupa flaggstöng, sem reyndar gekk svo vel að fá að hún er komin hálfa leið upp hér úti í garði. Ekki svo að skilja að stöngin sé hér úti í garði í 45 gráðunum, heldur eru undirstöðurnar klárar bara eftir að bæta aðeins við jarðvegsfyllinguna og reisa gripinn. En fleira fylgir oft í kaupunum ef viðskipti eiga sér stað við góða sölumenn (gott að kenna öðrum um þegar manni dettur í hug að kaupa einhverja vitleysu). Á næstu dögum höfum við kannski fréttir af því, ótrúlegt vöruúrval hjá Einari Inga og félögum. Mánudagar eru ekki alltaf til mæðu.
Miklar framkvæmdir í garðinum og frábært fólk sem hefur hjálpað okkur Einar Ingi, Helgi tengdó og Arnar bró. Takk enn og aftur innilega gæs.
Ágúst Þór hélt stórtónleika ásamt örðum nemendum Tónlistarskólans seinni partinn á miðvikudaginn. Við létum okkur ekki vanta á annars frábæra tónleika. Aðeins eitt var þess valdandi að krakkarnir nutu sín ekki til fulls og áheyrendur fengu ekki notið þess sem þeir höfðu fram að bjóða. Óþæg og illa uppalin börn sem mörg hver voru í fylgd foreldra sinna sem sátu bara blýsperrtir í sínum sætum á meðan börnin höguðu sér eins og bavíanar aftast í salnum. Reynar ekki furða þó margir þessara foreldra hafi ekki þóst þekkja sín börn. Stór orð.... en lang flestir af krökkunum þarna inni voru til fyrirmyndar og stóðu sig rosalega vel allan tímann, það eru bara oft einhverjir svartir sauðir sem ná að spilla samkomum sem þessari.
Annars hefur maður verið frekar lamaður eftir sorgarfregnir sem við fengum á þriðjudaginn. Áslaug Anna vinkona okkar missti pabba sinn á mánudagskvöldið og hefur hugur okkar verið hjá þeim, henni og fjölskyldu hennar. Við sendum þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jæja nú á að draga fána við öll færi hmmmmmmmmm
l
Miðtún (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 22:07
kvitt kvitt
Erla Jóna (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.