Þá er fyrsti snjór sumarsins fallinn á suðvestur horninu og reyndar vonandi sá síðasti líka.
Hvorki meira né minna en tvö afmælisbörn áttu afmæli föstudaginn 18. maí. Yngvi pabbi hennar Elínar var 72 og Þórdís Thelma fæddist nákvæmlega 70 árum síðar og varð því 2ja ára.
Á föstudaginn höfðum við því ærna ástæðu til að flagga í fyrsta skipti á stönginni góðu. Um leið flögguðum við fyrir öllum þeim sem hjálpuðu okkur við að koma henni upp.
Góðir gestir voru hjá okkur í kvöldmat, Guðrún grillaði og við áttum frábært kvöld með tengdó, tengdó, Obbu, Davíð, Magnúsi Yngva, Einari, Sirrý og Andreu Önnu. Mikið étið, spjallað og söngurinn hljómaði þó lítið færi fyrir söngvökvanum, enda alveg óþarfi að skemma gott kvöld með of miklu af honum.
Obba og Andrea Anna fóru yfir það helsta í sólgleraugnatískunni. Þær voru hæstánægðar með útkomuna.
Á laugardaginn voru gestirnir, þá sérstaklega Magnús Yngvi þjóðnýttur í garðvinnu sem Elín hefur fengið á heilann að undanförnu. Nú er helstu vorverkunum lokið. Nú þurfum við bara að losa okkur við það sem eftir er af úrgangi og gróðursetja nokkrar Fagurlaufamispilsplöntur. Reyndar eru kartöflurnar heldur ekki komnar niður, þær bíða bara þrælspíraðar og fínar í bílskúrnum. Moldin sem við fengum reyndist því miður aðallega vera möl og sandur og þar til við höfum fengið skít, I Love it, þá bíða þær enn um stund. Nóg af grænfingrasögum okkar systra. Um kvöldmat á laugardag mættu Gulla og Steinar og að sjálfsögðu var grillveisla á Vallargötunni. Magnús Yngvi, amma Gulla og Yngvi gistu fram á sunnudag en Gulla og Steinar drifu sig aftur í bæinn þegar kvöldaði.
Elín fann enn nokkuð af garðverkum á sunnudag og gat því nýtt kaldaskítinn, úrhellisrigningu og hressilegt rok til hins ýtrasta og þrælaði Magnúsi Yngva út fram yfir hádegi. Um miðjan dag var svo pönnuköku-sunnudagsstemningin rifjuð upp. Elín skutlaði gestum helgarinnar í bæinn þegar hægðist á pönnukökuátinu.
Þegar kvöldaði tók við enn ein grillveislan. Nú var komið að Þórdísi Thelmu að halda upp á afmælið sitt. Hún fékk afa Helga og ömmu Guðný til að slá upp stórveislu eins og þeim einum er lagið. .
Það hefur aldrei verið gott að láta Guðrúnu komast of nálægt börnum, það sannaðist í afmælisboðinu. Hún var fljót að kenna Þórsísi Thelmu hvernig best væri að nota nýju nærbuxurnar sem hún fékk í afmælisgjöf. Þórdís var hæstánægð með gripinn og vildi hafa þær á höfðinu eins og frænka allt kvöldið.
En helstu fjölskyldumeðlimir voru mættir að frátalinni Eydísi Balí-fara sem er að fíla'ða á Balí.
Guðrún og Ronja voru duglegar að passa sem aldrei fyrr og nýttu tækifærið til að dekra við krakkana.
Allir fengu sopann sinn. Gott að eiga stóra bræður og góða frænku.
Ronja var líka liðtæk í barnapíustörfunum þó hún gæti hvorki gefið Tinnu að drekka né lesið fyrir hana fannst henni voða gott að kúra bara hjá henni.
Annars hefur vikan verið frekar hefðbundin, nóg að gera í vinnunni og alltaf jafn gott að koma heim. Gleði Ronju og ánægjan sem hún leynir ekki er skilyrðislaus. Það virðist alltaf vera jafn gaman að fá mömmurnar sínar heim.
Góðar stundir. Kannski læt ég mynd af garðklippunum sem við keyptum í Ellingsen í síðustu viku fljóta með bloggi síðar í vikunni.
Flokkur: Bloggar | 23.5.2007 | 21:02 (breytt 24.5.2007 kl. 11:33) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
KV: Miðtún
Erla Jóna (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:39
Ætlaði að vera voða fyndinn en hafði svo ekki hugmyndaflug til þess. Össss þessi mjólkurþoka er alveg að fara með mig, fer að koma að því að ég hjala bara eins og Flókalúsin! Note to self: umgangast meira af fullorðnu fólki.
Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 14:40
Til hamingju með afmælisbörnin um daginn.
Kveðja frá Köben.
Auður Erla (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.