Einu sinni lásum við um mann sem efnaðist á því að skipta á hlutum á e-bay. Hann byrjaði á einni rauðri bréfaklemmu, skipti henni fyrir aðeins verðmætari hlut og honum fyrir annan aðeins verðmætari þangað til hann, að okkur minnir eignaðist hús.
Svolítið svipað gerðist hjá okkur...... Nema hvað við skiptum ekki á neinu og efnuðumst ekki neitt..... heldur var það keðjuverkunin sem var svipuð. Svona eitt leiðir af öðru.
Við erum með nokkur tré í garðinum hjá okkur, það þarf ekki að klippa þau eða snyrta á næstu árum en við erum með nokkra rósarunna sem tími var komin á að snyrta. Þess vegna héldum við í Ellingsen og keyptum klippur. Mjög fínar, einfaldar, ódýrar klippur.
Þar sem við vorum komnar í búðina fórum við að sjálfsögðu að labba um og skoða vöruúrvalið hjá Einari Inga og félögum og eins og við sögðum frá um daginn þá fórum við út með flaggstöng. En sögunni fylgdi ekki að við keyptum líka fellihýsi. Já, bara fellihýsi sem maður dettur oft niður á og kaupir bara, SP-langaði svo mikið að eiga þannig með okkur. En sagan er ekki öll. Mazda-6 er mjög góður bíll en það fer henni ekkert sérstaklega vel að draga 10 feta fellihýsi sem vegur tæplega tonn. Nú voru góð ráð dýr. Til að gera langa sögu stutta þá skiptum við um bíl líka. Tengdó, Davíð og fleiri voru endalaust hjálplegir við valið. Takk strákar.
Varúð! Ef þið eigið rósarunna í garðinum sem þarf að klippa þá skal ég bara lána ykkur klippurnar okkar :)
Svo þegar allar þessar græjur eru komnar fyrir utan húsið, nýklipptir rósarunnar, flaggstöng, fellihýsi og nýr bíll þá þýðir ekki að sitja heima og lesa. Á laugardagsmorgun héldum við því af stað í fyrstu ferðina. Helgi og Guðný, mamma og pabbi Guðrúnar hættu sér með okkur í fyrstu ferðina og nutum við góðs af fjölmörgum bráðnauðsynlegum atriðum sem þau bentu okkur á í ferðinni. Staðarvalið var líka innan öryggismarkanna, Hella - Árhús. Þar áttum við frábæra helgi í góðra vinahópi. Mamma og pabbi Elínar voru í Hvolsvelli og kíktu við hjá okkur. Sibba og Flóki komu og gistu fyrri nóttina hjá Helga og Guðný. Sigga, Hulda, Rán og Þórunn létu líka sjá sig og hin síðast nefnda gisti fyrri nóttina hjá okkur. Gulla, Steinar og Magnús Yngvi komu á sunnudeginum, grilluðu með okkur og Magnús Yngvi gisti hjá okkur þá nótt.
Elín fór í jarðarför, við heimsóttum ömmu Laugu á Hvolsvelli, fórum í gönguferðir og nutum þess að vera í ferðalagi.
Hér eru Guðrún og Helgi að grilla eins og þeim einum er lagið. Sibba fylgist spennt með og augljóst að við munum sjá meira af henni á tjaldstæðum landsins í sumar.
Flóki kunni rosalega vel við sig. Hann hefur ekki enn þróað með sé 101-rætur eins þær sem halda pabba hans í heljargreipum í Reykjavík.
Sibba og Flóki á góðri stund á Hellu.
Ronja, Santa Fe, Guðrún og fellihýsið sem Jæja-konur kalla "Rósarunnann".
Sigga hefur aldrei átt í vandræðum með að æsa upp börn. Flóki naut góðs af því og var þvílíkt hrifin af henni.... og hún af honum. Bara gaman í Runnanum hjá þeim.
Svolítið mikil sól, Gulla systir, á móti sól.
Malli og Ella höfðu nóg að gera við að prófa allar græjurnar. Ronja var líka rosalega spennt yfir þessu öllu saman.
Fallegt vor á Hellu.
Við komumst að því að margt hefur breyst í "ferðalagabransanum" á undanförnum árum.
Ef við hefðum farið eftir þessu skilti þá hefðum við ekki komist inn á tjaldstæðið og líklega heldur ekki hjólhýsin (sem virðast vera það allra heitasta).
Nú finnst öllum sjálfsagt að komast í rafmagn á hverju tjaldstæði (okkur dugði vel rafmagnið af sólarsellunni, reynum að vera umhverfisvænar sjáið til :)
En sú var tíðin að fínt þótti að hægt væri að komast í rennandi vatn.
Flokkur: Bloggar | 31.5.2007 | 19:59 (breytt kl. 20:06) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að heyra að allt gekk vel í ferðini hjá ykkur
Miðtún (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:39
Til hamingju með nýju garðklippurnar, já og líka allt hitt smotteríið sem þið keyptuð í leiðinni Grétar Þór er spenntur fyrir útilegu í sumar!!!
Sæfinna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 21:28
ja hérna, það er aldeilis uppi á ykkur tippið þarna í Sandgerðinni ..
Fara inn í búð til að kaupa rósarunnaklippur en koma út með fellihýsi, fánastöng og jeppling í ofanálag..
Þið eruð æðislegar..
Mikið er gaman að sjá allar þessar myndir og hann Flóki er alger töffari með þessi sólgleraugu..
Farið vel með ykkur og vonandi kemst ég með í ferðalag í nýja monthýsið einhver góðan veðurdag..
Linda (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 14:27
Það er nú ýmislegt hægt að kaupa í Ellingsen Þórunn mín þó maður skilji veskið eftir heima Það er alltaf allt UPP í Sandgerði Linda mín.... vertu velkomin í "monthýsið" hvenær sem er Hafið það nú sem best um helgina ..............
ronja06, 1.6.2007 kl. 14:52
Hæ hæ og takk fyrir síðast þetta var bara gaman. Held að ég hafi toppað síðustu 3-4 mánuði á hjólinu en ég held að maður hafi bara engu gleymt (hahaha). Hafið það gott og eigið góða helgi, sjáumst!!!
Sigga Sig (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.