Júní

Síðustu þrjár vikur hafa verið fljótar að líða. Lífið hefur gengið sinn vana gang, helst hefur verið tekið á því um helgar.

1. - 3. júní - Sjómannadagshelgin. Ætlunin var að fara í útilegu en veðurspáin var allt annað en spennandi og hún rættist að þessu sinni. Rigning og rok alla helgina þannig að við vorum fegnar að vera heima. Sandgerðingar geta skammast sín fyrir hátíðarhöld og heiðrun sjómanna, það var ekki einu sinni flaggað við opinberar byggingar. En dagskráin var ansi rýr en við flögguðum og hugsuðum hlýtt til Gunna kafara, Sævars pabba hennar Bergnýja, Sævars hennar Bylgju, Ingó frænda og annarra hetja hafsins.

Vikan leið, skólaslit hjá Elínu og sviptingar í stjórn skólans. Það væri til að æra óstöðugan að fara að tala um að hér. Höldum okkur við skemmtilegri hluti hér.

floki_skagi8. - 10. júní - Ætlunin var að eyða helginni í Hvalfirði, okkur langaði að fara eitthvað út úr bænum en nenntum ekki að keyra í marga klukkutíma. Hvalfjörðurinn var fallegur og tjaldstæðið við Þórisstaði mjög huggulegt að sjá þar til Elín fór út úr bílnum. Þá varð hún fyrir svipaðri reynslu og Sibba hér um árið þegar hún fór út úr bílnum í Galtalæk, hún breyttist í microphone. Flugnagerið var þvílíkt að manni leið eins og mykjuskán. Ekki var um annað að ræða en að breyta ferðaáætluninni og færa sig um sel. Við ókum af stað aftur og keyrðum um Svínadalinn, mjög fallegar sveitir sem við höfðum ekki séð áður. Þar sem farið var að kvölda ákváðum við að keyra að Akranesi. Þar er þetta fína tjaldstæði og úr varð þessi fína helgi í notalegheitum. Á laugardegi fóru við á fótboltaleik, annars flokks stelpur í Reyni unnu stór sigur á ÍA stelpum. Flóki lét sig ekki vanta og kom við hjá okkur á leið sinni í Húsafell, þar sem hann og mamma hans og pabbi eyddu kvöldinu.

e_karenErla og Fúsi kíktu líka við og borðuðu með okkur kvöldmat. Karen og Hildur létu aðeins sjá sig á leið sinni á Rokkdaga í Borgarnesi. Karen hringdi um kvöldið mjög svekkt yfir að hafa misst af hljómsveitinni "Soðin skinka" en beið spennt eftir að "Hundur í óskilum" stigi á svið. Eitthvað sem maður ætti að skoða á næsta ári kannski :)

 

g_fusi_bolti

Boltaleikur á Akranesi.

 

karen_bolti 

 

 

 

nilli_2

 

Nilli ásamt eiginkonum sínum og barni. Hann þarf tvær ef hann ætlar að ná Arnari fyrir 35 ára afmælið. 

g_uti

Guðrún á göngu á Langasandi að svipast um eftir gæjunum af Kútter Haraldi.

floki_labbar15. - 17. júní - Nú var komið að árlegri fjölskylduútilegu Guðrúnar og hennar nánustu. Við héldum sem leið lá að Laugarlandi í Holtum. Mættir voru Elín, Guðrún og Ronja, Sibba, Nilli og Flóki, Eydís, Helgi, Guðný og 3/5 af Suðurgötugenginu (Sandra Dís, Dagbjartur Heiðar og Helgi Þorsteinn), Erla, Fúsi og Ágúst Þór. En Flóki hefur nú verið með í öllum útlegum sumarsins sem er ekki slæmt afrek hjá tæplega fimm mánaða gutta.

 

ag_flokiFlottir í ferðalagi á Laugarlandi, Ágúst Þór og Flókalúsin.

Heiðurshjónin Rán og Gilli eru nýju tjaldverðirnir að Laugarlandi, það var gaman að hitta þau og við fengum frábærar móttökur. Þau flýðu reyndar til fjalla á laugardagsmorgni en Þórunn og Sigga létu sig ekki vanta í kvenfélagspartýið á laugardagskvöldinu. Á laugardagskvöldið fengum við líka góða nágranna í rjóðrið hjá okkur þegar Ingunn og Haddi, tengdasonur Gullu Sig. mættu á svæðið. Góður laugardagur í sundi, leikjum, spilamennsku og almennum útilegu æfingum með kvissi.floki_zz
Þjóðhátíðardagurinn fór að mestu í fluguát við Tangavatn þar sem ætlunin var að renna fyrir fisk í blíðskaparveðri. En við komum ekki heim með neitt nema öngulinn í rassinum. Annars bara góð helgi í góðu veðri og enn betri félagsskap.

 

helgi_perlaHelgi Þorsteinn og Perla.

 

 

 

 

gs_veida

 

 

 

Pæjur að veiða í Tangavatni.

 

 

 

sd_veidaSandra og Dagbjartur að veiða.

 

 

 

 

 

helgi_vieda

Helgi Þorsteinn. "Afi kastar útí en ég veiði og veiði". 

 

 

 

 

totaÞúfu-veiði-drottningin, Þórunn frá Ási, skartar hér sínu fegursta á bakkanum, klár í að landa.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég fegin að fellihýsið safnar ekki ryki við húsvegginn! stefni að því að komast í útilegu með ykkur einhvern tímann!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:06

2 identicon

Nilli með tvær eiginkonurnar

Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 11:00

3 identicon

Hæ gamla mín (Elín sko)...datt bara inn á þessa skemmtilegu síðu hjá ykkur og ákvað að kvitta...er það ekki bara almenn kurteisi annars  

En vá hvað það er allt of langt síðan við hittumst, þið látið kannski sjá ykkur næst þegar þið kíkið í Eyjarnar...ég á orðið eitt stykki son a.k.a. "prinsinn á bauninni" a.k.a. "einkasonurinn", íbúð og station bíl (já ég er ekki að djóka) samt er ég ennþá jafn skemmtileg og á Valhallarárunum góðu...hahhaha en það er kafli í góða bók.....

Vonandi sé ég ykkur pæjurnar bráðlega (kannski á goslokum eða þjóðó?? hver veit??? jú auðvitað þið,,,,)

by the way,....hér er slóðin á síðuna hjá karate kid http://www.barnaland.is/barn/45558 ef þið viljið kíkja við....

endalaus kveðja og knús til ykkar og vonandi munið þið eftir mér (annars væri þetta kjánalegustu skilaboð ever....híhí)

kv. frá Eyjum

Rósa Gunnars

Rósa í Eyjum (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 23:57

4 identicon

Sæll Gunni!

Kærar þakkir fyrir að skarta þínum fallegasta bleika lit þann 19. júní sl. Þú klikkar ekki og stendur þétt við bakið á okkur konum.

Hvað úrslit gærdagsins varðar þá held ég að þið Eyjamenn kallið svona lagað "Tæknileg mistök" og við minnumst ekki á þennan leik meir!

Kveðja E. 

Elín Y. (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband