Nú er ekki um að villast, það er sumar í Sandgerði. Rósirnar springa út hver af annarri og Ronja elskar að vera úti að leika sér.
En frá því að við blogguðum síðast höfum við brallað ýmislegt. Helginni 22. - 24. júní eyddum við á Hvolsvelli og í Fljótshlíð. Við hittum ömmu Laugu og vorum ekki langt undan þegar hún kvaddi þennan heim, sunnudaginn 24. júní sl.
Við, systurnar á Vallargötunni og Ronja gistum á tjaldstæðinu við Langbrók ásamt Mömmu Gullu, Yngva pabba, Obbu, Davíð, Gullu og Magnúsi Yngva. Það er tjaldstæði með mikla möguleika sem staðahaldarar gætu jafn vel nýtt enn betur með bættri hreinlætisaðstöðu, en það er önnur saga. Fanney, Árni og börn voru líka stödd á tjaldstæðinu á ættarmóti hjá Árna ætt sem svo skemmtilega vildi til að er líka föðurætt Sverris Más. Þannig að við hittum líka Áslaugu Önnu, Sverri og Sigurð Karl. Falleg en erfið helgi í Fljótshlíðinni. Miðvikudaginn 27. var kistulagning og laugardaginn 30. júní fór jarðarförin svo fram. Dagarnir hafa verið frekar rólegir og lífið haldið áfram sinn vanagang.
Höfum umgengist Flóka og fjölskyldu óvenju mikið undanfarið þar sem foreldrar hans gistu í Sandgerði alla síðustu viku. Flókalúsin er bara frábær og gaman að fylgjast með honum, hann er að taka svo miklum framförum á hverjum degi. En það sem verra er að pabbi hans, snillingurinn Nils Kjartan er búin að koma sér upp mjög skemmtilegu stefi sem líkist á nokkurn hátt Flugger-auglýsingu. Þetta eru alveg drepfyndnar hreyfingar við rulluna "Halló, litli kall, litli, litli, kall - Halló, litli kall, litli, litli kall......... ahá". Krakkagreyið grenjar úr hlátri yfir pabba sínum en það sem meira er að allir viðstaddi gera það líka sem væri bara skemmtilegt ef lagið og rullan væri ekki þannig gert að þetta gjörsamlega límist í hugann á manni. Semsagt Níls lítandi út eins og hreyfihömluð strengjabrúða með Sólheimaglott á rósrauðri vör, syngjandi áður nefnt stef hefur, nær stöðugt, setið í huga okkar undanfarna daga.
Magnús Yngvi er orðinn 15 ára og að sjálfsögðu buðu þau mæðginin og Steinar til svaka veislu í tilefni af því. Alltaf gaman að hitta þau, til hamingju með afmælið, enn og aftur, Malli.
Á leiðinni í afmælið hjá Malla skruppum við upp í Kjós með sumarblóm á leiðið hjá Skottu. Þar inni í sveit sáum við þvílíkt flottan spaða sem við urðum að taka mynd af, sérstaklega fyrir Sibbu (sem stundum líkist sveittri rollu með harðlífi).
Fanney Snorra sem er rétt nýorðin 30 ára gat loksins nýtt sér afmælisgjöfina frá okkur kennó-vinkonunum en Sigga Lára og Bergný fylgdu henni í þokkalegt dekur í Laugum en við fórum svo með þeim út að borða að því loknu. Við hittumst á Tapas-bar og þar klikkaði hvorki maturinn né þjónustan frekar en fyrri daginn og við skemmtum okkur frábærlega og nutum góðra kræsinga.
Auður, Jói og börn að fara í bústað og svo skemmtilega vill til að Sæfinna, Sindri og börn eru líka að fara í bústað á svipuðum slóðum, stefnum á að reyna að hitta á þau á næstu dögum.
Kveðjum í bili, gangið hægt um gleðinnar dyr og elskið náungann.
Flokkur: Bloggar | 4.7.2007 | 16:07 (breytt 5.7.2007 kl. 09:04) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá ykkur systur. Kv. Sæa pæa og co
Sæfinna (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:06
Hilsen frá hreyfihömluðu strengjabrúðunni (sem vill benda á að hann samdi ekki þessa auglýsingu!) og rollunni með harðlífi , Flókalúsin er amk eðlilegur.......
Sigurbjörg Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:08
Hæ hæ ég er komin í heimsókn....looooksins. Sit reyndar á kaffihúsi núna að bíða eftir Fanney.
Hvernær ætli ég kíki næst við hérna....hmmmm
Hafið það sem allra best stöllur
Bergný (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 11:57
kvitt, kvitt.
Fanney (þrítuga)
Fanney Snorradóttir (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.