Síðustu vikur höfum við alveg komist hjá því að blogga. Ef við hefðum gert það þá hefðum við e.t.v. fjallað um ferðalögin sem við fórum í, sumarfríið, gestina sem við fengum, heimboðin sem við fórum í, breytingar í vinnunni hjá Elínu, hugmyndirnar sem við fengum, framkvæmdirnar hér heima og fleira mjög áhugavert. Vonandi lendum við oftar í því að blogga á næstunni. Það hljóta að vera ótrúlega þolinmóðir lesendur sem sjá þessa færslu.
Hér eru myndbrot af broti af því sem aldrei var bloggað um.
Elín baðaði sig í náttúrulegri laug við Flókalund í sumarfríinu ásamt Bergný og Guðrúnu. Elín heimtaði að vera ein á þessari mynd.
Við, við Rauðasand eftir að hafa gengið út á Sjöundaá og fundið fyrir verulegum reimleika.
Lundi við Látrabjarg, hann var þarna ásamt mörg hundruð þúsund frændum sínum sem tóku vel á móti okkur, Ronju, Bergný, mömmu(Guðný) og pabba(Helga).
Hér eru Hjalti, Eyrún og Guðrún um borð í Lagarfljótsorminum. Við fórum saman í siglingu frá Atlavík um Lagarfljót ásamt Obbu, Davíð, Sigga Magg. og Óla Birni. Ronja og Sigga hans Sigga fóru í gönguferð á meðan.
Guðrún hélt upp á afmælið sitt þann 26. júlí með því að keyra frá Djúpavogi og heim í Sandgerði. En eins og alþjóð veit hefur hún aldrei sett vegalengdir og ferðalög fyrir sig stúlkan.
Áður en haldið var af stað bauð Davíð til veislu á Djúpavogi, tertur og kaffi. Hér er Guðrún með Davíð veislustjóra, konu hans og Sigga syni hans, rétt um það leiti sem veislan var að hefjast.
Dætur hans Jobba frænda komu í heimsókn að norðan, með mömmu sinni.
Elísabet, Fríða Kristín og Katrín Dóra er með Guðrúnu.
Guðrún lærði að hjóla á Þingvöllum.
Af því tilefni ákvað hún að fara í gönguferð með tengdapabba sínum.
Guðrún, Sæfinna og Steinar uppi á Heimakletti.
Flóki er komin með 7 tennur.
Ronja er mjög stolt af honum.
Elín hefur sjaldan þurft að neita jafn mörgum biðlum og í sumar. Þessi var alveg vitlaus í hana en hún náði að sannfæra hann um að það væru fleiri fiskar í sjónum.
Magnús Yngvi fékk tvo þaulvana djammara til að leiðbeina sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sigga, Magnús Yngvi og Þórunn í æfingabúðum á góðri stund.
Sæfinna og börn hennar Grétar Þór og Sara voru með okkur eina nótt í fellihýsinu yfir Töðugjöldin á Hellu.
Að lokum: það er oft ótrúlega fallegt að horfa yfir að Snæfellsjökli.
Flokkur: Bloggar | 20.8.2007 | 23:10 (breytt 21.8.2007 kl. 10:04) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kvitt kvitt já frábært sumar bara gleði
Miðtún (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 00:47
Hæ hæ!! Gaman að sjá nýja færslu, þó fyrr hefði verið!!!! Takk fyrir síðast systur og verðum í bandi
Sigga (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:09
Hæ.......rosa flott blog og vonandi verði þið duglegar að blogga...
Kv. Magnús Yngvi Einarsson
Malli (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:55
a
a (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 23:55
Það var mikið, þið eruð semsagt á lífi. Oh hvað ég hefði verið til í að vera á töðugjöldum en minn tími mun koma.
Kveðja frá Köben.
P.s. sakna ykkar.
Auður Erla (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 11:52
aríba aríba það kom blogg;);)
þið eruð bara næstum því jafn duglegar að blogga og ég í sumar!
knús og koss og takk fyrir að ræna öllum hárunum af mér!
Eydís Huld, 22.8.2007 kl. 23:20
Hahaha ég las bara Arabía Arabía :) púlli ég!!!
Allavega við kvittum fyrir innlitið, Liam Daði segir bara voff vofff og langar agalega að pota í augun á Ronju ahahah;0)
Kv frá Eyjum
Sigga og Liam Daði (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:25
Hæ hæ
Varð nú bara að kvitta fyrir mig fyrst ég datt inn á þessa síðu, veit þá af henni núna og á eftir að kikka oftar kveðja frá Hellunni
Elína Stolz (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.