Við fengum góða gesti til okkar á Sandgerðisdögum og skemmtum okkur vel með góðu fólki. Mamma (Gulla) koma á föstudaginn. Hún fékk nú ekki betri móttökur en það að við vorum út að stjórna ratleik fyrir yngri kynslóðina þegar hana bar að garði. Það kom þó ekki að sök og nutum við helgarinnar saman ásamt Öllu systur hennar sem kom um miðjan dag á laugardag, Flóka sem fékk að passa okkur yfir miðjan daginn og Obbu sem kom og eyddi með okkur laugardagskvöldinu auk fjölda Sandgerðinga og gesta. Á kvöldvökunni rákumst við á Sirrý og Andreu Önnu sem voru með okkur restina af laugardagskvöldinu, óvænt ánægja að hitta þær og sem fyrr lýsti Andrea Anna allt upp í kringum sig og lék við hvern sinn fingur.
Einn af þeim sem kíktu við var prinsinn á gula hjólinu, Jóhann Ívar. En eins og flesti vita þá höfum við systurnar ekkert vit á því hvernig nýtast má við karlmenn svo við höfðum hann bara fyrir utan hjá okkur í tilefni af því að við búum í gula hverfinu.
Jóhann Ívar heillaði reyndar Bylgjutrukks-gaurana og dingluð þeir uppá hjá okkur á laugardaginn með góðar gjafir í farteskinu. Þar á meðal var áskrift að Syn-2 næstu 6 mánuði þannig að "nú mega fuglarnir fara að vara sig" því væntanlega vitum við í framhaldinu allt um Enska boltann og stigin fara að hlaðast inn í getraunaleik Garðars á www.123.is/gardar .
Þar til næst............ ower and out !
Flokkur: Bloggar | 27.8.2007 | 23:11 (breytt kl. 23:24) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Asskoti líst mér vel á að hafa haft drenginn bara fyrir utan hús, enda karlmenn ekki í húsum hæfir.. mér sýnist hann hafa gert sitt gagn þó úti væri, því út af honum getiði nú horft á boltann í heila 6 mánuði..
Mikið hlakka ég til að komast heim og kíkja á ykkur systur.. það er alltaf svo mikið um að vera hjá ykkur..
Lía biður að heilsa Ronju..
Linda (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 14:47
Hvaðan fenguð þið þetta nafn á kappann og já til hamingju með Sýn. Nú verður maður tekinn rækilega í rassgatið í tippinu.
Auður Erla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:32
Bíddu bíddu bíddu........prinsinn á gula hjólinu.....prinsinn hvíta hestinum........ og maður klikkaði að mæta, uss uss. Maður er greinilega alltaf að klikka á þessu. Það er ekki nema von að aðstæður eru eins og þær eru ;-). Ég læt mig ekki vanta næst þegar þessi gaur sýnir sig!!! En ÚFF HVAÐ ÞAÐ ER KVASST!!! Til hamingju með vinninginn enn og aftur!
Sigga (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 22:23
Bíð spenntur...
Garðar (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 18:27
já bara gaman að vinna og til hamingu með það nú hætti ég bara með sýn 2
miðtún (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 19:38
Össss, og við ekki nefnd á nafn sem gæddum okkur á humri, grásleppu og fleira góðgæti hjá ykkur á laugardagskvöldinu!!!!!! Maður er greinilega ekki lengur merkilegur pappír
Takk fyrir okkur annars og Flóki er til í að passa ykkur hvenær sem er ....
Sigurbjörg J. Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:27
Sælar systur og takk fyrir síðast! Fínasta skreyting hjá ykkur, og gott að vita að páskaskrautið getur nýst oftar ein einu sinni á ári. Kv. Sæa pæa og co
Sæfinna (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.