Sælir dyggu lesendur. Við erum á líf. Við tókum upp á því að láta leggja nýtt neysluvatn hjá okkur, skiptum um öll gólfefni, settum upp nýja eldhúsinnréttingu og endurnýjuðum allt á baðherberginu auk þess að skipta um innihurðar. (En takið eftir að við erum enn með sömu fataskápana). Af þessum sökum hefur mikið af okkar tíma farið í þessa vinnu og ekki mikið næði eða aðstaða til að setjast niður og blogga.
Svona er Guðrún t.d. búin að vera:
Elín (mjög kvenleg og sæt) og Helgi, pabbi okkar og yfirsmiður.
Ronja var orðin rosalega þreytt á þessu róti en hefur nú tekið gleði sína á ný þegar við sjáum fyrir endann á þessu öllu.
Við reynum svo að henda inn myndum af húsinu eins og það lítur út núna fljótlega. Við erum allavega rosalega ánægðar með breytingarnar og þvílíkt þakklátar öllum þeim sem eru búnir að koma við hjá okkur og leggja hönd á plóginn með okkur.
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá að þið eruð á lífi, og til hamingju mað allar breytingarnar. Kannski að maður fari að láta að verða af því að kíkja á ykkur.
Kveðja frá Selfossi, Anna Rún og co
Anna Rún (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:38
Nei góðan dag og velkomnar á fætur!!! Bíddu bíddu á bara að hafa gömlu skápana ha??? Nei grín ;-) Nú verður maður að gera sé ferð og skoða "nýja" slotið. Gaman að sjá að þetta sé allt að smella svona vel hjá ykkur.
síjú leiter
Sigga (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:54
naujj bara búið að blogga það eru greinilega að koma jól!!
ég geri ráð fyrir að þessar þakklætiskveðjur séu eingöngu ætlaðar mér þar sem ég held ég hafi hjálpað ykkur akkúrat ekki neitt...ömurlega systirin!! en sorry ég bara kann ekki að setja upp eldhúsinnréttingu, þeir eru hættir að kenna manni svoleiðis í lyfjafræðideildinni
knús
Eydís Huld, 8.12.2007 kl. 22:23
sælar systur. fegin að sjá blogglíf hjá ykkur! við gunni minn þökkum velgjörðirnar um daginn og það var gaman að sjá hvað allt er orðið fínt hjá ykkur. svo látum við vita með góðum fyrirvara næst þegar við komum svo að elín geti bakað skinkuhorn fyrir gunna... knús og kossar!
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:55
Velkomnar aftur, var alveg að fara að gefast upp á ykkur.
Auður Erla (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.