Helgin

Jólin eru að nálgast það er ekki um að villast. Samt sem áður tókst okkur að eiga mjög notalega og góða helgi í jólastússi og fjölskyldufaðmlögum (Elínar megin).

Byrjuðum helgina á því að drífa okkur í bæinn og fara með Ronju í jólaklippinguna. Á meðan hún lét dekra við sig (held reyndar að hún væri alveg til í að sleppa þessu "dekri") á hundasnyrtistofunni Hundaæði-Dísu, fórum við í snittur og mús hjá Sibbu, Nilla og Flóka. Ótrúlegt hvað þau geta hrist fram úr erminni. Held reyndar að það geti eitthvað tengst veisluhöldu vinnuveitenda en það kemur mér ekkert við. Flóki klikkaði ekki og lék við hvern sinn fingur á meðan á heimsókninni stóð. Það er alveg merkilegt með hann hvað hann er frábær, enda ekki von á öðru eigandi þessa frábæru foreldra og frænkur. Sóttum Ronju og kíktu aðeins á mömmu, pabba og Magnús Yngva sem var í heimsókn hjá þeim og eftir að hafa farið vandlega yfir veðurspána var ákveðið að leggja land undir fót daginn eftir og kíkja austur.

Við voru að sjálfsögðu ekkert að flýta okkur af stað, stoppuðum aðeins hjá Sigríði "sjömanna" og fengum okkur kaffi í Olís á Hellu en vorum komin austur undir Eyjafjöll um miðjan dag. Komum fyrir ljósakrossi á leiði ömmu og afa hennar Elínar í Eyvindarhólakirkjugarði og kveiktu á kerti í leiðinni. Okkur til mikillar ánægju sáum við ljós í bústaðnum hjá Erlu systur hans pabba og að sjálfsögðu kíktu við í kaffi. Ekki var að spyrja að hlýlegum móttökum og skemmtilegu spjalli á þeim bænum. Bara gaman að hitta þau hjónin og eina af dætrum þeirra.

erla_pabbi

Erla og pabbi hennar Elínar.

Aftur var ekið til baka og komið við að Hlíðarenda fórum með kerti á leiðið hjá ömmu Laugu og afa Sæma. Alltaf ákveðin jólastemning og friður að kíkja í kirkjugarðana svona fyrir jólin. Þegar við komum aftur í bæinn með dofinn afturenda eftir að sitja í bílnum beið okkar kvöldverður hjá Obbu og Davíð í Grafarvoginum. Ánægjulegt kvöld og þar gistum við fram á sunnudag.

Fórum aðeins í búðir fyrripartinn á sunnudaginn og náðum sem betur fer að losa okkur við nokkur þúsund. Um miðjan dag vorum við svo heppnar að fá strák að láni. Grétar Þór Sindrason var mættur í bæinn með mömmu sinni og Söru og fékk að koma með okkur að skera laufabrauð hjá Gullu, Steinari og Magnúsi Yngva. Þangað var búið að hóa saman hálfri ættinni og áttum við virkilega skemmtilegt eftirmiðdegi. Hér eru Grétar Þór og Guðrún að sýna list sína sem laufabrauðsútskurðarmeistarar (Grétar Þór og Davíð fengu verðlaun fyrir flottustu kökurnar)

gsh_gretar_thor 

gsh_gretar_thor2

Á meðan hinir fullorðnu voru að steikja laufabrauðið skellti Grétar Þór sér einn rúnt um bílskúrinn á jeppanum.

gretar_thor

Annars endaði kvöldið með því að fara í hundana þegar Ronja, Gúndi, Brynja, Blanco og Negro fengu öll að hittast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyhey... ekki alveg svona hratt!

Fyrst þarf maður að bíða í næstum tvö ár eftir færslu og svo kemur næsta eftir fjóra daga!!!

Hvað haldiðað'jésé???

Garðar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 07:54

2 identicon

Blessaður Garðar. Ég gleymdi að geta þess að ég hitti þig næstum því. Ég rak nefnilega inn nefið heima hjá Kristbjörgu og Helga og hitti fyrir Sæfinnu, Kristbjörgu, Elís, börnin á bænum og næstum því þig.

Nú verður bara vonandi ekki meira en vika á milli færslna.

Elín Y. (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:45

3 identicon

kvitt  kvitt þori ekki öðru

miðtún (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:29

4 identicon

Verð nú að taka undir með Garðari. En fyrst þið eruð búnar að taka allt í gegn hjá ykkur þá megið þið koma og klára baðið hjá mér

Kóngurinn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 15:35

5 identicon

Takk fyrir strákinn. Þið redduðuð Íslandsferðinni í þetta skiptið fyrir prinsinn frá Vestmannaeyjum sem er alltaf jafn jákvæður í Reykjavík. Hann var ánægður með laufabrauðsgerðina og bíóferðin toppaði svo allt saman. Kv. Sæfinna

Sæfinna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband