Gleðilegt nýtt ár, kæru vinir og hið liðna.
Lítið hefur verið bloggað á síðustu dögum enda í nógu að snúast. við höfum að sjálfsögðu haldið jól með fjölskyldum okkar, hitt nokkuð af vinum okkar, unnið aðeins og haft það gott frá því síðast.
Auk almennra jólaboða höfum við hitt Jæja-konur á góðri stund, farið á ball, fengið góða gesti og notið þess að vera til.
Við höfum verið nokkuð duglegar og tekið ærlega í gegn bæði utan húss og inna.
Verið duglegar að ferðast og skoða landið okkar.
Fylgt elskulegri, bestu ömmu í heimi til grafar.
Börnin á Suðurgötunni dafna vel og njóta þess að vera til og ....
eiga góða "kænku" sem elskar þau af öllu hjarta.
Malli "litli" er orðin stór...
Karen og Sören litu við í dag... gamlársdag.
Bara sætur peyi
Með Guðrúnu... hún er bara ágæt... skil reyndar ekki af hverju allir babbla bara eitthvað bull...... kann engin ensku hér eða hvað ? ?
Gert verður hlé að bloggfærslu til að horfa á skaupið.
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ, gleðilegt ár kæru vinkonur og takk fyrir allar góðu samverustundirnar á liðnu ári, sjáumst hressar, as always .
Hulda biður að heilsa.........hahaha
Sigga (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:58
Til hamingju með daginn Ella mín og hafðu það alveg hrikalega gott í dag. Ég frétti að við hefðum misst af alveg hrikalegu djammi með ykkur:) tek það út þegar ég verð búin að fá krílið mitt. Já og líka gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Þúsund kossar og knús:)
Áslaug og co (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 18:07
Gleðilegt ár elsku vinkonur og takk fyrir þau liðnu.. Mikið er hann sætur hann Sören litli..
Hlakka til að lesa fleiri pistla á nýju ári svo ég geti sagt Líu hvernig hundalífið á Íslandi sé.. Hún er alltaf voða spennt að heyra fréttir af Ronju vinkonu sinni ..
Takk fyrir símtalið Guðrún, það var frábært að heyra í þér..
Bestu kveðjur úr rúmlega frosinni Groton..
Linda (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:23
Til lukku með daginn elsku Elín mín og Guðrún, til hamingju með þá gömlu ;) .. Vona að þið eigið alveg yndislegan dag..
Linda (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:30
Gleðilegt ár stúlkur. Takk kærlega fyrir börnin. Þetta var sko það langfallegasta sem Grétar Þór hafði nokkurntímann séð (vantar ekki dramatíkina). Til hamingju með daginn elsku Elín og ég efast ekki um að þið eigið frábæran dag eins og ykkur er lagið. Kveðja Sæfinna og co.
Sæfinna (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:52
Var ég sú eina sem hafði rænu á að hringja í aðstoðarskólastjórann á afmælisdaginn? hafið það gott. heils...d.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.