Vikan

Aðfaranótt bóndadags gisti hjá okkur bóndi. Hann var reyndar hjá okkur í heila viku og nutum við þess að fá að hafa Ágúst Þór með okkur á heimilinu á meðan að foreldrar hans skruppu til USA. Mjög skemmtileg og viðburðarík vika.

- Við héldum uppá bóndadaginn með Ágúst Þór sem fékk bónda-ullarsokka og teikniblokk í tilefni dagsins.

- borðuðum frábæran mat og heimabakaða snúða og horn sem Ágúst Þór hristi fram úr erminni í eldhúsinu

- Við hittum Obbu og Davíð aðeins áður en þau skelltu sér til Austurríkis á skíði

david_skidi
Davíð, Sunna og Tóti. Obba er líklega smiðurinn að myndinni.

- Við upplifðum brjálað veður með fjúkandi þakplötum (ekki frá okkur) og upprifnum girðingum (frá okkur). Kannski hendum við inn lengri útgáfu af frásögn frá þessum degi síðar.

- Fórum í afmæli til Flóka

floki

- Þar voru Eydís og Ágúst að skemmta sér sérstaklega vel

eydis_agust

- Óskuðum Bergný til hamingju með afmælið þann 28. janúar og minntumst þess að hún hefur nú náð þeim merka áfanga að verða 33 ára.

bergny

- Við vorum ömurlegar og gleymdum að óska Fanney Snorra til hamingju með afmælið og það er ekki nokkur afsökun að við höfðum líka gleymt að óska Siggu Láru til hamingju með afmælið sitt á liðnu ári. Til hamingju með afmælin kæru vinkonur (vonum að við séum það enn). Betra er seint en aldrei. En þetta eru Fanney (og ennið á Drífu Þöll) og Sigga Lára (og nefið á Svenna)

fanney_sn  sigga_larai

-við erum búin að spila í nokkrar klukkustundir með bóndanum 

- Elín fékk að fara með Ágúst Þór í gítartíma því það var foreldravika í tónlistarskólanum 

- Við fórum líka í keilu með Ágúst Þór og Magnúsi Yngva. Ronja fékk að vera hjá ömmu og afa á meðan sem biðu klár og hress með pönnukökur eftir keilu

- Þetta er aðeins brot af því sem gerst hefur í vikunni en ætli við látum þetta ekki duga í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk takk fyrir Prinsinn( Bóndan ) þetta var æðisleg vika hjá honum þetta er rétta lífið sagði hann allt gert fyrir mig ALLt enda eru þið æði  takk takk aftur

Miðtún (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband