Alltaf eitthvað að gerast

Síðan síðast er mikið búið að bralla á Vallargötunni og nágrenni. Helgina 8. - 10. feb. kíktu hjónin úr Hvassaleitinu við hjá okkur og gistu eina nótt. Guðrún og mamma Gulla tóku sig til og bökuðu nokkra stafla af flatkökum. Þær eru að sjálfsögðu ómissandi þegar líður að þorrablóti. Að sjálfsögðu var síðan sannur pönnuköku-sunnudagur á sunnudeginum. Þá bakaði mamma pönnukökur sem runnu út eins og heitar lummur. Börnin á Suðurgötunni voru ekki sein á staðinn og nú var komið að tímamótum því Þórdís Thelma, stundum kölluð 4/5 kom yfir án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Góð heimsókn, alltaf fjör þegar krakkarnir kíkja yfir í heimsókn.

th_thhe_th
sa_dida_he

 

 

 

 

 

 Ekki var síður ánægjulegt að fá einnig Andreu Önnu Norðquist og foreldra í heimsókn sama dag.

malli_aaneMagnús Yngvi og systir hans.

En Gulla, Steinar og Magnús toppuðu sunnudaginn með því að kíkja við. Ronja var mjög ánægð með þessa helgi en hún fékk að taka mikinn þátt í öllu því sem fram fór og fékk t.d. að fara í hárgreiðsluleik með ömmu sinni.

ronja_m_rullu

Um miðjan mánuðinn var svo komið að þorrablóti á Hellu. Þar var gleðin við völd og ekkert nema gott að frétta af velheppnuðu blóti. Fjölskyldan tók hús á leigu á Ægissíðu og naut þess að eyða helginni saman í nágrenni við hina og eina sönnu Hellu á Rangárvöllum :)

Skemmtanagleðinni og mannamótsþörfinni var áfram sinnt liðna helgi þegar komið var að árshátíðarhelgi hjá Sp.Kef. Þá var Ronja hjá Perlu, aðra helgina í röð en mömmur hennar létu fara vel um sig á heldur þreyttu hóteli Sögu. Milli þess sem við nutum lystisemda Reykjavíkur með samstarfsfólki Guðrúnar hittum við Flóka og félaga, Eydísi, Sibbu, Nilla og vini þeirra á Þjóðminjasafninu.

gsh_thjodmGuðrún menningarviti á Þjóðminjasafninu.

gsh_flokiGuðrún og Flóki kát og glöð í byrjun febrúar.

Við óskum afmælisbörnum febrúarmánaðar að sjálfsögðu líka til hamingju með afmælin sín. Til hamingju Karen Hauks (4. feb.), Lilja, frænka Einarsdóttir (4. feb.), Viddi (16. feb.), Sólrún (21. feb.), Obba systir (22. feb.). 

Annars er bara gott að frétta og eflaust erum við ekki að segja frá nema broti af því sem gerst hefur en þetta er það helsta sem kom upp í hugann í dag.  

Eitt að lokum - við fréttum það á þorrablótinu á Hellu að nokkuð af fólki er að kíkja á bloggið en hefur ekki þorað að kvitta í gestabók eða skrifa skilaboð við færslur. Nú leiðréttum við þann misskilning að það megi ekki og hvetjum alla til að kvitta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf gaman að kíkja hér

 kv Perla

Miðtún (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 20:46

2 identicon

Hæ hó, takk fyrir síðast, alltaf gaman að hitta ykkur kellur!!! Vonandi er heilsan betri en síðast. Það eru komnar myndir af þorrablóti inná hreppssíðuna og þessar líka fínu myndir af ykkur systrum og family . Sjáumst!!

Sigga (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 21:51

3 identicon

Hæ hæ og takk kærlega fyrir síðast

Alltaf gaman að þessum árlega hittingi ;)

Ég er ekkert smá skotin í henni Roniju ykkar hún er algjört krútt

Hlakka til að heyra í ykkur síðar

Kveðja úr Hafnarfjarðarhrepp 

Þórdís Helga (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:29

4 identicon

hæ er ekki pönnukökur á sunnudaginn með sultu og rjóma mömmu langar nefnileg svo mikið í og kannski skraut keppni líka mamma þín (Elín ) veit hvað ég er að tala um  kv Miðtún

Perla (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:11

5 identicon

Alltaf fjör hjá ykkur og ekki leiðinlegt fyrir krakkana að komast í pönnukökupartý. Kv. Sæfinna og co

Sæfinna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 14:33

6 identicon

sorry ég komst ekki í dag í pönnukökur var að vinna í allan dag kv Erla

miðtún (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband