Nú er vor í lofti og Ronja hefur gætt sér á síðasta grýlukerti vetrarins.
Um síðustu mánaðarmót var komið að hvíldarinnlögn. En sú hefð hefur skapast að kalla þær helgar sem mamma og pabbi Elínar koma til Sandgerðis ásamt Gullu Sig. og Sigurjóni, hvíldarinnlagnir. Þá er aðallega lagt uppúr því að njóta lífsins á Vallargötunni, borða góðan mat, spila, prjóna, lesa og spjalla saman um heima og geima.
Kallarnir ná að spjalla svolítið á milli þess sem þeir dotta yfir bók
Kellurnar fóru aðeins í hárgreiðsluleik
Að sjálfsögðu vildi Sigurjón fá að vera með og greiðan ekki af verri endanum.
Guðrún gekk svo hart að Yngva í spilamennskunni að hann fór að rifja upp gamla spilavítistakta og setti upp der. Engum sögum fer af leikslokum.
Á laugardegi litu Karen Hauks. og Hildur við hjá okkur. Frábær helgi með góðum gestum.
Helgina 7.- 9. mars voru ekki síðri gestir sem létu sjá sig á Vallargötunni. Grétar Þór, Sara og mamma þeirra, hin eina sanna Sæfinna mættu á svæðið. Við nutum helgarinnar saman þrátt fyrir smá pest og tanntökuhita.
Yndisleg systkin að leika sér saman. Sara og Grétar Þór.
Magnús Yngvi, mamma hans, Steinar, mamma Gulla og Yngvi bættustu í hópinn á laugardeginum. Við borðuðum saman og áttu skemmtilegt kvöld.
Náðum að komast aðeins í búðir á sunnudegi áður en Vestmannaeyingar héldu til síns heima. Nilli bauð í kaffi og með því en þar sem nokkuð var liðið á daginn var hann að sjálfsögðu búinn með allar pönnukökurnar sjálfur. Alltaf jafn gaman að hitta Flóka sem fékk okkur til að gleyma öllum væntingum um kræsingar hjá Nilla, kaffið hjá Sibbu klikkaði ekki.
Nú stefnir í rólega helgi, Karen Sævars. og Sören Cole eru mætt á klakann. Við erum rétt búnar að sjá í nefið á þeim en eigum vonandi eftir að sjá þau strax í fyrramálið aftur.
Svo er tími hinni sívinsælu ferminga gengin í garð og páskar á næsta leyti. Reynum að láta ekki líða of langt fram að næsta fréttamola af Vallargötunni.
Munið fróðleiksmola Garðars Jóns um páskana:
raksápupáskar er orð sem lesa má jafnt frá hægri til vinstri og frá vinstri til hægri.
Flokkur: Bloggar | 14.3.2008 | 23:05 (breytt kl. 23:23) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir okkur enn og aftur kæra fjölskylda! Frábær helgi sem við fengum með ykkur. Toppurinn hjá Grétari Þór var spilakvöld fram eftir öllu og sundferð með Elínu (ekki verra að hafa hana algjörlega útaf fyrir sig). Á fimmtudagskvöld var hann enn að óska sér að hann væri enn í Sandgerði. Ég vildi meina að gætum nú ekki flutt til ykkar en þá sagði hann að hann væri nú bara að tala um að vera heila viku næst Þannig að þið vitið það að heil helgi er ekki nóg!!!
Sæfinna (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:39
akkuru fá allir afmæliskveðju á blogginu ykkar nema ég?????????
Eydís Huld, 27.3.2008 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.