Ljómandi góð helgi að baki

Helgin 23. - 25. maí var glimrandi góð þrátt fyrir misjafnan tónlistasmekk Evrópubúa. Reyndar klikkuðu Danir ekki. Það gerðu heldur ekki mamma, pabbi (Gulla og Yngvi) og Magnús Yngvi og mættu klár og hress í heimsókn á föstudagskvöldið. Helstu verkefni föstudagsins fólust í að fást við hannyrðir, almennan myndarskap og fara á völlinn. Á Sparisjóðvellinum í Sandgerði fylgdust Guðrún, Magnús Yngvi, Elín (í 15 síðustu mínúturnar) og fullt helling af Suðurnesjamönnum með því þegar Reynir Sandgerði vann Víðir Garði 1-1. Víðismenn skoruðu eftir 65 mínútna sókn Reynismanna sem náðu ekki að jafna fyrr en 7 mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Ágúst kíkti með okkur heim og Perla og Erla litu við í kaffi.

Á laugardagsmorgun rifjuðum við upp gamla takta og fórum í eggjaleit. Pabbi var sérstaklega ánægður með gönguferðina þar sem Veiðibjölluegg eru eitt það besta sem ekki má vera á matseðlinum hans. Ágúst og Perla fóru með okkur og Perla sýndi einstaka hæfileika og fann hvert hreiðrið á fætur öðru. Þegar leið á daginn vorum við að sjálfsögðu ekki eftirbátar 88% Íslendinga og gerðum klárt fyrir Eourovision með grillmat og partýstandi. Hin mamma og pabbi (Helgi og Guðný) komu og vorum með okkur. Skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.

Sunnudagurinn var tekinn snemma. Magnús Yngvi hjálpaði Elínu að vinna í lóðinni á meðan Gulla og Gurún gerða klárt fyrir dag barnanna (án þess vita að sá dagur væri og án þess að vita hve mörg börn ættu eftir að vera í heimsókn). En þær bökuðu sem sagt heimsins stærsta pönnukökubúnka og hristu fram netta veislu. En Fanney, Árni og börnin þeirra Gunnar Franz og Arna Kristín kíktu við og við vorum svo heppnar að hafa Ágúst og 4/5 af Suðurgötugenginu hjá okkur góðan part úr deginum. Sibba, Nilli og Flóki heiðruðu okkur einnig með nærveru sinni síðdegis og Flóki fékk nýja lopapeysu frá Elínu frænku sinni sem reyndar ætti að kalla Lopa-frakka þangað til hann hefur náð örlítið meiri hæð. En það er ekki prjónakonunni að kenna því hún reiknaði með vaxtarkúrfu aðeins yfir meðallagi. En Flóki er fullkominn það voru bara foreldrar hans sem höfðu ekki gefið réttar upplýsingar. Rétt er að taka fram hér að Nilla voru ekki boðnar pönnukökur þrátt fyrir að enn væru til 2 stk. í eldhúsinu. En það þykir bara ekki boðlegt að bjóða slíkt lítilræði þegar höfðinglega gesti ber að garði. Gulla og Steinar litu svo við í steik þegar leið fram á kvöld.

Góð helgi í góðra vina hópi. Stefnum á ferðalag um næstu helgi ef allt gengur að óskum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf nóg að gera hjá ykkur í Sandgerði. Söknum ykkar og hlökkum til að hitta ykkur í sumar.

Knús og kram frá Köben.

Auður Erla (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:35

2 identicon

Kæra frænka, vissirðu ekki að lopa-frakkar eru það heitasta í dag....þú ert ekki maður með mönnum nema eiga svoleiðis.  Fer svo vel  með vöðlunum með augn-götunum

Flóki fallegi frændi (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:24

3 identicon

kvitt kvitt;)

Konný (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:56

4 identicon

Halló, blogg takk!!!!!!!

Auður Erla (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband