Við fórum í fyrstu útileguna fyrstu helgina í júní eða síðustu helgina í maí eða réttara sagt um mánaðarmótin maí-júní. Að sjálfsögðu var center of the universe fyrir valinu og við áttum góða helgi á Hellu. Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum Gulla, Steinar og Magnús Yngvi, Helgi og Guðný og Einar Ingi, Sirrý og Andrea Anna. Sigga (Sigríður sjömanna) og Þórunn hin eina sanna frá Ási kíktu við auk Hrafnhildar Einars., Gísla Stefáns., Dóru og fylgifiska þeirra. Að sjálfsögðu klikkaði veðrið ekki þrátt fyrir frekar skýjaða veðurspá.
Dæmigert veður á Hellu - Guðrún og Ronja þurftu að nota sólvörnina ósparlega til að brenna ekki.
Skólanum var slitið uppúr mánaðarmótum, við fórum í bíó eins og önnur hver kona á Íslandi og 0,5 % karla til að sjá Sex and the City og að sjálfsögðu klikkaði myndin ekki. Ég er reyndar ekki alveg viss um að öllum konunum og körlunum 4, sem voru um leið og við í bíó hafi fundist við hlægja alveg á réttum stöðum í myndinni. En þegar Guðrún og Þórunn fengu hláturskast um miðja mynd þá hlógum við eiginlega það sem eftir var.
Um síðustu helgi var svo komið að langþráðri útskrift hjá Eydísi. Reyndar eru þessi 5 ár sem hún var í lyfjafræðinni alvegrosalega fljót að líða. Guðný hristi þessa líka veisluna fram úr erminni. Enn og aftur til hamingju með áfangann Dísa Diggs.
Flóki er með henni á myndinni sem tekin var á útskriftardaginn.
Hann er frábær sem aldrei fyrr. Núna er hann sérstaklega hrifinn af því að blása á allt sem er heitt og finna lyktina af öllu sem mögulega hefur lykt, sérstaklega blóm. Þá skipti engu hvort blómin eru teiknuð í bók, séu í nokkra metra fjarlægð eða rétt innan seilingar. þannig komst hann í feitt á útskriftardaginn þar sem hann komst í návígi við fullt af vellyktandi blómvöndum frá Ey - dissssss frænku sinni.
Síðast liðna viku hefur Michelle vinkona okkar verið á landinu. Hún skrapp fyrst til Eyja en var svo hér í Sandgerði og í Reykjavík síðustu daga. Bara gaman að hitta hana, hún er frábær gestur. Annars höfum við verið svolítið á ferðinni eins og vanalega og notið þess að hitta vini okkar og fjölskyldu.
Stefnum á að hitta Önnu Stínu, Smára, Freyju og Goða áður en þau flytja út og vonandi náum við líka í rassinn á Hjalta áður en hann fer austur. Svo eru það útilegur og áframhaldandi vina og fjölskyldu hittingur framundan. Guðrún er komin í sumarfrí og nýtur þess að vera meira með Ronju en Elín verður að vinna a.m.k. fram að mánaðarmótum.
Tölum ekkert um ísbirni eða bensínverð heldur förum í smá skýjaleik, Ágústi Þór til heiðurs. Hvað er að sjá hér?
Flokkur: Bloggar | 18.6.2008 | 08:37 (breytt kl. 08:44) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta gæti verið flugvél að koma til lendingar, eða bara karl með eitt auga og stóran mun og skakkt nef . þetta er mín skoðun á skýinu haha
erla jona (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:19
æ hvað þetta er nú fín mynd af mér og systursyninum
Eydís Huld, 18.6.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.