Er ekki rétt að byrja bara á byrjuninni?

Þá er komið að því að birta fleiri myndir. Auður Erla hefur gengið mjög stíft eftir því að fá að sjá bumbumyndir og okkur fannst rétt að byrja þá bara á byrjuninni og setja inn mynd af frumuklasa sem síðan óx og þroskaðist í fóstur.

_1a

Annars er helst að frétta að Eydís er farin til Perú. Hún var frekar leið yfir að sjá fram að missa af fyrstu mánuðum systurdóttur eða -sonar síns. Þess í stað lagði hún sitt af mörkum við undirbúninginn. Hún mætti og setti saman allt sem mögulega var hægt að setja saman á þeim tíma; kommóðu, skáp, ömmustól, vagn o.fl. Hún lumar á ótrúlegum hæfileikum og samsetningargreind hennar blómstraði.eydis_smidur

Þá var hún næstum búin að fá okkur til þess að fá að vita kynið fyrir sig. Hún kom með þá hugmynd að við myndum bara biðja lækninn um að skrifa kynið á miða og setja í umslag sem hún síðan fengi. Það átti ekki að skipta okkur neinu máli en við gengum ekki að þessari frábæru hugmynd. Hún verður bara að bíða spennt eins og við hin þó hún sé stödd í langtíburtistan. 

Eydís setur saman :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Huld

ohhh ég er bara strax farin ad sakna ykkar saetubaunirnar mínar

Eydís Huld, 23.10.2008 kl. 23:51

2 identicon

bara að kvitttttttta

Miðtún (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:19

3 identicon

kvitt kvittttttt

Strandgata (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 14:49

4 identicon

Sælar, gaman að heyra smá fréttir af ykkur hér á blogginu og til hamingju með bumbubúann, ekki svo langt síðan ég frétti það....hahahha

 Nú fylgist ég sko spennt með ykkur og bíð eftir fréttum af krílos!!!!

kv.

Rósa Gunnarsd

Rósa í Eyjum (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband