Vallargata 3

Dagarnir líða og vikurnar nú orðnar 38 talsins. Tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða en samt er þetta eitthvað svo löng bið:)

Hér er mynd frá því um miðja meðgönguna

_7

Annars er allt gott að frétta. Við héldum "litlu jólin" með fjölskyldunni hennar Guðrúnar áður en Eydís flutti út til Líma, Perú. Guðný og Helgi hristu jólahlaðborð fram úr erminni, skelltu upp jólatré, Eydís dreifði pökkum á liðið, jólalögin ómuðu og Ronja mætti í jólakápunni sinni svo eitthvað sé nefnt. Stemningin var alveg ótrúlega skemmtileg og jólaandinn sveif yfir vötnum (kannski erfitt að sjá þennan anda yfir vatni fyrir sér en þið vitið hvað við meinum).

ronja_litlu_jolHér er Ronja að mæta í jólaboðið.

Flóki notaði tækifærið þetta sama síðdegi og prófaði að vera gamall karl í 5 mínútur öðrum veislugestum til mikillar ánægju.

floki_gamli

 

 

 

 

 

 

 Flóki gamli.

Ronja Rán ákvað að fá sér "sumarklippingu" í tilefni þess að von er á erfingja. Því miður er ekki hægt að segja að það fari henni sérstaklega vel en hún er ótrúlega ánægð með það. Þessi mynd var tekin af henni og Guðrúnu mömmu hennar við að baka í dag.

ronja_bakar

En annars er Ronja búin að vera frekar mikið í tölvunni undanfarið því eftir að Eydís flutti út þá var ráðist í að kaupa tölvumyndavél (webcam) og þó Eydís sjálf sé ekki komin með tölvutengingu þá er auðvitað búið að prófa dótið með því að hringja í Flóka og Magnús Yngva reglulega. Hlökkum til að sjá fleiri á skjánum hjá okkur. Það er gaman að þessu þar sem við búum svo afskekkt..... eða það hlýtur að vera ástæðan fyrir dræmum gestagangi (ekki dettur okkur í hug að það sé vegna þess að við séum leiðinlegar :). Við erum reyndar vissar um að barnið eigi eftir að trekkja svolítið að og auglýsingarnar í sjónvarpinu..... t.d.  "verum duglega að rækta vináttu, það kostar ekkert".

Hér er Ronja Rán í tölvunni með mömmu sinni.

ronja_i_tolvu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt og takk fyrir kökuna og mjólkina í dag mjög gott farðu vel með þig og mundu að setja sæng á Ronju

miðtún (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Eydís Huld

ae greyid mitt litla og skollótta hehe. mér finnst thú nú knúsilegri med allan feldinn! en thetta er nú kannski skynsamlegra fyrir litla krílid, sem ég er strax farin ad sakna ad sjá ekki thó enginn annar sjái thad svo sem heldur eins og er;)

Eydís Huld, 5.11.2008 kl. 00:42

3 identicon

takk fyrir kökuna hún er búin hefði frekar vilja koma til ykkar og borða hana þar en svona er þetta ömmmmmmmm

en við erum farin að telja niður þar til STÓRI dagurinn kemur

heyrumst fljotttttttt

miðtún (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:15

4 identicon

Gangi ykkur alveg rosalega vel með allt saman;) hakka svo til að sjá litla krílið þegar hann/hún kemur í heiminn

Konný (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband