Allt með kyrrum kjörum

Heil og sæl, kæru vinir og félagar.

Í dag ætlar Ronja að byrja á því að ulla á alla þá sem hvorki hafa skrifað í gestabókina eða gert athugasemdir við færslur undanfarið.

ronja_tungan_ut

En reyndar eru þessi "leiðindi" aðeins í nösunum á henni og hún hefur ekkert sérstakar áhyggjur af þessu frekar en öðru í heiminum í dag. Hún nýtur þess að taka lífinu með ró með mömmum sínum og er farin að hlakka alveg rosalega til að fá lítið systkin. Hún gætir Guðrúnar við hvert fótspor og virðist átta sig vel á því að eitthvað sé á seiði.

gudrun_ronja 

Nokkrir hafa spurt okkur hvort við ætlum ekki að leyfa henni að eignast hvolpa. Það er svo sem ekkert á plani næstu vikna en ef mannfólkið á heimilinu verður allt krúnurakað þá hljóta að vera hvolpar á leiðinni. Það hlýtur það sama að ganga yfir alla á heimilinu. Fylgist bara með.

Helgin hefur annars verið mjög skemmtileg. Amma Gulla og Yngvi, afi komu ásamt dyggum ökumanni Sigríðar Dúnu (bílnúmerið á sjálfskiptungnum, Suzuki Vitara er SD-###) Magnúsi Yngva á föstudagskvöldið og gistu þau eina nótt hjá okkur. Ýmislegt var brallað og bökuðu Elín og Gulla meira að segja flatkökur fyrir Erlu Jónu (svo hún geti glatt og satt systur sína í USA) á meðan að Yngvarnir könnuðu sveitir sunnan við beygju. Einnig kíktu amma og afi á Norðurtúni til okkar, Erla, Fúsi og Gunnar létu sjá sig og hljómsveitarmeðlimurinn, suðurhafseyjaprinsessan, sjómannsfrúin, kennarinn og verðandi tvíburamóðirin, Drífa Þöll lét sjá sig og áttum við góðar stundir saman. 

Hlökkum til að lesa athugasemdir frá ykkur sem flestum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það verður gaman að fara með heimabakað til USA og takk fyrir þúsund sinnum

biðjum að heilsa

kv PERLA og co

Miðtún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:15

2 identicon

Jæja, við hérna í Danaveldi erum orðin ansi spennt að fá fréttir af fæddu barni. Gott að heyra að allt gangi vel hjá ykkur og hlakkar okkur mikið til að hitta ykkur um jólin og mikið er nú gaman að heyra að Drífa eigi von á tvíburum. Knús og kossar frá okkur og vonandi erum við á sms listanum yfir nýjustu fréttir...

Auður Erla (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:43

3 identicon

Líbanir aka Toyota Karina bíl

kv. Garðar

Garðar (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Eydís Huld

ohh thetta er aedisleg mynd af henni!!!

já og náttla líka af ykkur;)

Eydís Huld, 9.11.2008 kl. 22:02

5 identicon

...þori ekki annað en að kvitta

knús á liðið

 RG

Rósa Gunnarsd (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:11

6 identicon

hæ langaði bara að segja hæ hæ

kv Miðtún

Miðtún (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:12

7 identicon

Innilega til hamingju með litla prinsinn;) gangi ykkur alveg rosalega vel

Konný (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:41

8 identicon

Endalausar hamingjuóskir með litla snáðann ykkar elsku Guðrún og Elín.. hlakka til að sjá myndir af prinsinum..

Bestu kveðjur frá Sikiley

Linda (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:24

9 identicon

vááá hann er algjört æði. enda á hann góðar mömmur sem eru líka krútt.

kv: Miðtún

Miðtún (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:12

10 identicon

Ætli se ekki best að hætta að vera laumulesari og kvitta fyrir sig;)

Les mjög reglulega og hef gaman af.

Kv frá Noregi  Helga og co

Helga María (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:12

11 identicon

Var að fá fréttirnar frá Bergnýju....TIl hamingju með prinsinn!

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:29

12 identicon

Guðrún,Elín og Ronja innilegar hamingjuóskir með litla gullmolann ykkar.

Kv Fríða Birna

Fríða Birna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:14

13 Smámynd: María Sif

Til lukku með drenginn :)

Kveðja úr borginni Sæmi, María Sif og Sæþór Ingi

María Sif, 13.11.2008 kl. 21:33

14 identicon

úff ég er svo spennt ad sjá myndir!!!

Eydís Huld besta fraenka! (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:51

15 identicon

Til hamingju með erfðaprinsinn elsku Elín og Guðrún...hlakka til að sjá myndir af gullinu ;)

bestu kveðjur frá AEY Dísa og co 

Dísa (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband