Komdu út að leika...

Á sunnudaginn kíktu Fúsi og Ágúst Þór í heimsókn til okkar. Þrír sætir saman. 

agust_fusi_drengur_minni 

Stundum erum við ótrúlega þreytt þegar við erum búin að næra okkur. Þá eigum við það til að leggja okkur öll saman. Það er ótrúlega notalegt.

leggjum_okkur_saman

Ronja er líka rosalega dugleg að passa litla bróður sinn. Hún kíkir reglulega á hann en er annars ekkert mikið að skipta sér af honum.

ronja_passar

En þriðjudaginn 2. desember var komið að því að fara aðeins út fyrir hús. það var milt veður en frekar kalt. Drengurinn var dúðaður í tvö lög að ullarfötum og honum pakkað ofan í vagn. Ronja var rosalega ánægð og litla fjölskyldan fór í fyrsta göngutúrinn saman. Við fórum nú ekki stóran hring en ferðin var að engu síður mjög skemmtilega og góð upphitun fyrir það sem koma skal. Nú vonum við bara að veðrið verið gott á næstunni svo við getum farið meira saman út að viðra okkur.

ut_med_g

Ronja, Guðrún og ökuþórinn klár.

ut_med_e

Elín tekur sig líka ótrúlega vel út. Gott að eiga vagn með stillanlegu handfangi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaðar, það er nú gott að litli "Malli" sé farinn að fara út.

Magnús Yngvi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Eydís Huld

ohh hvað þetta er nú fallegur og vel samansettur vagn;)

sakna ykkar!

Eydís Huld, 3.12.2008 kl. 02:24

3 identicon

Sælar

Innilega til hamingju með gullmolann ykkar (man ekki hvort að ég var búin að óska ykkur til hamingju hér á síðunni híhí)

Hann er algjört bjútí, svo bíða menn hér á Ásaveginum bara spenntir eftir tvöföldu bumbunni hennar Drífu ;) Sú stækkar úff, veit ekki alveg hvernig þetta endar hjá henni hehe.

Gaman að sjá að allt gengur vel hjá ykkur litla sæta fjölskylda.

Kveðjur úr Eyjum, Ásta Steinunn og Gaui

Ásta Steinunn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

 hehe.... sjá hvað Ronja er sperrt og ánægð á leið í göngutúr 

Drengurinn er guðdómlega fallegur.. jiminn hvað ég hlakka til að hitta ykkur næst

Knús í kotið

Solveig Pálmadóttir, 5.12.2008 kl. 21:11

5 identicon

Innilega til hamingju með hann, hann er rosalega fallegur allgjör dúlla, hafið það sem allra best kveðja Marta og co

Marta (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:42

6 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Ekki við öðru að búast en að sjá gullfallegan dreng  Elsku Elín og Guðrún, hjartans hamingju óskir til ykkar. Hann er svo fallegur litli prinsinn. Gaman að sjá hvað þið eruð duglegar að taka myndir. Hlakka til að fylgjast með uppvextinum.

Bestu kveðjur að norðan

Binna & Co.

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 7.12.2008 kl. 20:51

7 identicon

Innilega til hamingju með litla prinsinn, hann er yndislegur. Gaman að sjá myndirnar ykkar og ekki leiðinlegt að lesa fréttaflutninginn, snilld.

Jólakveðjur úr Landsveitinni,

Dóra

Sigríður Th. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:26

8 identicon

takk fyrir mig í dag alltaf gaman og gott að koma í kaffi og kíkja á prinsinn

kv Erla Jona

Erla Jóna (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:28

9 identicon

Erum bara að kvitta fyrir okkur :) Takk fyrir okkur í gær, vonum að húsið sé ekki fokhelt eftir okkur :) Sjáumst vonandi aftur fyrir jól (ef það er á mömmu tíma þá veit ég ekki hvaða jól það verða ;) ) Anna Rún og strákarnir.

Anna Rún (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:52

10 identicon

æjiiii ég gleymdi að kissa drenginn litla góða nótt vilji þið gera það fyrir mig en ég knússaði Ronju en það má gera það fyrir mig lika aftur aldrei og oft gert.

takk takk fyrir mig voða gott að koma alltaf á matartíma kv EJH

Erla Jóna (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband