Gunnlaugur Yngvi

Þá er búið að skíra drenginn. Séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur í Odda kom og skírði í stofunni hér heima á Vallargötunni. Gulla, nýstúdent hélt á undir skírn, Obba og Davíð og Sibba og Nilli eru skírnarvottar, Ágúst Þór las upp vers úr Biblíunni og Magnús Yngvi sá um myndatökuna.

Elín rétt náði að segja nafn hans milli grátstafanna en sem fyrr stendur hún sig vel í því að tárast yfir öllu því sem mögulega getur talist tilfinninganæmt.

Dagurinn var yndislegur og við unum okkur vel. Látum nokkrar myndir (sem MYE tók) fylgja og biðjum að heilsa í bili.

skirn

Gulla, Gunnlaugur Yngvi og séra Guðbjörg.

gulla_eg_gudbjorg_2

 Gulla með húfuna, Gunnlaugur Yngvi og séra Guðbjörg.

med_ommu_gudny_og_afa

 

 

 

 Amma Guðný og afi Helgi.

med_ommu_gullu_og_afa

 

Amma Gulla og Yngvi afi. 

med_obbu_og_sibbu

 

 Kvenkyns skírnarvottarnir með Gunnlaug Yngva.

 

floki_kyssirFlóki óskar frænda til hamingju. Nú verður ekki lengur hægt að kalla þá frændur Flóka og Brúsk.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju nafnið þitt Gunnlaugur Yngvi  :) - megi þið öll eiga gleðileg jól - kveðja frá öllum á Vallargötu 2

Hanna Gerður (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:25

2 identicon

Hæ hæ

Innilega til hamingju með þetta flotta nafn sem er næstum í höfuðið á mér ;-) hahaha. Hafið það ávallt sem best!!!

Sigga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 03:06

3 identicon

Innilegar hamingjuóskir með Gunnlaug Yngva og auðvitað líka Gullu systur.

kv. frá Bardagabryggjunni!

Garðar (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 09:33

4 identicon

Hæ hæ yndislega fjölskylda. Til hamingju með þetta fallega nafn Gunnlaugur Yngvi. Vonandi sér maður ykkur um jólin, er orðin ansi spennt að sjá litla frænda minn... Kveðja frá Vestmannaeyjum..

Anna frænka Þorsteinsd (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 11:32

5 identicon

Kæra fjölskylda innilega til hamingju með þetta fallega nafn;)

kveðja frá okkur á Lækjamótum 9

Konný (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:19

6 identicon

Innilega til hamingju með fallega nafnið. Hafið það gott fyrir fyrstu barnajólin...bara gaman:D

Sigga Lísa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:03

7 identicon

Til hamingju með þennan merka áfanga. Gunni minn er mjög stoltur af að eiga nafna í Sandgerði. Knús og kossar.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:47

8 identicon

Til hamingju með prinsinn Ella mín, já og flotta nafnið á honum. kv frá Selfossi

Gyða Vestmann (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:56

9 identicon

Til hamingju með nafnið elsku vinir. Hafið það sem best.

Kyss & knús frá Köben.

Smári, Anna, Freyja og Goði + amma Jenta (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 09:29

10 identicon

Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii það tókst !!!!!!!!!!!!!! Nú getum við farið að skrifa og skrifa og skrifa til ykkar. Súper dúper kyss & knús á ykkur öll frá okkur öllum.

Söknum ykkar alveg fullt, fullt og finnst afar leitt að vera ekki búin að kyssa litla Gunnlaug Yngva, sem er 8mánuðum yngri en Goði - upp á dag :-) kannski verða þeir gaurar saman í bekk einhvern tíma og gera kennaranum lífið leitt ;-)

Anna Stína (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband