Fjórir mánuðir, ein tönn og lóan komin til landsins

Bíddu, bíddu..... á ekkert að minnast á mig ?

ronjaÉg minni enn og aftur á að ég á þetta blogg! Mér finnst þessi bróðir alveg ágætur en ekki gleyma mér! Ronja Rán er hress og kát og er mjög góð við bróður sinn. Lætur hann eiginlega bara alveg í friði en finnst alveg sjálfsagt að hún komi líka í fangið ef einhver er að halda á honum.

ad_burstaNú er kominn 12. mars og drengurinn því orðinn fjögurra mánaða gamall og fyrsta tönnin komin í ljós. Því er ekki seinna vænna að byrja að bursta.

 

 

 

 

 

vorverkinAnnars erum við farin að huga að vorverkunum á Vallargötunni og fyrsta verk vorsins var að fá eitt bílhlass af möl í innkeyrsluna. Eru ekki allir að fá sé þannig núna? Nú er bara að taka upp garðhanskana og bretta niður á stígvélin.

 

 

 

med_gunnari_franz_ornu_kristinuEn við höfum verið svo heppin að njóta þess að vera með vinum okkar og fjölskyldum, notið lífsins og blómstrað (skáldlegt). Við fórum til dæmis í bústað við Apavatn með Gunnari Franz, Örnu Kristínu og foreldrum þeirra. Í þeirri ferð hittum við líka aðeins Berglindi Þöll og Gullu frænku á Laugarvatni. 

arna_kristin_passa

 

 

 

 

Frábær ferð með yndislegri fjölskyldu og vinum. Á sunnudegi rifjaði Guðrún upp gamla pönnuköku-sunnudags-stemningu og Suðurgötugengið mætti á staðinn og hélt uppi fjörinu.

Nú hafa næstum allar móðurnar (móðursystur) hennar Elínar hitt Gunnlaug Yngva, bara Imba Sæm. á eftir að hitta gaurinn. Vonandi verður það fljótlega en Ásdís, Rúna, Birta Rúnudóttir og Ásdís Maggadóttir kíktu í heimsókn um daginn með ömmu Gullu með sér.med_asdisiogbirtu

 

Um síðustu helgi var Ágúst Þór svo hjá okkur eina nótt. Hann var duglegur að passa og við brölluðum ýmislegt saman, fórum í Kolaportið og tókum á móti gestum á sunnudegi. Hingað mættu amma Gulla, Yngvi afi og Magnús Yngvi. Ljómandi sunnudagur á Vallargötunni.gye_agust_thor

 

 

 

gye_mye

 

 

 

 

Allt óráðið með helgina eins og er, stefnum einungis á það að njóta lífsins og hafa gaman af því.

Látum nokkrar myndir fylgja í lokinn, rétt til yndisauka.

gye_fara_ut

Gunnlaugur Yngvi á leið út í vagninn sinn.

med_bergny

Með Bergný Jónu vinkonu sinni.

i_sturtu

Í sturtu með mömmu. Aðeins af æfa sig svo hægt verið að fara í sund fljótlega.

 

abyrgar_mommur

Ungar meðvitaðar mæður ? ?

gye_i_slopp

Ofsa notalegt að skella sér í baðslopp, nýbaðaður.

gsh

Guðrún Sigríður við Apavatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey hey það gleymdist alveg að segja hver fann fyrstu tönnsluna í prinsinnum

Miðtún (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:38

2 identicon

KRÚSÍ KRÚSÍ Bolla.... Þú ert svo mikið KRÚTT... Vonandi fer maður nú að sjá þig fljótlega svona í eigin persónu. Hlakka til að knúsa þig sæti frændi... Bið að heilsa gömlunum og Ronju.... Kveðja frá Vestmannaeyjum Anna besta frænka í heimi :-)

Anna Frænka Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:39

3 identicon

Halló sætastur - til hamingju með mánuðina fjóra og fyrstu tönnina.

Nú eru 27 dagar þar til við verðum á landinu og ætlum að fá að hitta þig sem allra fyrst og knúsa & kyssa. Passaðu þig bara ;-) Skilaðu kveðju til mömmu og mömmu og auðvitað Ronju líka þar sem hún á þetta blogg víst.

Knús á línuna frá Önnu, Smára, Freyju og mr.G

Anna Stína & fjölsk. (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:11

4 identicon

Bara sætastur

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:10

5 identicon

Drengurinn verður sætari með hverju bloggi!!! Og komin með tönn, svalt! Hlökkum til að hitta ykkur næst. Kveðja úr Eyjum frá Hrífunni, Nafna og dúettinum.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 18:09

6 identicon

ohhhh hann er svo mikið sætabrauð þessi drengur ykkar, algjör gullmoli

 kv.frá Eyjum

Rósa og Viggó

Rósa og co. (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband