Á flugi

Ronja Rán er alltaf á ferð og flugi eins og sést á þessari mynd.

ronja_a_flugi

 

 

 

 

 

 

 

tennur

Við höfum haldið uppteknum hætti, verið heima, ferðast um, notið lífsins og reynt að hitta vini okkar og fjölskyldur. Fengið næturgesti og viðrað okkur.

Annars er Gunnlaugur Yngvi helst að safna tönnum núna. Hann fékk tvær framtennur í neðri góm fyrir mánuði síðan og er nú hægt og rólega að bæta við þremur stykkjum í efri góm.

 

 

Um daginn fórum við í Mosó og hittum frændfólk okkar úr Vestmannaeyjum þar voru Ingólfur, Snjólaug og börn á ferð.

med_i_og_th

Hér er Gunnlaugur Yngvi með Ingvari og Þorbjörgu.

 

ingvar

thorbjorg

arni_thor

3_saman

Syrpa af systkinunum, Ingvar, Þorbjörg, Árni Þór og öll saman.

floki_klifrar

Flóki og Sibba komu til okkar um daginn. Þau pössuðu Gunnlaug Yngva með afa á meðan mömmur hans fóru í afmæli. Morguninn eftir var svona líka frábært verður í Sandgerði og við nutum þess að vera úti saman.

uti_ad_labba

Sama góða veðurdag komu Fríða Birna (frænka hennar Guðrúnar), Gummi og Anna Karen í heimsókn til okkar.

med_onnu_karen

med_fridu_og_gumma

En núna í dymbilvikunni fengum við Grétar Þór Sindrason í heimsókn ásamt Söru, systur sinni og Sæfinnu móður þeirra. Þau gistu hjá okkur í þrjár nætur. Við brölluðum ýmislegt saman og áttum góðan tíma. Drífa og Gunni, sem einnig voru uppi á landi ásamt sínum börnum, Ella og Örnu nýttu tækifærið og litu líka til okkar í Sandgerði.

med_soru_og_gretari_thor

Gunnlaugur Yngvi með Söru og Grétari Þór.

gretar_thor_klifrar

Grétar Þór að klifra.

sara_ad_renna

Sara að renna sér.

elli_og_arna

Arna og Elli í heimsókn hjá Gunnlaugi Yngva.

sara_med_is

Þegar Grétar Þór og Sæfinna fóru í sund þá fékk Sara meðal annars ís í morgunmat hjá Elínu.

gye_uti

Hér er snáðinn úti á góða veðrinu í Sandgerði.

i_klippingu

Hér er prinsinn í fyrstu klippingunni. Solla okkar er að klippa af honum kastaníubrúna lokkinn sem hann fæddist með. Mömmum hans fannst hann vera farinn að þynnast og vildu klippa hann af og eiga hann. Nýja hárið sem hann er að fá núna virðist ekki hafa sama fallega gyllta litinn.

ad_borda

Maðurinn er farinn að fá eina máltíð á dag. Sú máltíð samanstendur af sætum kartöflum, smjöri og vatni. Hann er alveg sjúkur í þetta lostæti og þegar matartíminn byrjar er eins gott að mömmurnar séu tilbúnar í að moka stöðugt.

Annars ætluðu þær að breyta aðeins til og auka fjölbreytni máltíðanna. Þær tóku sig til og gufusuðu og maukuðu peru, gættu þess að taka alla þræði frá, kældu niður í rétt hitastig og voru þvílíkt ánægðar með útkomu þessa tveggja kvenna verkefnis. En þegar þetta jukk barst upp að vitum sonarins var eins og þær, þessar tvær skælbrosandi stoltu mæður, væru að gera honum illt. Hann kúgaðist og hryllti sig, honum vöknaði um augun og hann horfði á þær með mjög svo vonsviknum augum og úr þeim mátti lesa "Hvar eru sætu kartöflurnar mína?" Síðan hefur hann ekkert þurft að takast á við nýjar bragðtegundir´.

Ein mynd að lokum af Ronju Rán. Hún hefur verið rosalega góð við bróður sinn. Hún gerir honum ekkert og lætur dótið hans næstum alveg í friði.

ronja_leikur

Hér er Ronja að skoða nýja dótið sem Sara og Grétar Þór gáfu Gunnlaugi Yngva. Bara skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitteríkvitt og gleðilegan páska...

Garðar (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:05

2 identicon

Takk fyrir síðast! Gaman að sjá svona margar myndir. Elín er nottlega eins og vindurinn með nýju myndavélina og frábært að sjá afraksturinn!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband