Aldrei þessu vant lætur bullið standa á sér. En það er allt gott að frétta og við leyfum myndunum að tala sínu máli.
Við höfum aðeins verið að auka fjölbreyttni fæðunnar hjá prinsinum. Gunnlaugur Yngvi fær nú bæði sætar kartöflur og graut auk mjólkurinnar í hádeginu. Að auki erum við farnar að gefa honum ávexti í dúsu öðru hverju. Hann er mjög ánægður með þetta en engu að síður var hann alveg æstur í að fá kál. Honum dugði ekkert eitt salatblað til þess að sveifla í kringum sig heldur hætti ekki að rella fyrr en hann fékk heilan kálhaus í hendurnar.
Þetta var skömmu eftir frábæra heimsókn vinkvenna okkar, Siggu og Þórunnar. Mig grunar að Sigríður hafi komið honum uppá þetta :)
Hér er prinsinn kominn í galla sem hann fékk í sumargjöf frá genginu á Miðtúni. Kærar þakkir fyrir, gallinn mun kom að góðum notum í sumar.
Eins og við höfum áður sagt þá erum við á sundnámskeiði. Okkur líkar þetta svona líka rosalega vel. Á myndinni er Gunnlaugur Yngvi í svokallaðri höfrungaköfun. Þá fer hann alveg uppúr og svo á bólakaf með höfuðið á undan.
Flokkur: Bloggar | 6.5.2009 | 23:44 (breytt kl. 23:48) | Facebook
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sætastur!!
Eydís Huld, 8.5.2009 kl. 03:29
Fallegastur!
Eydís Huld, 8.5.2009 kl. 03:30
Þú
Sigga og Liam Daði (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:00
Gunnlaugur Yngvi er nú meiri kroppurinn, okkur í Lækjargötunni finnst 10 kílóa markið við 6 mánaða aldurinn alveg tilvalið;0) Gaman að fylgjast með ykkur litla fjöskylda.....Knús úr Firðinum
Við aftur:) (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.