Allt gott að frétta af okkur

Aldrei þessu vant lætur bullið standa á sér. En það er allt gott að frétta og við leyfum myndunum að tala sínu máli.

med_kal

Við höfum aðeins verið að auka fjölbreyttni fæðunnar hjá prinsinum. Gunnlaugur Yngvi fær nú bæði sætar kartöflur og graut auk mjólkurinnar í hádeginu. Að auki erum við farnar að gefa honum ávexti í dúsu öðru hverju. Hann er mjög ánægður með þetta en engu að síður var hann alveg æstur í að fá kál. Honum dugði ekkert eitt salatblað til þess að sveifla í kringum sig heldur hætti ekki að rella fyrr en hann fékk heilan kálhaus í hendurnar.

Þetta var skömmu eftir frábæra heimsókn vinkvenna okkar, Siggu og Þórunnar. Mig grunar að Sigríður hafi komið honum uppá þetta :) 

henson

Hér er prinsinn kominn í galla sem hann fékk í sumargjöf frá genginu á Miðtúni. Kærar þakkir fyrir, gallinn mun kom að góðum notum í sumar.

hofrungakofun

Eins og við höfum áður sagt þá erum við á sundnámskeiði. Okkur líkar þetta svona líka rosalega vel. Á myndinni er Gunnlaugur Yngvi í svokallaðri höfrungaköfun. Þá fer hann alveg uppúr og svo á bólakaf með höfuðið á undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Huld

Sætastur!!

Eydís Huld, 8.5.2009 kl. 03:29

2 Smámynd: Eydís Huld

Fallegastur!

Eydís Huld, 8.5.2009 kl. 03:30

3 identicon

Þú

Sigga og Liam Daði (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:00

4 identicon

Gunnlaugur Yngvi er nú meiri kroppurinn, okkur í Lækjargötunni finnst 10 kílóa markið við 6 mánaða aldurinn alveg tilvalið;0)  Gaman að fylgjast með ykkur litla fjöskylda.....Knús úr Firðinum

Við aftur:) (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband