Gaman að segja frá ánægjulegri heimsókn litlu fjölskyldunnar til Perlu og fjölskyldu á Miðtúnið sl. laugardag. Þá kepptu Liverpool og Man.utd sín á milli í fótbolta. Eins og allir vita þá tóku leikmenn Liverpool félaga sína í kennslustund og eins gott að viðmiðunin; eitt mark = einn bjór var ekki viðhöfð meðal Liverpool-aðdáenda. Það hefði þá bara næstum farið kippa þarna rétt uppúr hádegi á laugardag. En Ronja Rán og Elín skemmtu sér konunglega og spurning hvort Gunnlaugur Yngvi hafi ekki verið að senda stuðningsmönnum Man.utd. skýr skilaboð þegar hann gubbaði yfir fínu samfelluna sína strax í upphafi leiksins... æ, æ, æ.En að öðrum og alvarlegri hlutum. Önnur tönn er nú komin í ljós í neðri góm og teljast því tvær tennur í prinsinum á bænum. Hann er mjög ánægður með þetta og nú er öllu tiltæku s.s. leikföngum, snuðum, reimum, puttum og taubleium stungið upp í munn (eða svona allavega sett á munnsvæðið, það er ekki alltaf sem hendurnar rata alveg nákvæmlega upp í munninn sjálfan).
En okkur láðist að nefna í síðasta bloggi að það var engin önnur en hin eina sanna Erla Jóna sem fann fyrstu tönnina. Við biðjumst hér með opinberlega velvirðingar á að hafa ekki nefnt það. En algjör tilviljun réð því að við, mömmurnar þurfum ekki að standa við þær skuldbindingar sem venja er að "tannfinnari" þurfi að standa við.
Annars góð helgi að baki, eyddum föstudagskvöldi með Guðný, ömmu og afa Helga, laugardegi á Miðtúni, heima og úti að borða með Miðtúnsgenginu og á sunnudegi hittum við móðurnar; Sibbu, Obbu og Gullu ásamt hluta af þeirra fylgifiskum þ.e. Magnús Yngva, Davíð, Nilla og Flóka. Sáum aðeins í nefið á ömmu Gullu og afa Yngva líka.
Over and out í bili, kveðja fjölskyldan Vallargötu.
Bloggar | 16.3.2009 | 16:18 (breytt kl. 16:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bíddu, bíddu..... á ekkert að minnast á mig ?
Ég minni enn og aftur á að ég á þetta blogg! Mér finnst þessi bróðir alveg ágætur en ekki gleyma mér! Ronja Rán er hress og kát og er mjög góð við bróður sinn. Lætur hann eiginlega bara alveg í friði en finnst alveg sjálfsagt að hún komi líka í fangið ef einhver er að halda á honum.
Nú er kominn 12. mars og drengurinn því orðinn fjögurra mánaða gamall og fyrsta tönnin komin í ljós. Því er ekki seinna vænna að byrja að bursta.
Annars erum við farin að huga að vorverkunum á Vallargötunni og fyrsta verk vorsins var að fá eitt bílhlass af möl í innkeyrsluna. Eru ekki allir að fá sé þannig núna? Nú er bara að taka upp garðhanskana og bretta niður á stígvélin.
En við höfum verið svo heppin að njóta þess að vera með vinum okkar og fjölskyldum, notið lífsins og blómstrað (skáldlegt). Við fórum til dæmis í bústað við Apavatn með Gunnari Franz, Örnu Kristínu og foreldrum þeirra. Í þeirri ferð hittum við líka aðeins Berglindi Þöll og Gullu frænku á Laugarvatni.
Frábær ferð með yndislegri fjölskyldu og vinum. Á sunnudegi rifjaði Guðrún upp gamla pönnuköku-sunnudags-stemningu og Suðurgötugengið mætti á staðinn og hélt uppi fjörinu.
Nú hafa næstum allar móðurnar (móðursystur) hennar Elínar hitt Gunnlaug Yngva, bara Imba Sæm. á eftir að hitta gaurinn. Vonandi verður það fljótlega en Ásdís, Rúna, Birta Rúnudóttir og Ásdís Maggadóttir kíktu í heimsókn um daginn með ömmu Gullu með sér.
Um síðustu helgi var Ágúst Þór svo hjá okkur eina nótt. Hann var duglegur að passa og við brölluðum ýmislegt saman, fórum í Kolaportið og tókum á móti gestum á sunnudegi. Hingað mættu amma Gulla, Yngvi afi og Magnús Yngvi. Ljómandi sunnudagur á Vallargötunni.
Allt óráðið með helgina eins og er, stefnum einungis á það að njóta lífsins og hafa gaman af því.
Látum nokkrar myndir fylgja í lokinn, rétt til yndisauka.
Gunnlaugur Yngvi á leið út í vagninn sinn.
Með Bergný Jónu vinkonu sinni.
Í sturtu með mömmu. Aðeins af æfa sig svo hægt verið að fara í sund fljótlega.
Ungar meðvitaðar mæður ? ?
Ofsa notalegt að skella sér í baðslopp, nýbaðaður.
Guðrún Sigríður við Apavatn.
Bloggar | 12.3.2009 | 21:45 (breytt kl. 21:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Héðan er allt gott að frétta og magn færslna hér á síðunni alls ekki í samræmi við fjölda viðfangsefna fjölskyldunnar. En meðal annars höfum við skellt okkur á Hellu í febrúar, farið í matarboð, haldið matarboð, fengið næturgesti og verið næturgestir, farið í þriggja mánaða ungbarnaeftirlit, verið úti, verið inni, legið í leti og tekið á því. En til þess að segja ykkur nú frá einhverju og sýna ykkur eitthvað af myndum þá fylgja hér á eftir handahófskenndar fréttir frá liðnum dögum.
Gunnlaugur Yngvi, sem nærist nú sem aldrei fyrr, var orðinn 7620 gr. og 64,5 cm að lengd rétt rúmlega þriggja mánaða. Hann fór í afmælisveislu til Obbu, frænku sem nú er orðin aðeins eldri og fékk þar að fara í sína fyrstu ævintýraferð í bílskúrinn hjá Davíð.
Hér er hann í ný upptjúnuðum JEEP Wrangler Rubicon af flottustu gerð.
Hér er Gunnlaugur Yngvi á krossaranum, hann hafði reyndar mestan áhuga á speglunum. Við vonum að mömmur hans, frændur hans og félagar eigi eftir að kynna hann fyrir fleiri kostum vélknúinna ökutækja. En ef til vill myndu sumar konur telja speglana eitt af því mikilvægasta sem fyrirfinnst í og á ökutækjum :)
Flóki frændi, mamma hans og pabbi eyddu með okkur liðinni helgi. Að sjálfsögðu var forskot tekið á bollusæluna og var Flóki þetta litla ánægður með bollurnar...... og þá sérstaklega rjómann sem honum fannst mikilvægt að fá nokkrum sinnum á hverja bollu, nema hvað?
Flóki mjög ánægður og Ronja bíður álengdar og vonar að sem minnst af bollunni fari upp í barnið.
En annars er Flóki orðinn svo stór að hann getur bæði sagt Gunnlaugur Yngvi og haldið á honum líka.
Sætir frændur á rauðum náttfötum.
En ekki stóðust mæðurnar mátið og settu saklausan drenginn í bjöllubúning í tilefni öskudagsins. En í sannleika sagt fannst honum það ekkert svo slæmt sjálfum.
Litla sæta bjallan okkar.
En annars eyddu Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi og Guðrún, mamma þeirra deginum að mestu í að taka á móti stórum og smáum sönghópum í nammileit. Að sjálfsögðu báðu þau um "Bjarnastaða" ef boðið var upp á óskalög en Davíð Sig. mælti sérstaklega með því lagi eftir áralanga reynslu af rekstri gleraugnaverslana á öskudögum undanfarinna ára.
Bloggar | 25.2.2009 | 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 16.2.2009 | 18:03 (breytt kl. 18:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Við erum svo heppin á Vallargötunni þessa dagana að hafa ungling með okkur í fjölskyldunni. Það er alveg stór skemmtilegt og við fáum að kynnast því að "eiga" stóran strák. Meðal annars er mikilvægt að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi og þess vegna vöknuðum við snemma á sunnudagsmorgni til að fara á íslandsmót í fótbolta. Þar var okkar maður að keppa.
Reynismaður!
Alltaf kátur og hress.
Gunnlaugur Yngi heldur áfram að mannast. Hann stækkar ört og vex upp úr hverri flíkinni á fætur annarri. Við reynum reglulega að fara yfir fötin hans til þess að nýta þau sem best. Sem dæmi vorum við vissar um að þessi húfa væri ekki nothæf nærri strax en annað hefur komið á daginn.
Við hittum Flóka frænda um helgina. Hann skipti um bleyju á Gunnlaugi Yngva, með smá hjálp frá móður sinni. Reyndar fór mest allur skipti-tíminn í að knúsa og kjassa litla frænda sinn.
Bless í bili, fjölskyldan Vallargötu.
Bloggar | 1.2.2009 | 22:07 (breytt 2.2.2009 kl. 16:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það er ótrúlega gaman að vera til !
Þá er lífið loksins aftur komið á rétt ról eftir jólaleyfi og umgangspestir. Guðrún tók allar þær pestir sem við mögulega komumst yfir og lagðist killiflöt í rúmið með 40 stiga hita í þrjá sólarhringa, Elín lét sé nægja góða úthreinsun eins og eru svo vinsælar hjá Jónínu Ben., nema hún var ekkert að hafa fyrir því að fara til Póllands, heldur sá bara um þetta sjálf, heima, án allra tækni og Ronja Rán og Gunnlaugur Yngvi létu nú ekki plata sig úr í neina vitleysu og þessar umgangspestar bitu ekki á þau.
Annars fór drengurinn í skoðun og mælingu í vikunni og reiknast okkur nú til að hann sé búin að ná rétt tæpun 40% af lengd móður sinnar (Elínar) eða um 61 cm og kílóin eru orðin 6,33. Þannig að drengurinn dafnar vel og ekki geta mæður hans kvartað, hann er vær og góður, sefur langan dúr yfir nóttina, sefur vel úti í vagni yfir daginn og er hvers manns hugljúfi þess á milli.
Hér með látum við nokkrar myndir fylgja .
Bloggar | 29.1.2009 | 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Alltof langt hefur liðið frá síðasta bloggi, en svona er þetta bara stundum.
Við viljum óska öllum gleðilegs árs, sýna ykkur nokkrar myndir og lofa að segja ykkur frekari fréttir af okkur fyrr en síðar.
Gunnlaugur Yngvi er orðin 8 vikna.
Hann er farin að brosa og að öllum öðrum ólöstuðum þá er afi Helgi eiginlega fyndnastur. Það kemur alltaf bros út að eyrum þegar hann birtist.
Frá því hann fór fyrst að brosa fylgir yfirleitt hjal með og dálítið spjall er mjög vinsælt.
Ronja Rán, stóra systir, biður að heilsa öllum, látum þetta duga í bili, kær kveðja fjölskyldan Vallargötu.
Bloggar | 11.1.2009 | 20:57 (breytt kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og megi komandi ár verða ykkur heillaríkt. Þökkum ánægjulegar samverustundir á liðnum árum.
Jólakveðja Ronja Rán, Gunnlaugur Yngvi, Guðrún og Elín.
Bloggar | 24.12.2008 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Gunni og Drífa kíktu til okkar í síðustu viku. Gunni hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um að nokkrum dögum síðar ætti hann lítinn sætan nafna í Sandgerði. Reyndar virðast þeir eiga ýmislegt sameiginlegt eins og kastaníubrúnt hár og sá stutti virðist stefna í að verða hár og grannur eins og Gunni "frændi" í Vestmannaeyjum.
Hér er Gunnlaugur Yngvi að spjalla við Gunna.
Svo tók Gunni lagið og söng "Dvel ég í draumahöll" af innlifun og að sjálfsögðu líkaði Gunnlaugi Yngva það vel.
Drífa sem er orðin enn myndarlegri, með tvo stóra og stæðilega bumbubúa innvortis, mátaði Gunnlaug Yngva aðeins. Þetta fer henni bara mjög vel og ekki langt að bíða þess að hún hafi tvo litla einstaklinga í faðminum.
Bloggar | 23.12.2008 | 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er búið að skíra drenginn. Séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur í Odda kom og skírði í stofunni hér heima á Vallargötunni. Gulla, nýstúdent hélt á undir skírn, Obba og Davíð og Sibba og Nilli eru skírnarvottar, Ágúst Þór las upp vers úr Biblíunni og Magnús Yngvi sá um myndatökuna.
Elín rétt náði að segja nafn hans milli grátstafanna en sem fyrr stendur hún sig vel í því að tárast yfir öllu því sem mögulega getur talist tilfinninganæmt.
Dagurinn var yndislegur og við unum okkur vel. Látum nokkrar myndir (sem MYE tók) fylgja og biðjum að heilsa í bili.
Gulla, Gunnlaugur Yngvi og séra Guðbjörg.
Gulla með húfuna, Gunnlaugur Yngvi og séra Guðbjörg.
Amma Guðný og afi Helgi.
Amma Gulla og Yngvi afi.
Kvenkyns skírnarvottarnir með Gunnlaug Yngva.
Flóki óskar frænda til hamingju. Nú verður ekki lengur hægt að kalla þá frændur Flóka og Brúsk.
Bloggar | 20.12.2008 | 23:58 (breytt 21.12.2008 kl. 11:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar