Innilega til hamingju kæra frænka, systir og mágkona

Elsku Gulla innilega til hamingju með árangurinn. Megi guð og gæfa fylgja þér fram veginn. Þú ert búin að vera rosalega dugleg.studentshufa_gulla_08

kveðja prinsinn (sem fær nafn með þinni aðstoð á morgun, 20. desember), Ronja, Elín og Guðrún.

Já, eins og þið hafið kannski getið ykkur til um þá var Gulla ofur-systir að ná þeim merka áfanga að verða stúdent. Hún hefur tekið þetta í nokkrum áföngum m.a. klárað verslunarpróf sem og sjúkraliðapróf sem hún hefur haft uppá vasann síðustu misseri. Reyndar má ekki gleyma að hún er að sjálfsögðu í grunninn (og þar með fyrst og fremst) Húsmæðraskólagengin, gerið aðrir betur.

En annars er helst að frétta af okkur að til stendur að skíra drenginn sem hingað til hefur gengið undir nafninu Sveinbarn Guðrúnarson laugardaginn 20. desember, eins og áður sagði.

Það hefur liðið allt og langt á milli blogga en nú látum við það ekki koma fyrir og lofum að útvarpa nafni drengsins fljótlega eftir athöfnina (kannski getur Garðar sagt okkur hvaða höfn það er? gæti verið bardagabryggja?). Við höfum fengið nokkrar mjög góðar tillögur að nöfnum frá hinum og þessum velunnurum fjölskyldunnar. Höfum haft mjög gaman af því en það hefur ekki reynst okkur auðvelt að velja nafn á lítinn mann sem þarf að bera það alla sína daga (eða þar til hann ákveður að breyta því sjálfur í þjóðskrá, hver veit?).

Knús og kossar af Vallargötunni.


Síðustu dagar....

Það átti nú ekki að líða svona langt á milli færslna hér á síðunni okkar en nú reynum við að bæta úr því. Við erum búin að fara aftur út í gönguferð, einn jólaljósa-rúnt um bæinn okkar, eina ferð til Reykjavíkur, heimsókn til ömmu og afa í Sandgerði og einn vinnustaðarúnt þar sem við kíktum á félaga okkar í skólanum og í Sparisjóðnum. Við höfum líka verið svo heppin að fá þó nokkuð af gestum. Erla Jóna, Fúsi og strákarnir hafa litið inn nokkrum sinnum sem og aðrir úr fjölskyldum okkar, JÆJA-konur og heiðursfélaginn komu fylltu liði, Hanna Gerður og Patrekur nágrannar okkar stukku til okkar yfir götuna, Agnes frænka kom við, Anna Elín og Hildur Ýr ráku inn nefið, systurnar Elísa og Bylgja komu ásamt dætrum sínum og svo mætti lengi telja.

Í fyrstu Reykjavíkurferð okkar allra saman var ákveðið að Obba og Davíð fengju þann heiður að passa litla manninn á meðan mömmurnar færu aðeins að útrétta. Að sjálfsögðu var búið að klæða manninn í rosalega gæjalegan fatnað. Hann var fljótur að losa sig úr þeim álögum með því að tæma innihald magans í bleyju, buxur og samfellu. Hann nýtti sér sem sagt alla þá þjónustu sem hægt var að fá hjá Obbu og Davíð, fór í bað, fékk þægilegri föt og fékk sér að borða áður en mömmurnar bundu á sig hlaupaskóna. Davíð var að skrúfa í Jeep í bílskúrnum og hann tók að sér að vera með Ronju en Obba ætlaði að eyða deginum í jólahreingerningu og Elín hélt því fram að nú væri maðurinn sæll og ánægður og hann myndi sofa í u.þ.b. 3 klst. og því þyrfti Obba ekki að hafa neinar áhyggjur. Með þetta héldu mæðurnar móðar út með miðann. Í stuttu máli sagt stóðst fullyrðing Elínar ekki, drengurinn var ekki órólegur heldur nýtti sér þann félagsskap sem hann hafði möguleika á út í ystu æsar og var ekki að sofa rétt á meðan Obba frænka og Davíð gátu verið að knúsa hann og kjassa. Þar fór sá hreingerningardagurinn í vaskinn en verslunarferðin tókst mjög vel á mettíma.

i_possun Í pössun hjá Obbu og Davíð.

Einn mannalegur.

gudrunar_drengur

 


Komdu út að leika...

Á sunnudaginn kíktu Fúsi og Ágúst Þór í heimsókn til okkar. Þrír sætir saman. 

agust_fusi_drengur_minni 

Stundum erum við ótrúlega þreytt þegar við erum búin að næra okkur. Þá eigum við það til að leggja okkur öll saman. Það er ótrúlega notalegt.

leggjum_okkur_saman

Ronja er líka rosalega dugleg að passa litla bróður sinn. Hún kíkir reglulega á hann en er annars ekkert mikið að skipta sér af honum.

ronja_passar

En þriðjudaginn 2. desember var komið að því að fara aðeins út fyrir hús. það var milt veður en frekar kalt. Drengurinn var dúðaður í tvö lög að ullarfötum og honum pakkað ofan í vagn. Ronja var rosalega ánægð og litla fjölskyldan fór í fyrsta göngutúrinn saman. Við fórum nú ekki stóran hring en ferðin var að engu síður mjög skemmtilega og góð upphitun fyrir það sem koma skal. Nú vonum við bara að veðrið verið gott á næstunni svo við getum farið meira saman út að viðra okkur.

ut_med_g

Ronja, Guðrún og ökuþórinn klár.

ut_med_e

Elín tekur sig líka ótrúlega vel út. Gott að eiga vagn með stillanlegu handfangi.  

 


Kertin standa á grænum greinum......

Alltaf líf og fjör á Vallargötu og nærsveitum. Laugardaginn 29. nóv. kom Flóki frændi loksins í heimsókn, amma Gulla og Yngvi komu líka og Gulla Sig. (bestemor) og Sigurjón frá Selfossi.

Amma Gulla, afi og Gulla Sig. prófuðu öll að halda á mér og auðvitað vilja allir að Elín taki mynd. BROSA. 

m_ommu_gullu

Með ömmu Gullu.

 yngvi_afi 

Með afa Yngva.

med_gullu_sig

Með Gullu Sig.

Svo birtist Flóki og ég var svo ánægður en líka hissa.syngjandi

floki_kyssir

Flóki smellti á mig kossi, gaf mér pakka, opnaði hann fyrir mig og fékk sér pönnuköku en svo þurfti hann að skreppa aðeins út. Því þennan laugardag var líka kveikt á jólaljósunum utan á húsinu okkar og á jólatré bæjarins. Guðrún, Flóki og foreldrar hans fóru að fylgjast með því en það var enn merkilegra en oft áður því það var engin annar en Helgi Þorsteinn frændi okkar sem fékk þann heiður að ýta á takkann. Guðrún tók nokkrar myndir í brunagaddi og gleði.

floki_jolasveinn_mamma

Flóki hitti jólasveininn og var svona líka hrifinn af karlinum, ho-ho, hó.

med_nammi

Flóki fékk nammi " vá ! ". Mamma hefði nú geta fengið einn poka fyrir okkur og komið með hann heim..... en það hefði svo sem ekki verið til neins. Flóki fékk bara rúsínur og Cheerios í pokann sinn þegar hann kom heim.

systur

 

Svo var komið að því að tendra ljósin á trénu. Systurnar Tinna Eydís og Þórdís Thelma, biðu í ofvæni.

 

 

 

 

helgi_a_takkanum

Svo var komið að því. Helgi Þorsteinn kveikti á jólaljósunum.

 

 

hja_tre

 

 

 

 

Rosalega stoltur og duglegur strákur.

 

 

Segjum þetta gott í bil en Ronja spyr: "Hver getur sett tunguna upp á nef?"

ronja_m_tungu


Fréttir af nýjum Íslendingi

Við þökkum kærlega fyrir frábærar gjafir, góðar kveðjur og árnaðar óskir í tilefni þess að ungur maður hefur fæðst í þennan heim. Góðir vinir og fjölskyldur okkar hafa verið í sambandi og fjölmargir rekið inn nefið. Nokkrir þeirra sem hafa kíkt í heimsókn hafa verið svo heppnir að lenda inni á mynd hjá Elínu. Hér eru nokkrar þeirra mynda í stafrófsröð Tounge.

med_ommuMeð Ömmu Gullu.

 

Með Gullu móðu, sem sennilega situr núna og prjónar á mig ullarnærboli eða sennilega situr hún og lærir fyrir próf. Það er líka mikið betra, vona að hún hafi aldrei tíma í nærbolaprjónaskap.

med_gullu_sinni

 

 

 

 

 

Hér er ég með Ömmu og afa á Norðurtúni. Þau eru þvílíkt ánægð með mig og eru rosalega rík og eiga nú orðið sjö stykki af barnabörnum (átta með Ronju).

med_ommu_gudny

 

Davíð og Obba eru búin að kíkja í heimsókn, bæði á spítalann og heim. Þau komu að sjálfsögðu með góðar gjafir eins og aðrir en að öllum öðrum ólöstuðum þá er hjartateppið eitt það besta sem ég hef fengið, "takk, Obba frænka mín".

 med_david_obbu

 

 

 

 

hja_sibbu

 

 

 

Sibba móða er hér að hald á mér. Ég get alveg treyst því að hún fer ekkert að flækja sig í ullarbolaprjónaskap, þvílíkur léttir.

 

 

 

med_erlu

 

 Hér er ég með Erlu Jónu, hún er rosalega góð við mig, en líka smá geggjuð. Hún fór t.d. sérstaka ferð til U.S.A. bara til að kaupa alls konar fyrir mig:)

 

 

 

med_afa_helga

 

 

Hér er ég með afa. það er ekki leiðinlegt að sitja með honum í ruggustólnum hennar mömmu.

 

hja_magnusi_yngva

 

 

 

  

Magnús Yngvi er búin að vera duglegur að heimsækja okkur og hjálpa mömmunum mínum. Það er honum að þakka að nú á ég bara eftir að setja úti-jólaseríurnar í samband.

 m_dagbjarti

 

Dagbjartur Heiðar og Sandra Dís, frændsystkin mín af Suðurgötunni komu aðeins við og kíktu á mig. Fleiri úr Suðurgötugenginu fara svo vonandi að láta sjá sig þegar ég er orðin aðeins stærri.

 

med_sondru_dis

 

 

 

 

 

 

Bergný, vinkona okkar kom líka í heimsókn. Mér fannst það bara fara henni mjög vel að halda á mér.  

med_bergny

 

 

 

Ágúst Þór er líka búin að koma nokkrum sinnum. Hann setti mig í bað og svo fékk ég að fara í ný föt sem hann gaf mér. Ég held að við séum bara svolítið líkir. Við erum alla vega frændur.

agust_ronja

 

 

 

Gunnar Borgþór kom líka við og fékk aðeins að prófa að halda á mér. Hann er reyndar alveg ákveðinn í að bíða með að eignast leikfélaga handa mér.

gunnar_agust

 

 

 

 

 

med_fanney

 

 

 

Fanney Dóróte fer svo vel að vera með mig. Hún gæti kannski búið til leikfélaga handa mér?

med_gullu_f

 

 

 

Loksins einhver sem gerir gagn.... Gulla Finns. klikkar ekki og hún er sko með leikfélaga handa mér í bumbunni. Það var voðalega notalegt hjá henni, sýndi henni bara aðeins hvað ég get haft hátt.

 

med_steinari

 

Steinar kom og við lékum okkur aðeins í bíló saman.

 

med_malla

 

 

 

 

Magnús Yngvi er bara orðinn nokkuð vanur með mig. Amma Gulla er svo stolt af okkur, litla og stóra, barnabörnunum sínum.

med_karen_s

 

 

Karen S. stakk nefinu inn og fékk aðeins að knúsa mig.

 

reyna_ad_kuka

 

 

 

Hér er Vallý, ljósmóðir að kenna mömmunum mínum hvað hægt er að gera ef okkur gengur illa að kúka.

 

ronja_dekur

 

 

 

 

Við skulum hafa eitt á hreinu ég þarf mitt dekur þó svo að ég sé orðin stóra systir. Bið að heilsa í bili, góðar stundir, Ronja Rán.


Rólegheit

Ronja hefur verið frekar löt að undaförnu. En hún lofar að blogga fljótlega.

ronja_leggja_sig

Set inn eina mynd í leiðinni fyrir Auði Erlu. Hún var svo glöð þegar hún veiddi sinn fyrsta fisk úr sjó hér í Sandgerði um árið. Ógleymanleg stund :)

DSCI0122

Guðrún, Auður Erla, Birta, Kristófer og ufsinn ógurlegi :)

Góðar stundir, kveðja Ronja Rán.


Ein tásumynd

taer

Dagbók Ronju

Kæra dagbók, það virðist vera að einhver misskilningur sé á kreiki í netheimum þessa dagana. Ég, Ronja Rán Eiríksdóttir á þetta blog og í tilefni af því set ég hér inn nýlega mynd af mér.

ronja_

Annars er það helst að frétta að ég kann bara vel við nýjan fjölskyldumeðlim, kíki reglulega á hann en er annars ekkert að skipta mér mikið af honum. Ég er að lóða og fór í bað í morgun. Fór út að hlaupa með Perlu vinkonu minni í gær og bróður mínum bregður ekkert þó að ég gelti. Ljósmóðirin segir að það sé mjög eðlilegt því hann er búin að hlusta á mig gelta síðustu mánuði þó svo að hljóðin hafi verið aðeins dempaðri. Ég kann annars ágætlega við þessa ljósmóður en hún vill ekkert leika með dótið mitt. Ég færi henni yfirleitt svolítið af dóti þegar hún kemur en hún hefur bara áhuga á smábörnum. Nóg af mér í bili.

Bróðir minn fór að láta vita af sér seinni partinn miðvikudaginn 12. nóvember. Eftir að Elín, mamma mín kom heim úr vinnunni ákváðu mömmurnar að fara með mig heim til Perlu og kíkja upp á spítala um kl. 20:00 til að komast að því hvort eitthvað væri komið af stað. Á leiðinni til Keflavíkur ágerðust hríðarnar, tekið var rit þegar þær komu á sjúkrahúsið og ekki um að villast, komið var að fæðingu.

Allt gekk vel og mamma Guðrún fór í heitan pott sem er inni á fæðingarstofunni um kl. 21:30. Um kl. 23:00 var útvíkkun lokið og hríðarnar mjög kröftugar og léttu sóttin hafði heltekið mömmu. Hún var mjög einbeitt og nýtti sér bara glaðloft til að auðvelda sér verkefnið. Valgerður Ólafsdóttir ljósmóðirin okkar spurði mömmu hvort hún stundaði jóga, þvílík var einbeitingin og rólegheitin. Orð eins og tepruskapur eða ótemja voru víðsfjarri. Bróðir minn kom svo í heiminn hratt og örugglega kl. 23:54. Elín, mamma grét eins og barn í teiknimynd, meiri grenjuskjóðan alltaf. Hún getur ekki einu sinni horft á alvarlega auglýsingu án þess að tárast. Þegar allir höfðu aðeins áttað sig á því hvað var að gerast og mamma, Guðrún haft mig í fanginu um stund datt ljósmóðir í hug að athuga hvort kynið við hefðum fengið. Svo færðum við okkur upp úr baðinu og inn á sjálfa fæðingarstofuna. litli bróðir var mældur og vigtaður.

vog

Hann var 3840 gr. sem gera rúmlega 15,5 merkur.

mal

Hann var 54 cm. á lengd og höfuðmál hans var 36 cm.

mal_hofud

Eftir að við komum inn á fæðingarstofuna var Konráð, læknir kallaður til. Það þurfti að sauma mömmu nokkuð og af næstu mynd að dæma var líklega best að hafa lækni viðstaddan þar sem Elín mamma hefði getað sprungið, hvað úr hverju.

med_mommuÁður en við fórum inn á almenna stofu var einni mynd smellt af Vallý ljósmóður með drengnum og mæðrum hans. Hún er líka með okkur í heimaþjónustu og hefur reynst okkur frábærlega.

m_ljosu

 

 

 

Ég, Ronja veit að bróðir minn langar til að vera dýr eins og ég þannig að á þeim 1 og 1/2 sólarhring sem hann var inni á sjúkrahúsinu þá prófaði hann strax að leika dýr, hann valdi kengúru.

undir_mommu_saeng

Þegar kom að því að fara heim fór hann í samfellu sem mömmurnar keyptu, galla sem Guðný, amma og afi Helgi gáfu honum og í peysu, hosur og húfu sem amma Gulla hafði prjónarð.

a_vef3

Þegar heim kom vorum við, litla fjölskyldan á Vallargötunni öll saman á ný.

a_vef4

Jæja, kæra dagbók, látum þetta duga í bili.

Kveðja, Ronja Rán Eiríksdóttir, stóra systir.


Mynd

litil_hond_i_hring

Hann er mættur....

Hæ, kæru ættingjar, vinir og félagar. Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur úr öllum áttum. Þá er herramaðurinn bara mættur í heiminn og kominn heim í litla hreiðrið okkar. Við eigum nú væntanlega eftir að segja ykkur betur frá heimilislífinu á næstu dögum. Núna ætlum við bara að skella inn nokkrum myndum svo þið getið notið þessa, eins og hægt er úr fjarlægð, með okkur. Öllum heilsast vel og Ronja tekur þessu með sínu alkunna jafnaðargeði.

a_vef1_b

Með mömmu.

 

a_vef_b

Ný vaknaður.  

a_vef2_b

Hér er ég komin í mín föt og er á heimleið.

Fleiri myndir og meira um okkur öll á næstunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband