Nú er vor í lofti og Ronja hefur gætt sér á síðasta grýlukerti vetrarins.
Um síðustu mánaðarmót var komið að hvíldarinnlögn. En sú hefð hefur skapast að kalla þær helgar sem mamma og pabbi Elínar koma til Sandgerðis ásamt Gullu Sig. og Sigurjóni, hvíldarinnlagnir. Þá er aðallega lagt uppúr því að njóta lífsins á Vallargötunni, borða góðan mat, spila, prjóna, lesa og spjalla saman um heima og geima.
Kallarnir ná að spjalla svolítið á milli þess sem þeir dotta yfir bók
Kellurnar fóru aðeins í hárgreiðsluleik
Að sjálfsögðu vildi Sigurjón fá að vera með og greiðan ekki af verri endanum.
Guðrún gekk svo hart að Yngva í spilamennskunni að hann fór að rifja upp gamla spilavítistakta og setti upp der. Engum sögum fer af leikslokum.
Á laugardegi litu Karen Hauks. og Hildur við hjá okkur. Frábær helgi með góðum gestum.
Helgina 7.- 9. mars voru ekki síðri gestir sem létu sjá sig á Vallargötunni. Grétar Þór, Sara og mamma þeirra, hin eina sanna Sæfinna mættu á svæðið. Við nutum helgarinnar saman þrátt fyrir smá pest og tanntökuhita.
Yndisleg systkin að leika sér saman. Sara og Grétar Þór.
Magnús Yngvi, mamma hans, Steinar, mamma Gulla og Yngvi bættustu í hópinn á laugardeginum. Við borðuðum saman og áttu skemmtilegt kvöld.
Náðum að komast aðeins í búðir á sunnudegi áður en Vestmannaeyingar héldu til síns heima. Nilli bauð í kaffi og með því en þar sem nokkuð var liðið á daginn var hann að sjálfsögðu búinn með allar pönnukökurnar sjálfur. Alltaf jafn gaman að hitta Flóka sem fékk okkur til að gleyma öllum væntingum um kræsingar hjá Nilla, kaffið hjá Sibbu klikkaði ekki.
Nú stefnir í rólega helgi, Karen Sævars. og Sören Cole eru mætt á klakann. Við erum rétt búnar að sjá í nefið á þeim en eigum vonandi eftir að sjá þau strax í fyrramálið aftur.
Svo er tími hinni sívinsælu ferminga gengin í garð og páskar á næsta leyti. Reynum að láta ekki líða of langt fram að næsta fréttamola af Vallargötunni.
Munið fróðleiksmola Garðars Jóns um páskana:
raksápupáskar er orð sem lesa má jafnt frá hægri til vinstri og frá vinstri til hægri.
Bloggar | 14.3.2008 | 23:05 (breytt kl. 23:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Síðan síðast er mikið búið að bralla á Vallargötunni og nágrenni. Helgina 8. - 10. feb. kíktu hjónin úr Hvassaleitinu við hjá okkur og gistu eina nótt. Guðrún og mamma Gulla tóku sig til og bökuðu nokkra stafla af flatkökum. Þær eru að sjálfsögðu ómissandi þegar líður að þorrablóti. Að sjálfsögðu var síðan sannur pönnuköku-sunnudagur á sunnudeginum. Þá bakaði mamma pönnukökur sem runnu út eins og heitar lummur. Börnin á Suðurgötunni voru ekki sein á staðinn og nú var komið að tímamótum því Þórdís Thelma, stundum kölluð 4/5 kom yfir án þess að vera í fylgd með fullorðnum. Góð heimsókn, alltaf fjör þegar krakkarnir kíkja yfir í heimsókn.
Ekki var síður ánægjulegt að fá einnig Andreu Önnu Norðquist og foreldra í heimsókn sama dag.
En Gulla, Steinar og Magnús toppuðu sunnudaginn með því að kíkja við. Ronja var mjög ánægð með þessa helgi en hún fékk að taka mikinn þátt í öllu því sem fram fór og fékk t.d. að fara í hárgreiðsluleik með ömmu sinni.
Um miðjan mánuðinn var svo komið að þorrablóti á Hellu. Þar var gleðin við völd og ekkert nema gott að frétta af velheppnuðu blóti. Fjölskyldan tók hús á leigu á Ægissíðu og naut þess að eyða helginni saman í nágrenni við hina og eina sönnu Hellu á Rangárvöllum :)
Skemmtanagleðinni og mannamótsþörfinni var áfram sinnt liðna helgi þegar komið var að árshátíðarhelgi hjá Sp.Kef. Þá var Ronja hjá Perlu, aðra helgina í röð en mömmur hennar létu fara vel um sig á heldur þreyttu hóteli Sögu. Milli þess sem við nutum lystisemda Reykjavíkur með samstarfsfólki Guðrúnar hittum við Flóka og félaga, Eydísi, Sibbu, Nilla og vini þeirra á Þjóðminjasafninu.
Guðrún menningarviti á Þjóðminjasafninu.
Guðrún og Flóki kát og glöð í byrjun febrúar.
Við óskum afmælisbörnum febrúarmánaðar að sjálfsögðu líka til hamingju með afmælin sín. Til hamingju Karen Hauks (4. feb.), Lilja, frænka Einarsdóttir (4. feb.), Viddi (16. feb.), Sólrún (21. feb.), Obba systir (22. feb.).
Annars er bara gott að frétta og eflaust erum við ekki að segja frá nema broti af því sem gerst hefur en þetta er það helsta sem kom upp í hugann í dag.
Eitt að lokum - við fréttum það á þorrablótinu á Hellu að nokkuð af fólki er að kíkja á bloggið en hefur ekki þorað að kvitta í gestabók eða skrifa skilaboð við færslur. Nú leiðréttum við þann misskilning að það megi ekki og hvetjum alla til að kvitta.
Bloggar | 25.2.2008 | 18:57 (breytt kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tíminn líður og Ronja Rán Eiríks., bara orðin tveggja ára. Fínn dagur til þess að eiga afmæli.
Ég fæddist í Reykjavík, 6. febrúar 2006.
Hér er ég úti að viðra mig og kyssa Villimey, systur mína sem náði því miður ekki að verða tveggja ára. Hún veiktist alvarlega og dó í janúar sl. Með okkur er bróðir minn Sambó en auk okkar eru Draumur og Freyja í systkinahópnum.
Nú er ég bara orðin unglingur og elska að vera til.
Ég skal brosa ef þú syngur afmælislagið fyrir mig....
Takk, takk.....
Bloggar | 6.2.2008 | 21:48 (breytt kl. 22:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4. feb.
Þetta átti nú ekkert að breytast í afmælisdaga-blogg en ég held að við hljótum bara að þekkja svona marga sem eiga afmæli í byrjun árs. En afmælisbörn dagsins í dag eru:
Karen Hauks. Alltaf í boltanum...... Til hamingju með afmælið.
og Lilja frænka Einarsdóttir
Þá fór 31. janúar ekki fram hjá okkur en þá varð Einar Ingi, pabbi hans Magnúsar Yngva árinu eldri
Ekki má gleyma Gunna Ella Pé. sem átti afmæli 30. janúar sl. Hér fylgir með yfirlitsmynd af Ásavegi 24, Vestmannaeyjum þar sem Gunni býr ásamt henni Drífu sinni. Myndina tókum við þegar við fórum uppá Heimaklett fyrir Verslunnarmannahelgina 2007.
Látum þetta duga af færslu sem átti að fara í loftið 4. febrúar en tafðist vegna tæknilegraörðugleika.
Bloggar | 5.2.2008 | 22:28 (breytt 6.2.2008 kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðfaranótt bóndadags gisti hjá okkur bóndi. Hann var reyndar hjá okkur í heila viku og nutum við þess að fá að hafa Ágúst Þór með okkur á heimilinu á meðan að foreldrar hans skruppu til USA. Mjög skemmtileg og viðburðarík vika.
- Við héldum uppá bóndadaginn með Ágúst Þór sem fékk bónda-ullarsokka og teikniblokk í tilefni dagsins.
- borðuðum frábæran mat og heimabakaða snúða og horn sem Ágúst Þór hristi fram úr erminni í eldhúsinu
- Við hittum Obbu og Davíð aðeins áður en þau skelltu sér til Austurríkis á skíði
Davíð, Sunna og Tóti. Obba er líklega smiðurinn að myndinni.
- Við upplifðum brjálað veður með fjúkandi þakplötum (ekki frá okkur) og upprifnum girðingum (frá okkur). Kannski hendum við inn lengri útgáfu af frásögn frá þessum degi síðar.
- Fórum í afmæli til Flóka
- Þar voru Eydís og Ágúst að skemmta sér sérstaklega vel
- Óskuðum Bergný til hamingju með afmælið þann 28. janúar og minntumst þess að hún hefur nú náð þeim merka áfanga að verða 33 ára.
- Við vorum ömurlegar og gleymdum að óska Fanney Snorra til hamingju með afmælið og það er ekki nokkur afsökun að við höfðum líka gleymt að óska Siggu Láru til hamingju með afmælið sitt á liðnu ári. Til hamingju með afmælin kæru vinkonur (vonum að við séum það enn). Betra er seint en aldrei. En þetta eru Fanney (og ennið á Drífu Þöll) og Sigga Lára (og nefið á Svenna)
-við erum búin að spila í nokkrar klukkustundir með bóndanum
- Elín fékk að fara með Ágúst Þór í gítartíma því það var foreldravika í tónlistarskólanum
- Við fórum líka í keilu með Ágúst Þór og Magnúsi Yngva. Ronja fékk að vera hjá ömmu og afa á meðan sem biðu klár og hress með pönnukökur eftir keilu
- Þetta er aðeins brot af því sem gerst hefur í vikunni en ætli við látum þetta ekki duga í bili.
Bloggar | 2.2.2008 | 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er komið að því ! Næst elsta konan miðað við sjálfa sig, á afmæli í dag. Hún Sibba okkar er einum deginum eldri. Hún ræður sér vart fyrir kæti og í tilefni dagsins ákvað hún að rífa allt upp um sig eins og henni er einni lagið.
Þessi ömurlega mynd af þér Sibba var ein sú allra versta í safninu og sú eina þar sem þú ert að rífa upp um þig á.
En til að fólk sem ekki þekkir þig fái betri mynd af þér látum við þessa fylgja.
Til hamingju. Þú eldist bara ótrúlega vel.
Bloggar | 25.1.2008 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er Flókalúsin bara orðin eins árs. Ronja segir til hamingju með afmælið frændi.
þessi mynd var tekin 17. júní
En hann hefur vaxið hratt og örugglega og þessi mynd var tekin í lok desember.
Bloggar | 23.1.2008 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 22.1.2008 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðað við að kominn sé 21. janúar og við höfum aðeins ætlað að taka okkur smá pásu til að horfa á skaupið þá hlýtur okkur að hafa þótt það alveg rosalega gott...... þriggja vikna skaup-hléi er lokið !
En áfram með árið 2007 í stuttu máli....
Flóki og Tinna komu í heiminn
Flóki
Tinna og Ronja barnapía
Til að koma í veg fyrir frekari tafir á bulli hér á síðunni verður þetta látið duga í bili. Að sjálfsögðu verður bætt duglega við ef einhver minni okkur á eitthvað alveg sérstakt af annars ótrúlega skemmtilegu og viðburðarríku ári 2007.´
En annars höfum við frá áramótum....
- haldið upp á afmælið hennar Elínar
- Haldið uppá afmælið með Söndru Dís 9 ára skvísunni
- fengið vinkonur Guðrúnar frá því í Holtaskóla í yndislega heimsókn
- farið á skíði
- óskað Sigríði sjömanna til hamingju með 35 ára afmælið
- loksins heimsótt Hjördísi Rut, Óskar og Markús Ara
- verið með fjölskyldum okkar og vinum
- gengið frá jólaskrautinu að frátöldum útiseríum sem á ekki að taka niður fyrr en í lok janúar
- tekið lest
- neitað Fúsa um koss á munninn
- fjárfest í viðlegubúnaði.... nota útsölurnar..... urðum að fá okkur fortjald á fellihýsið
- farið í útskrift hjá Hildi
Aðeins nánar um útskriftina hjá Hildi:
Magnhildur Ingólfsdóttir, frá Hellu var að útskrifast með prýði eins og henni var von og vísa. Allt gott um það að segja nema hvað að Elín var ekki alveg sátt við allt sem fram kom í veislunni. Þannig er mál með vexti að reglulega sér Hildur sig knúna til að senda ýmsar kynningar og bæklinga á Vallargötuna sem ekki er hægt að skilja nema á einn veg. Hún hefur miklar áhyggjur af matarræði okkar, holdafari og útliti og okkur hefur hingað til bara þótt notalegt að finna fyrir þessari miklu umhyggju að hennar hálfu í okkar garð. EN í umræddri veislu kom í ljós að Hildur hafði unnið mikið og stórt verðlaunaverkefni í skólanum í samstarfi við félaga sína úr Háskólanum í Reykjavík og Listaskólanum. Þema þessa stórsniðuga verkefnis var brúðarklæðnaður fyrir lespíur. Þá fengum við ekki svo mikið sem SMS frá kellu. Það kemur kannski að því að hún heyri í okkur ef hún markaðssetur hugmyndina frekar eða þegar henni finnst kominn tími til að við göngum í það heilaga.
Andrea Anna og Hildur nýútskrifaða
Bloggar | 21.1.2008 | 22:22 (breytt 26.1.2008 kl. 00:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleðilegt nýtt ár, kæru vinir og hið liðna.
Lítið hefur verið bloggað á síðustu dögum enda í nógu að snúast. við höfum að sjálfsögðu haldið jól með fjölskyldum okkar, hitt nokkuð af vinum okkar, unnið aðeins og haft það gott frá því síðast.
Auk almennra jólaboða höfum við hitt Jæja-konur á góðri stund, farið á ball, fengið góða gesti og notið þess að vera til.
Við höfum verið nokkuð duglegar og tekið ærlega í gegn bæði utan húss og inna.
Verið duglegar að ferðast og skoða landið okkar.
Fylgt elskulegri, bestu ömmu í heimi til grafar.
Börnin á Suðurgötunni dafna vel og njóta þess að vera til og ....
eiga góða "kænku" sem elskar þau af öllu hjarta.
Malli "litli" er orðin stór...
Karen og Sören litu við í dag... gamlársdag.
Bara sætur peyi
Með Guðrúnu... hún er bara ágæt... skil reyndar ekki af hverju allir babbla bara eitthvað bull...... kann engin ensku hér eða hvað ? ?
Gert verður hlé að bloggfærslu til að horfa á skaupið.
Bloggar | 31.12.2007 | 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar