Kæru vinir og ættingjar við óskum ykkur öllum gleðilegrar jólahátíðar, ljóss og friðar.
jólakveðja, Ronja jólastelpa og mömmur hennar.
Bloggar | 25.12.2007 | 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jólin eru að nálgast það er ekki um að villast. Samt sem áður tókst okkur að eiga mjög notalega og góða helgi í jólastússi og fjölskyldufaðmlögum (Elínar megin).
Byrjuðum helgina á því að drífa okkur í bæinn og fara með Ronju í jólaklippinguna. Á meðan hún lét dekra við sig (held reyndar að hún væri alveg til í að sleppa þessu "dekri") á hundasnyrtistofunni Hundaæði-Dísu, fórum við í snittur og mús hjá Sibbu, Nilla og Flóka. Ótrúlegt hvað þau geta hrist fram úr erminni. Held reyndar að það geti eitthvað tengst veisluhöldu vinnuveitenda en það kemur mér ekkert við. Flóki klikkaði ekki og lék við hvern sinn fingur á meðan á heimsókninni stóð. Það er alveg merkilegt með hann hvað hann er frábær, enda ekki von á öðru eigandi þessa frábæru foreldra og frænkur. Sóttum Ronju og kíktu aðeins á mömmu, pabba og Magnús Yngva sem var í heimsókn hjá þeim og eftir að hafa farið vandlega yfir veðurspána var ákveðið að leggja land undir fót daginn eftir og kíkja austur.
Við voru að sjálfsögðu ekkert að flýta okkur af stað, stoppuðum aðeins hjá Sigríði "sjömanna" og fengum okkur kaffi í Olís á Hellu en vorum komin austur undir Eyjafjöll um miðjan dag. Komum fyrir ljósakrossi á leiði ömmu og afa hennar Elínar í Eyvindarhólakirkjugarði og kveiktu á kerti í leiðinni. Okkur til mikillar ánægju sáum við ljós í bústaðnum hjá Erlu systur hans pabba og að sjálfsögðu kíktu við í kaffi. Ekki var að spyrja að hlýlegum móttökum og skemmtilegu spjalli á þeim bænum. Bara gaman að hitta þau hjónin og eina af dætrum þeirra.
Erla og pabbi hennar Elínar.
Aftur var ekið til baka og komið við að Hlíðarenda fórum með kerti á leiðið hjá ömmu Laugu og afa Sæma. Alltaf ákveðin jólastemning og friður að kíkja í kirkjugarðana svona fyrir jólin. Þegar við komum aftur í bæinn með dofinn afturenda eftir að sitja í bílnum beið okkar kvöldverður hjá Obbu og Davíð í Grafarvoginum. Ánægjulegt kvöld og þar gistum við fram á sunnudag.
Fórum aðeins í búðir fyrripartinn á sunnudaginn og náðum sem betur fer að losa okkur við nokkur þúsund. Um miðjan dag vorum við svo heppnar að fá strák að láni. Grétar Þór Sindrason var mættur í bæinn með mömmu sinni og Söru og fékk að koma með okkur að skera laufabrauð hjá Gullu, Steinari og Magnúsi Yngva. Þangað var búið að hóa saman hálfri ættinni og áttum við virkilega skemmtilegt eftirmiðdegi. Hér eru Grétar Þór og Guðrún að sýna list sína sem laufabrauðsútskurðarmeistarar (Grétar Þór og Davíð fengu verðlaun fyrir flottustu kökurnar)
Á meðan hinir fullorðnu voru að steikja laufabrauðið skellti Grétar Þór sér einn rúnt um bílskúrinn á jeppanum.
Annars endaði kvöldið með því að fara í hundana þegar Ronja, Gúndi, Brynja, Blanco og Negro fengu öll að hittast.
Bloggar | 10.12.2007 | 00:15 (breytt kl. 00:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sælir dyggu lesendur. Við erum á líf. Við tókum upp á því að láta leggja nýtt neysluvatn hjá okkur, skiptum um öll gólfefni, settum upp nýja eldhúsinnréttingu og endurnýjuðum allt á baðherberginu auk þess að skipta um innihurðar. (En takið eftir að við erum enn með sömu fataskápana). Af þessum sökum hefur mikið af okkar tíma farið í þessa vinnu og ekki mikið næði eða aðstaða til að setjast niður og blogga.
Svona er Guðrún t.d. búin að vera:
Elín (mjög kvenleg og sæt) og Helgi, pabbi okkar og yfirsmiður.
Ronja var orðin rosalega þreytt á þessu róti en hefur nú tekið gleði sína á ný þegar við sjáum fyrir endann á þessu öllu.
Við reynum svo að henda inn myndum af húsinu eins og það lítur út núna fljótlega. Við erum allavega rosalega ánægðar með breytingarnar og þvílíkt þakklátar öllum þeim sem eru búnir að koma við hjá okkur og leggja hönd á plóginn með okkur.
Bloggar | 6.12.2007 | 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvernig er það eiginlega...... á ekkert að blogga hér?
Hef verið að reyna að rifja upp hvað við höfum verið að bralla á síðustu vikum en þegar svona langt líður á milli rennur þetta allt saman. En eina sem hægt er að gera er að koma sér á o-punkt og gera betur.
Ronja er búin að fara í klippingu.
Bloggar | 26.9.2007 | 19:31 (breytt kl. 19:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ótrúlega frumlegar í fyrirsögnum. En afmælisbarn dagsins er sjálf Skógaprinsessan, sjómannsfrúin og stolt Vestmannaeyja....... Sæfinna Sæ Ásbjörnsdóttir.
Til hamingju með afmælið!
Fréttir af liðinni viku munu koma inn síðar í kvöld. En við skulum hefja lítinn leik sem fellst í því að þekkja konurnar tvær sem að mestu hafa verið klipptar hafa af myndinni af afmælisbarninu. (Smá vísbending: Myndin er tekin á Þjóðhátíð 2007).
Bloggar | 14.9.2007 | 15:10 (breytt kl. 15:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Erla Jóna Hilmarsdóttir á afmæli í dag. Því miður er hún orðin það gömul að hún man ekki lengur hvenær hún er fædd og við sem yngri erum höfum að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvað hún er gömul.
Um síðustu helgi var Ljósanætur-helgi í Reykjanesbæ. Flóki og foreldrar komu suður en þau tóku að sér aukavinnu hér þannig að þetta var meira svona bissness heldur en pleasure.
Við byrjuðum helgina á því að fara í verslunar og forvitnisferð til Keflavíkur. Þegar líða fór að kvöldmat hafði Nilli samband og var ákveðið að við kæmum við á skyndibitastað og gripum með okkur mat til að borða heima með þeim, Nilla, Sibbu og Flóka. Ekki vildi betur til en svo að við völdum óvart bara bitastað í stað þess að velja skyndibitastað til þess að kaupa mat á. Alveg merkilegt hvað KFC tekst ekki að reka stað af viti í Kef. En látum þetta ekki verða hundleiðinlega færslu og höldum áfram með aðra vitleysu en þessa. Sem sagt við kíktum í Kef. og borðuðum svo með Flóka og fjölsk. Rólegt kvöld á Vallargötunni.
Á laugardeginum kíktu Ágúst og Erla Jóna til okkar. Sem betur fer hafði Ronja komist í gula garndokku og tætt hana alla í sundur. Erla Jóna gat þess vegna föndrað við að leysa flækjuna frá því snemma dags og frameftir degi. Hún tók reyndar smá matarpásu en annars þurftum við lítið að hafa fyrir henni þann daginn og áttum þennan fína hnykil þegar kvöldaði. (Á myndinni sést hún með hnykilinn í þrusu sveiflu).
Á laugardagskvöldið kíktum við í Kef. sáum Garðar Thór og flugeldasýninguna. Tókum daginn snemma á sunnudegi og héldum austur fyrir fjall. Fórum á Hvolsvöll. Þar voru mamma og pabbi (Gulla og Yngvi). Pabbi kom með okkur austur að Eyvindarhólakirkju. Við erum búnar að vera á leiðinni þangað í allt sumar til þess að mála ofan í áletrun á legsteininum hjá afa Steina og ömmu. Við byrjuðum að mála en veðurguðirnir sáu til þess að við lukum verkinu ekki. Fyrir austan hittum við Erlu, systur hans pabba og ákváðum að taka góðan dag í að ljúka verkinu í vor og mæta í hópi í bústaðinn til hennar og Gísla í leiðinni. Við hittum líka Kristínu og Óla og fleira gott fólk í kirkjugarðinum. Augljóst að margir eru á fullu í haustverkunum.
Á Hvolsvelli hittum við Eyrúnu og ömmustelpuna hennar sem Úlli var svo sniðugur að skíra Guðrún Helga í höfuðið á Guðrúnu S. Helga. Hún er algjör dúlla og grallari en við féllum nú alveg í skuggann af Ronju í þeirri heimsókn.
Mamma og pabbi gistu hjá Önnu Veigu og Sæma sem eru með eindæmum gestrisin og buðu þeim að nýta húsið í fjarveru sinni að innan sem utan. Alla jafna dugar nú nýting innan hús í slíkum heimsóknum en á haustin hljómar nýting utan húss nokkuð vel fyrir berjaætur. Við semsagt fengum að týna ber í garðinum hjá þeim. Mamma og pabbi týndu nokkur kíló og við Guðrún bættum botnfylli við það til þess að geta sagst hafa tekið þátt.
Á mánudaginn komu mamma og pabbi svo með okkur hingað í Sandgerði og var kvöldið nýtt til þess að gera bæði Rifsberjahlaup af bestu gerð og hlaup úr Stikkilsberjum sem ég verð að segja að hafi komið skemmtilega á óvart.
Á þriðjudag komu svo Gulla og Malli í heimsókn, borðuð með okkur, fengu vax og Gulla sagði okkur frá fjarnámi sem hún er byrjuð í. Það er bara spennandi og frábær möguleiki. Mamma og pabbi fóru svo heim með þeim þegar kvöldaði.
Aðrir dagar og nætur nokkuð eðlilegir fyrir utan smá aðgerð sem Guðrún fór í á miðvikudag. Hún er því heima núna og tekur því rólega fram yfir helgi. Helgin annars bara spennandi útlit fyrir góða gesti og rólegheit. Von á Hjalta og Eyrúnu og vonandi fleiri félögum úr Kennó annað kvöld og amma Sigga á Bakkafirði ætlar að mæta í Sandgerði á laugardag. Gulla og Sigurjón búin að bjóða í bústað í Munaðarnesi, aldrei að vita hvort við rúntum eitthvað þangað, það er nú svona rétt í leiðinni.
Vonandi getum við gert eitthvað gagn á Norðurtúninu hjá mömmu og pabba, Guðný og Helga en þau standa í stórræðum þessa dagana. Unnið er hörðum höndum að því að leggja steina á planið og umhverfis húsið.
Á síðustu myndinni er Magnús Yngvi í nýrri úlpu sem Elín var að reyna að mynda. Guðrún var svo ánægð með nýju sultuna að hún stökk inná myndina sem reyndar varð ekkert síðri fyrir bragðið.
Bloggar | 6.9.2007 | 23:24 (breytt kl. 23:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við fengum góða gesti til okkar á Sandgerðisdögum og skemmtum okkur vel með góðu fólki. Mamma (Gulla) koma á föstudaginn. Hún fékk nú ekki betri móttökur en það að við vorum út að stjórna ratleik fyrir yngri kynslóðina þegar hana bar að garði. Það kom þó ekki að sök og nutum við helgarinnar saman ásamt Öllu systur hennar sem kom um miðjan dag á laugardag, Flóka sem fékk að passa okkur yfir miðjan daginn og Obbu sem kom og eyddi með okkur laugardagskvöldinu auk fjölda Sandgerðinga og gesta. Á kvöldvökunni rákumst við á Sirrý og Andreu Önnu sem voru með okkur restina af laugardagskvöldinu, óvænt ánægja að hitta þær og sem fyrr lýsti Andrea Anna allt upp í kringum sig og lék við hvern sinn fingur.
Einn af þeim sem kíktu við var prinsinn á gula hjólinu, Jóhann Ívar. En eins og flesti vita þá höfum við systurnar ekkert vit á því hvernig nýtast má við karlmenn svo við höfðum hann bara fyrir utan hjá okkur í tilefni af því að við búum í gula hverfinu.
Jóhann Ívar heillaði reyndar Bylgjutrukks-gaurana og dingluð þeir uppá hjá okkur á laugardaginn með góðar gjafir í farteskinu. Þar á meðal var áskrift að Syn-2 næstu 6 mánuði þannig að "nú mega fuglarnir fara að vara sig" því væntanlega vitum við í framhaldinu allt um Enska boltann og stigin fara að hlaðast inn í getraunaleik Garðars á www.123.is/gardar .
Þar til næst............ ower and out !
Bloggar | 27.8.2007 | 23:11 (breytt kl. 23:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja þá er komið að Sandgerðisdögum enn eitt árið og virðist sem fólk sé gengið af göflunum í hverfaskreytingum... Við systurnar á Vallargötunni erum í gula hverfinu og hefur okkur tekist að henda öllu sem til er gult í húsinu út á lóð :) Endilega kíkið á 245.is og skoðið glæsilega dagskrá og fleira......
Góða helgi gott fólk og gangið hægt um gleðinnar dyr :)
Bloggar | 24.8.2007 | 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Síðustu vikur höfum við alveg komist hjá því að blogga. Ef við hefðum gert það þá hefðum við e.t.v. fjallað um ferðalögin sem við fórum í, sumarfríið, gestina sem við fengum, heimboðin sem við fórum í, breytingar í vinnunni hjá Elínu, hugmyndirnar sem við fengum, framkvæmdirnar hér heima og fleira mjög áhugavert. Vonandi lendum við oftar í því að blogga á næstunni. Það hljóta að vera ótrúlega þolinmóðir lesendur sem sjá þessa færslu.
Hér eru myndbrot af broti af því sem aldrei var bloggað um.
Elín baðaði sig í náttúrulegri laug við Flókalund í sumarfríinu ásamt Bergný og Guðrúnu. Elín heimtaði að vera ein á þessari mynd.
Við, við Rauðasand eftir að hafa gengið út á Sjöundaá og fundið fyrir verulegum reimleika.
Lundi við Látrabjarg, hann var þarna ásamt mörg hundruð þúsund frændum sínum sem tóku vel á móti okkur, Ronju, Bergný, mömmu(Guðný) og pabba(Helga).
Hér eru Hjalti, Eyrún og Guðrún um borð í Lagarfljótsorminum. Við fórum saman í siglingu frá Atlavík um Lagarfljót ásamt Obbu, Davíð, Sigga Magg. og Óla Birni. Ronja og Sigga hans Sigga fóru í gönguferð á meðan.
Guðrún hélt upp á afmælið sitt þann 26. júlí með því að keyra frá Djúpavogi og heim í Sandgerði. En eins og alþjóð veit hefur hún aldrei sett vegalengdir og ferðalög fyrir sig stúlkan.
Áður en haldið var af stað bauð Davíð til veislu á Djúpavogi, tertur og kaffi. Hér er Guðrún með Davíð veislustjóra, konu hans og Sigga syni hans, rétt um það leiti sem veislan var að hefjast.
Dætur hans Jobba frænda komu í heimsókn að norðan, með mömmu sinni.
Elísabet, Fríða Kristín og Katrín Dóra er með Guðrúnu.
Guðrún lærði að hjóla á Þingvöllum.
Af því tilefni ákvað hún að fara í gönguferð með tengdapabba sínum.
Guðrún, Sæfinna og Steinar uppi á Heimakletti.
Flóki er komin með 7 tennur.
Ronja er mjög stolt af honum.
Elín hefur sjaldan þurft að neita jafn mörgum biðlum og í sumar. Þessi var alveg vitlaus í hana en hún náði að sannfæra hann um að það væru fleiri fiskar í sjónum.
Magnús Yngvi fékk tvo þaulvana djammara til að leiðbeina sér á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sigga, Magnús Yngvi og Þórunn í æfingabúðum á góðri stund.
Sæfinna og börn hennar Grétar Þór og Sara voru með okkur eina nótt í fellihýsinu yfir Töðugjöldin á Hellu.
Að lokum: það er oft ótrúlega fallegt að horfa yfir að Snæfellsjökli.
Bloggar | 20.8.2007 | 23:10 (breytt 21.8.2007 kl. 10:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú er ekki um að villast, það er sumar í Sandgerði. Rósirnar springa út hver af annarri og Ronja elskar að vera úti að leika sér.
En frá því að við blogguðum síðast höfum við brallað ýmislegt. Helginni 22. - 24. júní eyddum við á Hvolsvelli og í Fljótshlíð. Við hittum ömmu Laugu og vorum ekki langt undan þegar hún kvaddi þennan heim, sunnudaginn 24. júní sl.
Við, systurnar á Vallargötunni og Ronja gistum á tjaldstæðinu við Langbrók ásamt Mömmu Gullu, Yngva pabba, Obbu, Davíð, Gullu og Magnúsi Yngva. Það er tjaldstæði með mikla möguleika sem staðahaldarar gætu jafn vel nýtt enn betur með bættri hreinlætisaðstöðu, en það er önnur saga. Fanney, Árni og börn voru líka stödd á tjaldstæðinu á ættarmóti hjá Árna ætt sem svo skemmtilega vildi til að er líka föðurætt Sverris Más. Þannig að við hittum líka Áslaugu Önnu, Sverri og Sigurð Karl. Falleg en erfið helgi í Fljótshlíðinni. Miðvikudaginn 27. var kistulagning og laugardaginn 30. júní fór jarðarförin svo fram. Dagarnir hafa verið frekar rólegir og lífið haldið áfram sinn vanagang.
Höfum umgengist Flóka og fjölskyldu óvenju mikið undanfarið þar sem foreldrar hans gistu í Sandgerði alla síðustu viku. Flókalúsin er bara frábær og gaman að fylgjast með honum, hann er að taka svo miklum framförum á hverjum degi. En það sem verra er að pabbi hans, snillingurinn Nils Kjartan er búin að koma sér upp mjög skemmtilegu stefi sem líkist á nokkurn hátt Flugger-auglýsingu. Þetta eru alveg drepfyndnar hreyfingar við rulluna "Halló, litli kall, litli, litli, kall - Halló, litli kall, litli, litli kall......... ahá". Krakkagreyið grenjar úr hlátri yfir pabba sínum en það sem meira er að allir viðstaddi gera það líka sem væri bara skemmtilegt ef lagið og rullan væri ekki þannig gert að þetta gjörsamlega límist í hugann á manni. Semsagt Níls lítandi út eins og hreyfihömluð strengjabrúða með Sólheimaglott á rósrauðri vör, syngjandi áður nefnt stef hefur, nær stöðugt, setið í huga okkar undanfarna daga.
Magnús Yngvi er orðinn 15 ára og að sjálfsögðu buðu þau mæðginin og Steinar til svaka veislu í tilefni af því. Alltaf gaman að hitta þau, til hamingju með afmælið, enn og aftur, Malli.
Á leiðinni í afmælið hjá Malla skruppum við upp í Kjós með sumarblóm á leiðið hjá Skottu. Þar inni í sveit sáum við þvílíkt flottan spaða sem við urðum að taka mynd af, sérstaklega fyrir Sibbu (sem stundum líkist sveittri rollu með harðlífi).
Fanney Snorra sem er rétt nýorðin 30 ára gat loksins nýtt sér afmælisgjöfina frá okkur kennó-vinkonunum en Sigga Lára og Bergný fylgdu henni í þokkalegt dekur í Laugum en við fórum svo með þeim út að borða að því loknu. Við hittumst á Tapas-bar og þar klikkaði hvorki maturinn né þjónustan frekar en fyrri daginn og við skemmtum okkur frábærlega og nutum góðra kræsinga.
Auður, Jói og börn að fara í bústað og svo skemmtilega vill til að Sæfinna, Sindri og börn eru líka að fara í bústað á svipuðum slóðum, stefnum á að reyna að hitta á þau á næstu dögum.
Kveðjum í bili, gangið hægt um gleðinnar dyr og elskið náungann.
Bloggar | 4.7.2007 | 16:07 (breytt 5.7.2007 kl. 09:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar