Eðal laugardagur

Eins og flesta laugardaga byrjaði Elín á því að fara og spila badminton með vinnufélögunum. Það er geggjað að fá smá útrás og vera búin að svitna og fara í sturtu og allt fyrir hádegi á laugardögum. Erla Jóna snéri sig reyndar á hæl og gömul íþróttameiðsl tóku sig upp. Hún fór um miðjan daginn til læknis og hann stakk í´ana. Vonum að hún nái sér, klemmd taug getur verið þrálát.

Þegar Elín kom heim var Guðrún eins og eðal húsmóðir með í þvott í vélinni og eplakökurnar voru á leið í ofninn.

Upp úr hádeginu  ákváðum við að skella okkur í bíó með krakkana á Suðurgötunni (3/4) og kl. 14:00 vorum við mætt á Happy feet í Keflavík og skemmtum okkur frábærlega. Elín hélt reyndar upp viðteknum hætti og fékk sér smá lúr undir lok myndarinnar en það koma ekki að sök.

Seinni parturinn fór í smá heimsóknir við náðum í Ronju til Perlu, hún hreint elskar að vera í pössun hjá Erlu, Fúsa og strákunum. Þau eru frábær. Svo kíktum við aðeins á ömmu og afa en fórum svo heim að undirbúa matinn.

Helgi, Guðný, Eydís, Sibba , Nilli og Flóki frændi kíktu í mat og Eurovision-partý. Við skelltum kalkún frá Sólfugl í ofninn og vitið menn þetta var bara frábær matur. Guðný var reyndar eitthvað lítið fyrir fyllinguna en við vorum sem betur fer líka með hefðbundinn kjúlla í kryddlegi með Feta.

Ronja elskar að fá gesti og finnst frábært að fá smá athygli, hún er rosalega góð við Flóka en lætur alveg vita að hún sé til ef fólk er að sýna honum of mikinn áhuga.

Hér fylgja nokkrar myndir með skýringum. Þannig að væntanlega segja þær ekki sína sögu.

dagbjartur_

 

 Dagbjartur Heiðar í bíó. Hann skemmti sér mjög vel og hnippti ofur verlega í Elínu þegar hún gleymdi sér og sagði henni að myndin væri ekki alveg búin.

 

helgi_

 Helgi Þorsteinn var ekkert hræddur í bíó en gerði Guðrúnu greiða og skreið upp í fangið á henni þegar hún varð hrædd og vildi fara heim.

 

 

 

sandra_

 Sandra Dís naut sín vel í bíó og var í miklu stuði allan tímann, eins og bræður hennar.

 

 

 

fjolsk_minni

 

 Hér er litla fjölskyldan af Freyjugötu að mæta i heimsókn.

floki_peysa

 

 Litli, Flóki frændi var í prjónafötunum frá ömmu Gullu frænku (mömmu hennar Elínar). Rosalegur gæi!

 

ronja_floki_mamma

 Ronja hugsaði vel um Flóka og vék ekki frá mömmu sinni þegar hún var með Flóka enda er hún rosalega stolt af Flóka frænda.

 

bless_floki

 

 Bless Flóki frændi !

 

 

 

 


Ágúst Þór er rosalega duglegur!

Loksins komumst við í heimsókn til Ágústs Þórs. Hann hefur verið á spítala frá því hann fór í stór-aðgerð á mánudaginn. Aðgerðin tókst vel og hann er allur að hressast. Hann er rosalega duglegur og það hjálpar honum svo sannarleg að ná fullum bata hvað hann er mikið hörkutól.

gudrun&agust

 Guðrún var rosalega glöð að sjá hvað kroppurinn sinn var duglegur og hress. Ágúst var líka svolítið ánægður að sjá hana loksins.

agust&elin

 

 Elín var líka mjög ánægð að hitta Ágúst Þór og sjá hvað honum hefur gengið vel að jafna sig eftir aðgerðina. Hann var svo hress að þau gátu öll farið saman í gönguferð um spítalaganginn og hann gat unnið Elínu í nokkrum spilum :)

 

agust
Hér er hetja okkar sem borðaði meira að segja nokkra bita af maukuðum fiski í kvöld. Hann verður fljótur að ná sér og vonandi getur hann komið heim á morgun.

Mynd vikunnar

thorunn

 

Mynd vikunnar er af Þórunni vinkonu, hún sendi mér hana í pósti. Hún var víst búin að ná sér í karl en komst svo seinna að því að hann ætti barn og ákvað þá að dömpa honum.

 En myndin af þeim þrem er nokkuð skemmtileg og er nýjast fjölskyldumyndin sem Þórunn hefur sent mér.

Á síðustu mynd var hún með jólasveini ? En hún er alveg pottþétt vinkona þrátt fyrir allt.

 


Þorrablót og góðar heimsóknir um helgina

Þá er Þorrablótið, eina og sanna Hellublótið afstaðið í ár. Við fjölskyldan voru saman í bústað á Ægissíðu, það var mjög notalegt og gaman. Við kíktum á ömmu á laugardeginum og sú gamla var svona líka hress, miðað við aldur og fyrri störf. Hún var svo veik um og uppúr áramótum að það er ótrúlegt hvað hún er hress. Blótið sjálft var mjög gott og skemmtiatriðin voru þannig gerð að þú þurftir ekki að vera "inngróinn" Hellubúi til að skilja hvað fram fór. Hljómsveitin reyndar alveg vonlaus en frábært að hitta allt fólkið.

Við fórum svo frekar snemma heim á sunnudeginum, prinsessan var í pössun hjá Erlu, Fúsa og strákunum. Þau ætluðu að nýta sunnudaginn í að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ágúst fór í aðgerð og lagðist inn á spítala á mánudag þannig að hann átti sunnudaginn. Við erum búnar að vera í sambandi við hann og þetta er allt á réttri leið og gekk vel. Hann verður fljótur að ná sér þó þessir dagar séu erfiðir. Hann hefur lítið mátt drekka og er rétt að byrja að borða smávegis súpu í dag, þriðjudag.

Ronja var reyndar veik á laugardaginn og Gunnar var svo góður að reyna að baða hana og allt eftir að hún hafði ælt út um allt og m.a. á sjálfa sig. Hún leit ekkert rosaleg vel út á sunnudeginum, úfin, þreytt og angaði af ælu. Við redduðum því, hún var alveg búin að ná sér og er núna hin hressasta nýböðuð, blásin og greidd.

Eftir að við komum heim á sunnudaginn var einföld matargerð, pöntuðum pizzu og horfðum á video á Vallargötunni.

Góðir gestir fullkomnuðu svo góðan sunnudag, versta var að við áttum ekki mikið að bakkelsi en það verðu að hafa sig. Lárus og Jóhann litu við, Lárus var hjá pabba sínum yfir helgina og Andrea Anna kom með mömmu sinni og pabba.

Látum nokkrar myndir frá helginni fylgja með.

pabbi, amma og Elín

 

 Hér eru Pabbi, amma Lauga og Elín heima hjá ömmu á Kirkjuhvoli.

 

 

Allir í pottinum

 

 

 Hér eru alllir í pottinum, Steinn Daði, vinur hans Magnúsar Yngva var einn af þeim sem kíkti í heimsókn til okkar.

 

herrataska

 

 

 Svona litu flestar "herratöskurnar" út á þorrablótinu. Það var augljóst að pokarnir frá Kjarval voru vinsælastir á þessu pokaballi.

m&p

 

 

 

 Mamma og pabbi voru rosalega hress og létu dansinn duna langt fram á nótt. Reyndar fékk mamma ekkert að dansa marga dansa við pabba. Kerlingarnar voru æstar í hann, eins og fyrri daginn.

 

elin&david

 

Davíð naut reyndar dagskrárinnar ekkert sérstaklega vel því hann gat ekki tekið augun af "búnaðnum" á Elínu sem var sérstaklega sýnilegur þetta kvöld.

 

 

guðrún&andrea_anna

 

 

Hér eru Guðrún og Andréa Anna að skoða ljósin. Hún er algjör grallari, bara gaman að vera til og frábært að fá þau í heimsókn.


Gott að kíkja á póstinn með mömmu

Svona gerum við mamma þegar við kíkjum á póstinn saman.ronja_mamma_minni


Erla Jóna Hilmarsdóttir

Erla Jóna Hilmarsdóttir er vinkona okkar. Henni þótti mjög leiðinlegt að við værum ekki búnar að tala um hana á blogginu.

erlaÞetta er Erla á góðum degi.

Hún er góð vinkona og okkur finnst gaman að leika með henni.

 

 

 


Höfðinglegur gestur.

Best að blogga svolítið, þá sjaldan að ritstíflan brestur. En haldiði að Michelle Barr hafi ekki kíkt í heimsókn. Það var alveg frábært að hitta hana, hún er alveg einstök. Hún kom til landsins á föstudaginn og fór til Eyja en svo hittum við hana á mánudagskvöldi, fóurm út að borða með Óla og Dorrit og kíktum aðeins í heimsóknir, hún gisti síðan hjá okkur og flaug heim um miðjan dag í dag, þriðjudag. En það er ekkert grín, við fórum að borða á Ítalíu og okkur til heiðurs voru Ólafur Ragnar og Dorrit á næsta borði, skemmtilega óvænt og eitthvað smá gaman við það (alltaf stutt í barnið í manni). Það er svo gott að vera klikkaður eins og Bergný segir. Ég var reyndar mjög fegin að vera ekki með Hjalta Heiðari úti að borða, hann hefði öruggleg ekki getað setið á sér og farið að spjalla eitthvað við gelluna á næsta borði.

En það var frábært að hitta Michelle og þó við hefðum bara getað verið með henni í sólarhring þá var það frábær tími og ég vona að hún komi aftur í sumar og geti þá stoppað lengur.

ronja_gsh_michelle_michelle_

 Hér erum við, ég, mamma G.
og Michelle.

 

Og hér Michelle og blómin sem Freyja gaf okkur.

 

Því miður vantar myndina af okkur úti að borða með Dorrit og Hr. Ó.


Er Bergný farin að ryðga?

Nei, hún Bergný hefur engu gleymt en ég held að þessi gaur hafi beðið aðeins of lengi eftir því að hana ræki á fjörur sínar. Myndin talar sínu máli.bergny

Helgin

Kannski erum  við bara svona vikulegir bloggarar, ekki daglegir eins og flestir. En hvað um það, helgin var rosalega góð. Við fengum fullt af góðum gestum, Gulla mamma, pabbi og Magnús Yngvi voru yfir helgina og sunnudagurinn var pönnuköku-sunnudagur eins og þeir gerast bestir. Fullt af gestum kíktu við. Meðal gestanna var hinn nýfæddi Flóki Kjartans. Prinsessunni var ekki alveg sama hvað mamma G. þurfti mikið að vera að sinna honum. En kíkjum á nokkrar myndir frá helginni.

floki_nyr 

Hér er Flóki Kjartans. Myndin er tekinn daginn sem hann fæddist þ.e. 23. janúar 2007.

 

 

ronja_flokiHér er þessi krakki kominn upp í rúmið mitt og mamma G. gat ekki sé hann í friði.

 

 ronja_floki_2

Já, já! Mamma væri örugglega mjög glöð ef ég færi að kúka og pissa uppi í rúmi. Dúllí, dúllí, dúll.

 

freyja

 

Þetta er Freyja rimlagardína hún er vinkona okkar. Hún kom í heimsókn með mömmu sinni og pabba, Önnu Stínu og Smára. Henni þykja pönnukökur frekar góðar og fannst líka rosalega gott þetta sem var inni í pönnukökunum sem mamma hennar Elínar bakaði (Gulla mamma setti möndludropa í pönnukökurnar sem runnu út eins og heitar lummur:).

 

krakkar_saman

 

Engin sunnudagur er pönnuköku-sunnudagur nema þessir krakkar láti sjá sig. Hér eru Sandra Dís, Dagbjartur Heiðar, Helgi Þorsteinn og Gauja vinkona þeirra að kíkja á Flóka og Sigurbjörgu.

 

Á sunnudagskvöldið kíktu Gulla og Steinar við, borðuðu með okkur og tóku m&p og Malla með sér í bæinn.


Rosalega gott að vera fjölhæfur...

Þegar maður skoðar atvinnuauglýsingar eða þegar rætt er almennt um mannkosti er oftast talið mikilvægt að vera fjölhæfur. Reyndar held ég að fólk þurfi að gæta þess að einbeita sér aðeins að einu starfi í einu eða taka hvert verkefni að minnstakosti það alvarlega að önnur verkefni eða hugsanir skíni ekki í gegn.

Þegar ég sá þessa mynd af hinu frábæra stúlknabandi Nilon fannst mér jaðra við að þær væru hugsa um eitthvað annað en að syngja fyrir börn í Reykjanesbæ. Hvað finnst ykkur.

Nilon


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband