Mikið búið að gerast undanfarna daga, bloggað verður nánar um það á næstunni gestagangur, páskaskraut, skírn, árshátíð í skólanum, Magnús á Kanarí o.fl. En hér eru nokkrar myndir sem sanna að líf er á Vallargötunni þrátt fyrir mígreni og annir.
Ég vil alltaf vera með mömmu í tölvunni. Hún er líka lasin og þá vil ég passa hana og passa að ég fái smá athygli.
Hér er Guðrún að kyssa nýskírðan Flóka
Helgi hjálpaði Guðrúnu með skírnarkertið hans Flóka.
Perla, Ágúst og Anna voru hjá okkur á föstudagskvöldið.
Magnús Yngvi, uppvaskarinn glaðlyndi, amma hans og afi voru lika hjá okkur um helgina.
Guðmundur Búason, mamma hans og systir, móðursystur, amma hans og afi og frænkur hans kíktu líka í heimsókn.
Gulla, Steinar, Beta og Egill skelltu sér hins vegar í skemmtiferð til Glasgow. Hér eru þau á flugvellinum með u.þ.b. helmingi minni farangur en þau komu með aftur heim :)
Hér er svo loka myndin að þessu sinni. Hér sést vel að ég er stóra frænka hans Flóka. Þau kíktu aðeins á fimmtudaginn og ég passa hann að sjálfsögðu rosalega vel.
Bloggar | 20.3.2007 | 23:03 (breytt kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er nú alveg í það lengst sem má líða á milli blogga er það ekki? En nú verður bætt úr því. Um síðustu helgi byrjaði Elín á því að slíta leynivinaviku með vinnufélögunum en Guðrún, Ronja og Ágúst höfðu það kósý fram eftir föstudagskvöldi.
En á föstudaginn bættist einmitt einn enn við í fjölskylduna og nú eru það Helgi og Ágúst sem synda saman í hringi okkur hinum og vonandi sjálfum sé líka til yndisauka.
Á laugardagsmorgun fór Elín að sjálfsögðu í badminton, eitthvað voru nú fáir mættir en það kom ekki í veg fyrir blóð, svita og tár. En þegar hún kom heim voru góðir gestir mætti í heimsókn.
Það voru þeir Helgi og Ágúst, einmitt þeir sömu og fiskarnir eru nefndir eftir. Laugardagurinn fór í að borða góðan mat með gestunum, spila og fara í gönguferð þar til tími var kominn til að gera sig kláran fyrir Afmæli mánaðarins.
Áslaug Anna, vinkona okkar hélt uppá þrítugs afmælið sitt. Þar komu saman frábærir vinir m.a. nokkrar Jæjakonur í öllu sínu veldi. Frábært afmæli hjá Áslaugu og Sverri. Því miður náðum við ekki mynd af afmælisbarninu en þessi mynd er ágæt þó hún sé ársgömul, Áslaug er alltaf jafn glæsileg.
Á sunnudaginn var svo óvæntur fjölskyldudagur hjá okkur. Við vorum búnar að lofa að kíkja við hjá GSM-fjölskyldunni (Gulla, Steinar og Magnús Yngvi). Gulla og Steinar eru að fara út í fyrramálið og auðvitað þurfti að snyrta pæjuna. Við kipptum mömmu og pabba með okkur og svo bauð Gulla Obbu og Davíð í mat líka þannig að dagurinn endaði í besta boði við arineld og notalegheit.
Ágúst Þór eru skáti fram í fingurgóma. Hann kíkti aðeins á okkur í gær eftir skátafund og þá notuðum við tækifæri og tókum tvær myndir af honum. Eitthvað var mamma hans að trufla myndatökuna eins og sést á annarri myndinni. Bara sætur.
Síðast myndin er af mér, aðal fyrirsætu heimilisins. Það er ótrúlegt en mamma E. þreytist ekki á að taka myndir af mér. Bless í bili og við látum ekki líða svona langt á milli blogga næsta
Bloggar | 14.3.2007 | 22:51 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vegna óviðráðanlegra, tæknilegra, mistaka hér á síðunni urðu þau hræðilegu mistök að ekki hefur fyrr verið birt mynd af Malla. En nú verður bætt úr því.
Magnús Yngvi sem kallaður hefur verið Malli í smáum hópi (sérstaklega af smárri frænku sinni (Uppáhalds, bestu frænku sinni)) er litli frændi hennar Elínar og þar með líka Guðrúnar, Ronju og Helga (það er, þið munið, munnbitinn sem Guðrún keypti í matinn á mánudaginn).
Malli var reyndar óvenju fljótur að ná frænku sinni og náði næstu því eldra meti Úlfars Þórs Gunnarssonar. Hann var fyrsti krakkinn af sárafáum sem Elín náði að passa í æsku. En þegar hún var um tíu ára aldurinn og Úlli þá sex ára pössuðu þau í sömu fötin (&%)$%)#&=Ö($.......
En aftur að Malla nú bíðum við spennt að sjá hvort okkar fær endajaxlana á undan, hann er búin að ná öllu hinu.
Hann fermdist í fyrra vor og af því tilefni birtum við eina mynd sem tekin var á fermingardaginn. Hér er heimsins besti Malli.
Bloggar | 6.3.2007 | 22:49 (breytt kl. 22:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ýmislegt búið að bralla síðan síðast. Við skelltum okkur að Skógum á föstudagskvöldið. Þar hittum við vini okkar, Sæfinnu, Grétar Þór og Söru. Þau búa í Vestmannaeyjum og voru í heimsókn hjá ömmu og afa á Skógum. Við erum búin að sakna þeirra ótrúlega mikil og fundum það enn betur þegar við hittum þau loksins. Við vonum að það líði ekki svona langur tími þar til við hittum þau næst.
Grétar Þór og Sara Sindrabörn.
Söru fannst Guðrún alveg frábær og ætlaði alveg að éta hana :)
Grétar Þór og Ronja léku sér rosalega mikið saman. Hann var mjög góður við hana og hún elskaði hann og elti hann um allt hús. Ronja fékk reyndar ekki að hitta Sigfús. En Sigfús er "kattarkálfurinn" risastór, hrikalega sætur, roskinn köttur þeirra hjóna Ingu og Ása. Semsagt gamli kötturinn hennar Sæfinnu sem kalla mætti stóra bróður hennar. Allavega notar hann örugglega stærri skó en hún þ.e.a.s 35+.
En áfram af helginni. Við keyrðum svo sem leið lá heim í Sandgerði eftir góða heimsókn á Skógum. Komum reyndar við í Drangshlíðardal í báðum leiðum því mamma og pabbi komu með okkur austur og voru þar meðan við vorum á skógum. Alltaf jafn yndislegt að hitta hjónin, Ingólf og Lilju.
Jæja, eftir að hafa komið við á Hvolsvelli og skilið mömmu eftir þar þá héldum við áfram suðureftir. Reyndar er ekki hægt að tala um að Elín hafi verið að keyra heim. Hún er nefnilega þeim "kosti" gædd að hún sofnar nánast hvar og hvenær sem er ef minnsta ró skapast. Þannig að Guðrún keyrði með eldspýtur í andlitinu mikinn part leiðarinnar. Elín fór reyndar ekkert að dotta að ráði fyrr en fyrir vestan Selfoss og talaði við Guðrúnu nær alla leiðina til Reykjavíkur. Reyndar hafa þær hvorugar nokkra hugmynd um hvað þær voru að tala. Elín talaði og talaði en Guðrún fékk því miður ekki botn í eitt einasta umræðuefni. Þeir sem hafa reynt að tala við fólk sem talar upp úr svefni þekkja þessa reynslu. Elín var reyndar ótrúlega stolt af sér þegar þær stoppuðu í Essó í Hafnarfirði. Hún reyndi að sannfæra Guðrúnu um að hún hefði ekkert sofnað sem hefði alveg verið trúlegt ef hún hefði mögulega getað nefnt eitthvað af því sem þær voru búnar að vera að tala um.......
En á laugardagskvöldið var árshátíð Sp.Kef og á laugardagsmorgun var stefnan tekin á Reykjavík. Ronja fór í pössun til Bylgju og fjölskyldu og var þar í besta yfirlæti þar til á sunnudag. Auðvitað var eitt og annað sem átti eftir að gera þannig að búðir voru þræddar og útrétta í bænum frá hádegi. En um miðjan dag voru allir mættir á hótelið og þá var bara farið í að hita upp. Allir mættu inn á herbergi til okkar og venju samkvæmt fóru allir að finna sig til aðeins of seint þannig að þegar allir voru komnir niður í lobbý kl. 19:00 vorum við sveitt og fín, til í slaginn.
Árshátíðin tókst mjög vel og allir skemmtu sér vel en það spurðist út að Guðrún hefur verið að taka vini, kunningja og vinnufélaga í lit og plokk. Einn félagi hætti ekki fyrr en Guðrún lofaði að taka inn nýjan viðskiptavin. Hann var einn sá ánægðasti á árshátíðinni!
En það var þetta með karlmanninn á heimilinu.
Við áttum ekki við nýja viðskiptavininn heldur hann Helga. Guðrún fór í verslunarferð á mánudaginn. Hugmyndin var að hafa fisk í matinn. Hún þurfti m.a. að fara í dýrabúð, kaupfélag og fiskbúð. Elín mismælti sig eitthvað og minnti hana á að fara í fiskabúðina. Guðrún greip það auðvitað og kom heim með einn munnbita, syndandi í plastpoka.
Helgi Þorsteinn var í heimsókn þannig að mjög fljótlega fékk fiskurinn nafnið Helgi. Það kemur hvort eða er örugglega aldrei í ljós hvort um hæng eða hrygnu er að ræða. Ronja er mjög spennt að vera loksins búinn að eignast lítinn bróður.
Herramaðurinn á heimilinu. Sérstaklega fallegur sundstíll sem leynir sér ekki á myndinni. Vonum bara að hann fari ekki að æfa björgunarsund uppi við vatnsborðið.
En svona í lokinn. Hvernig er hægt annað en að segja "ÆÆææ.... svo mikið krútt" þegar maður fer í vinnuna og mesta krútt í heimi er búin að skríða uppí í holuna hennar mömmu E. Ronja og mamma G. geta nefnilega sofið smástund lengur á morgnanna. En þar til næst, biðjum að heilsa ykkur öllum. Verið nú duglega að kvitta það er svo gaman að fá kveðjur og athugasemdir.
Bloggar | 6.3.2007 | 21:27 (breytt kl. 21:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Seinni partinn í dag komu Hrafn og Solla í heimsókn. Solla klippti og litaði mömmur heimilisins og Hrafn lék við krakkana á Suðurgötunni. Svo borðuðum við öll saman kvöldmat og allir skemmtu sér vel. Sibba, systir Guðrúnar sem því miður hefur alveg gleymst að kynna hér á síðunni kom með Flóka-lúsina í heimsókn. Nánari kynning mun fara fram á þeim hjónum, Sigurbjörgu og Níls, sem getið hafa af sér Flóka-lúsina, innan skamms hér á síðunni.
Í dag fengum við svo SMS frá Sæfinnu, hún er á Skógum fyrir helgina og við látum það að sjálfsögðu ekki fram hjá okkur fara og ætlum að leggja land undir fót á morgun og skreppa austur að Skógum eftir vinnu. Okkur munar ekkert um að rúnta fram og til baka loksins þegar færi gefst að hitta litlu fjölskylduna en það er alveg skömm að því að við höfum ekki enn hitt litlu fröken Söru og söknum Grétars Þórs óendanlega mikið. Að sjálfsögðu er líka alltaf gaman að hitta SÆ-hræ, no affence.
Svo er það bara árshátíð á laugardagskvöldið, Sp.Kef. here we come! Bara eftir að finna góða pössunarpíu og /eða gæja fyrir Ronju.
En hér eru nokkrar myndir frá deginum í dag. (Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær).
Helgi Þorsteinn og Guðjón Snær,
vinur hans sem býr við hliðina á okkur
Sandra Dís, Dagbjartur Heiðar og Hrafn vinir okkar.
Solla sprenglærði klipparinn. Það eru ekki allir sem fá Viðskiptalögfræðing í heimsókn til að klippa og lita.
Sibba systir með Flóka (Flóki er stytting á Flóka-lúsin)
Guðrún aðeins að máta. Ooo... okkur líður svo vel frænka.
Halló, frændi!
Bloggar | 1.3.2007 | 22:40 (breytt kl. 23:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 26.2.2007 | 22:07 (breytt kl. 22:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um helgina var Ronja hjá Gullu, Steinari og Malla en mömmurnar fóru í sumarbústað. Ronja hafði það mjög gott og fór meðal annars í klippingu á laugardagsmorgun og naut þess að láta Gullu og félaga stjana við sig á allan hátt.
Við fórum með Siggu og Þórunni í bústað á Laugarvatni. Við átum, drukkum, fórum í heimsóknir, fengum heimsóknir, læstum okkur út, skoðuðum sveitir landsins, spiluðum og sungum svo fátt eitt sé nefnt. Mestur tími fór í hljómsveitaræfingar og var það mál manna í hverfinu að á ferðinni hafi verið hver gullröddin ofan á aðra.
Á næstu dögum setjum við inn fleiri myndir og segjum meira frá ferðinni.
Hér er Guðrún við Gullfoss þvílík fegurð og mikilfengleiki.
En þegar við vorum að leggja af stað í ferðina að Gullfossi þá uppgötvuðum við að lykillinn að bústaðnum var eftir inni. En að sjálfsögðu vorum við ekki í vandræðum með að redda því. Swiss-army hnífurinn í hanskahólfinu klikkaði ekki og málinu reddað.
Alltaf gott að koma heim úr góðri ferð og ekki skemmir fyrir þegar sólin baðar heimabæinn í geislum sínum þegar við komum yfir heiðina.
Bloggar | 25.2.2007 | 22:39 (breytt kl. 22:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag hefur verið öskudagur um land allt og hingað hafa streymt misgóðir söngvarar í allan dag. Það er mjög sætt þegar litlir krakkar kunna ekki alveg textann en syngja og syngja af hjartans list. En svo eru stórir krakkar sem ættu að skammast sín fyrir að ropa hér eins og rjúpur á tröppunum hjá okkur og ætlast til að fá nammi fyrir það. En annars var bara gaman að fá krakkana í heimsókn. Allir sungu með sínu nefi og fengu nammi. Ronja, sem breytist í varðhund þegar ókunnugir voga sér inn á lóðina, var ekki alveg jafn glöð með þennan gestagang. Loksins þegar hún var búin að sætta sig við hvern hóp þá þakkaði hann fyrir og fór.
En það var mjög gaman í vinnunni í dag, flestir af yngri krökkunum voru í búningum og líka nokkur af þeim eldri en hjá þeim voru litaþemu í hverjum bekk sem mörg þeirra tóku þátt í. Mér fannst sérstaklega gaman hvað mikið af stafsfólkinu mætti líka í búningum. Það er alltaf gaman af svona tilbreytingu það brýtur aðeins upp hversdagsleikann.
Hér er hluti starfsfólks sem mættu í búningum í skólann í dag.
En hefur einhver heyrt spána fyrir helgina?
Í síðustu ferð fengum við jólasnjó!
Við höfum nú verið nokkuð duglegar við vera inna að kjafta, fíflast, hlusta á tónlist og spila sem og að njóta útivistar. Reyndar fannst mér best þegar við vorum á Laugarvatni og ákváðum að leggja okkur aðeins áður en við færum út í göngu og þrekþráin og útivistarlöngunin hvarf alveg á meðan. Öfga heppinn og fjölhæfur hópur :)
Bloggar | 21.2.2007 | 20:27 (breytt kl. 20:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú styttist í bústaðaferð kvenfélagsins og þegar maður fer að hlakka til þá hugsar maður til baka og minningar um fyrri ferðir hrannast upp.
Í kvöld fór ég að fletta myndum frá vetrarferðinni 2006 og ég hef aldrei efast um að ég ætti frábæra vini en ég mundi ekki alveg hvað við erum myndaleg.
Hér er Elín, hún er ekki með langan háls en á þessari mynd sést að þessi peysa er að gera mjög góða hluti fyrir hana.
Guðrún er rosalega náttúrulega falleg og hefur sannarlega erft útlit forfeðra sinna.
Viddi hefur stundum komið með í ferðirnar en þá aðeins til að fá frið frá öðrum konum. Hér er sjarmörinn með Psycho-útlitið sitt sem svo margar hafa fallið fyrir.
Sigga er þekkt fyrir mjög breitt og fallegt bros. Vandamálið hennar er að hún vill ekki festast þannig og nýtir því bústaðaferðirnar oft til að þjálfa skeifu, mjög erfið æfing.
Þórunn hins vegar reynir að ná brosinu hennar Siggu, gengur bara vel og hún virkar næstum saklaus. Sís.
Hér er eins stórgóð af Elínu, mjög fallegt skot. Reyndar eins og lukkutröll sem er um það bil að springa.
Guðrún var frekar fúl þegar hún áttaði sig á því að hún gæti ekki keypt þennan hatt á Geysi. Mjög sæt og hún hefur fengið nokkur boð um fyrirsætustörf eftir að þessi mynd birtist.
Humm.... hvenær lærir Þórunn að segja grrrr...
Ein stórgóð að Tótu í lokinn. Hvernig getur maður annað en hlakkað til að fara og slappa af með þessum vitleysingum.
Bloggar | 19.2.2007 | 22:41 (breytt kl. 22:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þá er alþjóð það ljóst að Eiki Hauks er að fara til Finnlands og syngja fyrir frændur okkar og vini um alla Evrópu. Við höfum fulla trú á Eika og látum hér fylgja eina mynd af stílistanum hans. Þau fóru saman í "tannhvíttingu" fyrir keppnina. Svona er það hjá stjörnum og þetta er alveg einstök mynd sem náðist í USA í sumar.
Sonja Bacon, einka stílisti og aðdáandi Eiríks Haukssonar.
Áfram Ísland!
Eiríkur á sigurkvöldinu.
Bloggar | 18.2.2007 | 01:37 (breytt kl. 02:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar