Bloggar | 27.4.2007 | 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Í dag var skírt á Vallargötunni, litla frænka, Tinna Eydís var með athöfn og veislu.
E. og Tinna Eydís.
(hrukkunum sem virðast vera í kringum augun var bætt inn á myndina í Photoshop. Þeim var bætt við til þess að E. virtist virðulegri með litlu nýskírðu frænku).
Séra Björn Sveinn þjónaði en móðurafinn Róbert hélt prinsessunni undir skírn. Auk hans var Nilli skírnarvottur.
Guðrún hristi eitt stykki veislu fram úr erminni.
Flóki vildi reyndar frekar borða hana sjálfa en annað sem var á boðstólnum.
Ronja óskaði Tinnu Eydís að sjálfsögðu til hamingju með kossi. "TIL HAMINGJU - elsku frænka mín".
Þessir grallarar voru að sjálfsögðu í veislunni og nutu sín til hins ítrasta.
Tinna Eydís
Bloggar | 15.4.2007 | 00:15 (breytt kl. 00:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er alveg rosalega ánægð með matseðilinn á Nings. Hægt er að velja úr fjölda girnilegra rétta og heilsuréttirnir skipta tugum. Það er svo notalegt að geta keypt hollan og góðan mat. Þetta er það sem ég hugsa um þegar ég vel að fara á Nings og panta mér mat.
En vitið menn þegar ég er glorhungruð og komin að afgreiðsluborðinu eða í símann þá gleymi ég alltaf þessum kafla með hollu réttina. Þannig að þrátt fyrir allar fyrirætlanir um hollt matarræði þá gleymi ég öllu um hollustu og hugsa bara um að djúpsteiktar rækjur, sveittar núðlur, kjúkling og Satay-sósu. Svo byrja ég að borða, með prjónum að sjálfsögðu og hugsa með mér að þannig geti ég hamið græðgina. En vitið menn, ég er svoleiðis komin með sinadrátt í handarbakið (svona eins og þegar maður skellir sér á skriðsund með látum og fær sinadrátt í litlutærnar) af græðgi, þó að geta mín til að raða í mig með prjónunum sé takmörkuð þá læt ég það ekki stoppa mig. Heldur sit ég eins og prjónavél og ét samansafn af öllum óhollustu réttum þessa ágæta matsölustaðar eins og ég fái greitt fyrir það þar til ég stend á blístri. Þá lít ég yfir afganginn og skil ekkert í því hverjum datt í hug að panta þessa rétti og þetta mikla magn og kem auga á lítinn miða á umbúðunum sem á stendur: Kínamatur geymist vel í kæli og er upplagður til að hita upp í örbylgjuofni eða á pönnu. Nú jæja, það er þá best að geyma afganginn þó svo að ég hafi örugglega ekki list á þessu á morgun. Hvað haldið þið að gerist svo í hádeginu daginn eftir. Ég hjóla heim á þvílíkum hraða að skipuleggjendur Tour de France hafa samband og raða í mig að nýju og átið endurtekur sig.
En næst ætla ég að kaupa eitthvað hollara..... það er nóg af því á matseðlinum. Ég ætla að panta hollan mat og borða rólega með prjónunum.
Bloggar | 11.4.2007 | 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10. apríl voru tvö ár síðan hún Skotta okkar kvaddi þennan heim. Við skruppum upp í Kjós og settum blóm á leiðið hennar og kveiktum á kerti.
Bloggar | 11.4.2007 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 10.4.2007 | 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er bara kominn annar í páskum. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og frídagarnir líða einhvernvegin enn hraðar.
Við erum búnar að hafa það rosalega gott, fá gesti og vera svolítið á ferðinni þó að við höfum bara verið heimavið yfir páskahátíðina. Sæfinna, Sindri og krakkarnir komu í alltof stutta en frábæra heimsókn. Við fórum í Bláa-lónið um páskana, Reykjanesrúnt, heimsóknir, matarboð, buðum í mat, spiluðum, tókum nokkrar lestar (spiluðum "Ticket to Ride") og vorum með fjölskyldum okkar. Meðfylgjandi myndir segja meira en blaðrið í okkur.
Elín og 3/5 á Suðurgötunni byrjuðu páskafríið á því að fara saman í klippingu. Hér eru krakkarnir með Guðrúnu, bestu frænku sinni (ekki alveg víst að Eydís, Sibba og Matthildur séu sammála þessu :)
Sara og Grétar Þór Sindrabörn komu með pabba sínum og mömmu í heimsókn. Ferðin hjá þeim uppá land varð því miður alltof stutt, gubbupest gerði það að verkum að þau gátu aðeins stoppað í sólarhring og heilsan var ekkert uppá það besta hjá börnunum. Við vonum bara að þau drífi sig í lengri heimsókn fljótlega.
Hér er Guðrún og Ronja með Söru og Grétari Þór. Sara var aðeins að fatta hvað þetta loðna dýr var merkilegt. Mjög gott að ná taki á feldinum á þessum "bangsa".
Grétar Þór og Elín fundu sér smátíma til að föndra páskaunga.
Grétar Þór var líka duglegur að leika við Ronju. Hér eru þau að leika sér með pulsurnar sem hann gaf henni þegar hún var hvolpur.
Elín var rosalega montin af því að fá að passa Tinnu Eydísi og systkini hennar þegar foreldrarnir brugðu sér í kaupstaðinn. Þá áttaði Elín sig líka á því hvað hún er ótrúlega lík Guðrúnu frænku sinni. Glöggir lesendur sjá það eflaust á myndinni líka.
Flóki og foreldra litu líka í heimsókn um páskana og gistu eina nótt. Hann dafnar mjög vel og stækkar alveg ótrúlega milli vikna.
Ronja var rosalega duglega að passa litla frænda og hann kunni bara vel við það.
Að lokum er ein mynd af Ágúst Þór, hann fór með okkur rúnt um Reykjanesið, hér er mynd af honum við Gunnu-hver. Annars hafa hann og Elín líka verið dugleg að spila um páskana og það er ótrúlegt en satt, hún vinnur hann ALLTAF.
Einn smá moli frá Garðari (123.is/gardar)
Raksápupáskar er alveg eins og raksápupáskaR
Bloggar | 10.4.2007 | 00:20 (breytt kl. 13:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er gullfalleg stelpa búin að bætast í barnhópinn á Suðurgötunni. Velkomin í heiminn elsku frænka og til hamingju með systur ykkar krakkar.
Bloggar | 27.3.2007 | 22:48 (breytt 6.4.2007 kl. 23:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið rosalega var ég ánægð í morgun þegar ég kom út. Snæviþakinn bílinn fyrir utan húsið..... skafa, skafa...... NEI! Að sjálfsögðu hjólum við bara og göngum í vinnuna. En var ég ekki að dásama vorið í gær?
Bloggar | 27.3.2007 | 22:30 (breytt 10.4.2007 kl. 00:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er ég loksins hætt að fá hjartaáfall á hverjum morgni og halda að ég sé að sofa yfir mig. Það er bara eðlilegt að það sé farið að birta kl. 7:05 þegar síminn hringir. Það eru mikið fleiri börn úti að leika sér á daginn, páskaliljurnar að taka við sér og hundskítur á annarri hverri gangstétt sem segir okkur að vorið sé á næsta leiti. Enn eitt.... Guðrún setti upp grillhanskana í dag, smellti steik á grillið og ekki eitt einasta grýlukerti að sjá.
Þessir "apar" kíktu á okkur í kvöld. Pabbi þeirra kom líka við en Helgi bróðir þeirra kom við hjá okkur fyrr í dag. Hér er líka ein mynd af honum.
Þau voru að sjálfsögðu öll í afmæli hjá Eydísi um helgina. Guðný og Helgi buðu öllum hópnum í grill í tilefni þess að litla barnið er að verða fullorðin. Til hamingju með 27 ára afmælið Eydís.
Að sjálfsögðu var borin fram afmæliskaka.
Þórdísi Thelmu fannst hún líka rosalega góð.
Auk þess að fara í afmælið um helgina létum við gera tilboð í eldhús innréttinugu (nú fer að styttast í framkvæmdir), fórum við á skauta, Hjalti Heiðar og Eyrún kíktu við (Já, það er Hjalti, Hjalti og Smári og hann er komin með frábæra konu), við borðuðum með fjölskyldunni í Hvassaleitinu, Obbu, Gullu og Co. (reyndar var Magnús Yngvi ekki með því hann er á Kanarý) þar tókum við eina umferð í Ticket to ride eins og lög gera ráð fyrir og kvissuðum aðeins.
Ein sæt í lokin.... Það er rosalega gott að kúra fyrir framan sjónvarpið á vorin.
Bloggar | 26.3.2007 | 22:54 (breytt 27.3.2007 kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Geggjaðir bloggarar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar