Allt með kyrrum kjörum

Heil og sæl, kæru vinir og félagar.

Í dag ætlar Ronja að byrja á því að ulla á alla þá sem hvorki hafa skrifað í gestabókina eða gert athugasemdir við færslur undanfarið.

ronja_tungan_ut

En reyndar eru þessi "leiðindi" aðeins í nösunum á henni og hún hefur ekkert sérstakar áhyggjur af þessu frekar en öðru í heiminum í dag. Hún nýtur þess að taka lífinu með ró með mömmum sínum og er farin að hlakka alveg rosalega til að fá lítið systkin. Hún gætir Guðrúnar við hvert fótspor og virðist átta sig vel á því að eitthvað sé á seiði.

gudrun_ronja 

Nokkrir hafa spurt okkur hvort við ætlum ekki að leyfa henni að eignast hvolpa. Það er svo sem ekkert á plani næstu vikna en ef mannfólkið á heimilinu verður allt krúnurakað þá hljóta að vera hvolpar á leiðinni. Það hlýtur það sama að ganga yfir alla á heimilinu. Fylgist bara með.

Helgin hefur annars verið mjög skemmtileg. Amma Gulla og Yngvi, afi komu ásamt dyggum ökumanni Sigríðar Dúnu (bílnúmerið á sjálfskiptungnum, Suzuki Vitara er SD-###) Magnúsi Yngva á föstudagskvöldið og gistu þau eina nótt hjá okkur. Ýmislegt var brallað og bökuðu Elín og Gulla meira að segja flatkökur fyrir Erlu Jónu (svo hún geti glatt og satt systur sína í USA) á meðan að Yngvarnir könnuðu sveitir sunnan við beygju. Einnig kíktu amma og afi á Norðurtúni til okkar, Erla, Fúsi og Gunnar létu sjá sig og hljómsveitarmeðlimurinn, suðurhafseyjaprinsessan, sjómannsfrúin, kennarinn og verðandi tvíburamóðirin, Drífa Þöll lét sjá sig og áttum við góðar stundir saman. 

Hlökkum til að lesa athugasemdir frá ykkur sem flestum.


Vallargata 3

Dagarnir líða og vikurnar nú orðnar 38 talsins. Tíminn hefur verið ótrúlega fljótur að líða en samt er þetta eitthvað svo löng bið:)

Hér er mynd frá því um miðja meðgönguna

_7

Annars er allt gott að frétta. Við héldum "litlu jólin" með fjölskyldunni hennar Guðrúnar áður en Eydís flutti út til Líma, Perú. Guðný og Helgi hristu jólahlaðborð fram úr erminni, skelltu upp jólatré, Eydís dreifði pökkum á liðið, jólalögin ómuðu og Ronja mætti í jólakápunni sinni svo eitthvað sé nefnt. Stemningin var alveg ótrúlega skemmtileg og jólaandinn sveif yfir vötnum (kannski erfitt að sjá þennan anda yfir vatni fyrir sér en þið vitið hvað við meinum).

ronja_litlu_jolHér er Ronja að mæta í jólaboðið.

Flóki notaði tækifærið þetta sama síðdegi og prófaði að vera gamall karl í 5 mínútur öðrum veislugestum til mikillar ánægju.

floki_gamli

 

 

 

 

 

 

 Flóki gamli.

Ronja Rán ákvað að fá sér "sumarklippingu" í tilefni þess að von er á erfingja. Því miður er ekki hægt að segja að það fari henni sérstaklega vel en hún er ótrúlega ánægð með það. Þessi mynd var tekin af henni og Guðrúnu mömmu hennar við að baka í dag.

ronja_bakar

En annars er Ronja búin að vera frekar mikið í tölvunni undanfarið því eftir að Eydís flutti út þá var ráðist í að kaupa tölvumyndavél (webcam) og þó Eydís sjálf sé ekki komin með tölvutengingu þá er auðvitað búið að prófa dótið með því að hringja í Flóka og Magnús Yngva reglulega. Hlökkum til að sjá fleiri á skjánum hjá okkur. Það er gaman að þessu þar sem við búum svo afskekkt..... eða það hlýtur að vera ástæðan fyrir dræmum gestagangi (ekki dettur okkur í hug að það sé vegna þess að við séum leiðinlegar :). Við erum reyndar vissar um að barnið eigi eftir að trekkja svolítið að og auglýsingarnar í sjónvarpinu..... t.d.  "verum duglega að rækta vináttu, það kostar ekkert".

Hér er Ronja Rán í tölvunni með mömmu sinni.

ronja_i_tolvu


Er ekki rétt að byrja bara á byrjuninni?

Þá er komið að því að birta fleiri myndir. Auður Erla hefur gengið mjög stíft eftir því að fá að sjá bumbumyndir og okkur fannst rétt að byrja þá bara á byrjuninni og setja inn mynd af frumuklasa sem síðan óx og þroskaðist í fóstur.

_1a

Annars er helst að frétta að Eydís er farin til Perú. Hún var frekar leið yfir að sjá fram að missa af fyrstu mánuðum systurdóttur eða -sonar síns. Þess í stað lagði hún sitt af mörkum við undirbúninginn. Hún mætti og setti saman allt sem mögulega var hægt að setja saman á þeim tíma; kommóðu, skáp, ömmustól, vagn o.fl. Hún lumar á ótrúlegum hæfileikum og samsetningargreind hennar blómstraði.eydis_smidur

Þá var hún næstum búin að fá okkur til þess að fá að vita kynið fyrir sig. Hún kom með þá hugmynd að við myndum bara biðja lækninn um að skrifa kynið á miða og setja í umslag sem hún síðan fengi. Það átti ekki að skipta okkur neinu máli en við gengum ekki að þessari frábæru hugmynd. Hún verður bara að bíða spennt eins og við hin þó hún sé stödd í langtíburtistan. 

Eydís setur saman :)

 


Tvær sætar stelpur

Ronja er mjög góð við mömmu sína og vill helst kúra á bumbunni við hvert tækifæri. Það verður froðlegt að sjá hvernig hún tekur nýjum fjölskyldumeðlim.

ronja_mamma


Við erum hressar og kátar....

Hér er ein mynd, bara rétt til að minna á okkur. Á myndinni eru Guðrún og Ronja með góðum gestum. Grétar Þór og Sara komu í heimsókn til okkar í haust með mömmu sinni.

godir_gestir


Hvað hefur verið að gerast síðan síðast...

Við fórum í fyrstu útileguna fyrstu helgina í júní eða síðustu helgina í maí eða réttara sagt um mánaðarmótin maí-júní. Að sjálfsögðu var center of the universe fyrir valinu og við áttum góða helgi á Hellu. Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum Gulla, Steinar og Magnús Yngvi, Helgi og Guðný og Einar Ingi, Sirrý og Andrea Anna. Sigga (Sigríður sjömanna) og Þórunn hin eina sanna frá Ási kíktu við auk Hrafnhildar Einars., Gísla Stefáns., Dóru og fylgifiska þeirra. Að sjálfsögðu klikkaði veðrið ekki þrátt fyrir frekar skýjaða veðurspá.

utilega_hellaDæmigert veður á Hellu - Guðrún og Ronja þurftu að nota sólvörnina ósparlega til að brenna ekki.

Skólanum var slitið uppúr mánaðarmótum, við fórum í bíó eins og önnur hver kona á Íslandi og 0,5 % karla til að sjá Sex and the City og að sjálfsögðu klikkaði myndin ekki. Ég er reyndar ekki alveg viss um að öllum konunum og körlunum 4, sem voru um leið og við í bíó hafi fundist við hlægja alveg á réttum stöðum í myndinni. En þegar Guðrún og Þórunn fengu hláturskast um miðja mynd þá hlógum við eiginlega það sem eftir var.

eydis_floki_2

Um síðustu helgi var svo komið að langþráðri útskrift hjá Eydísi. Reyndar eru þessi 5 ár sem hún var í lyfjafræðinni alvegrosalega fljót að líða. Guðný hristi þessa líka veisluna fram úr erminni. Enn og aftur til hamingju með áfangann Dísa Diggs.

Flóki er með henni á myndinni sem tekin var á útskriftardaginn.

_floki_blomHann er frábær sem aldrei fyrr. Núna er hann sérstaklega hrifinn af því að blása á allt sem er heitt og finna lyktina af öllu sem mögulega hefur lykt, sérstaklega blóm. Þá skipti engu hvort blómin eru teiknuð í bók, séu í nokkra metra fjarlægð eða rétt innan seilingar. þannig komst hann í feitt á útskriftardaginn þar sem hann komst í návígi við fullt af vellyktandi blómvöndum frá Ey - dissssss frænku sinni.

Síðast liðna viku hefur Michelle vinkona okkar verið á landinu. Hún skrapp fyrst til Eyja en var svo hér í Sandgerði og í Reykjavík síðustu daga. Bara gaman að hitta hana, hún er frábær gestur. Annars höfum við verið svolítið á ferðinni eins og vanalega og notið þess að hitta vini okkar og fjölskyldu.

Stefnum á að hitta Önnu Stínu, Smára, Freyju og Goða áður en þau flytja út og vonandi náum við líka í rassinn á Hjalta áður en hann fer austur. Svo eru það útilegur og áframhaldandi vina og fjölskyldu hittingur framundan. Guðrún er komin í sumarfrí og nýtur þess að vera meira með Ronju en Elín verður að vinna a.m.k. fram að mánaðarmótum.

Tölum ekkert um ísbirni eða bensínverð heldur förum í smá skýjaleik, Ágústi Þór til heiðurs. Hvað er að sjá hér?

sky

 

 


Hæ, hó, jíbbí jei

Kæru vinir og félagar, til sjávar og sveita, GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG !

 

flagg_anim

Ljómandi góð helgi að baki

Helgin 23. - 25. maí var glimrandi góð þrátt fyrir misjafnan tónlistasmekk Evrópubúa. Reyndar klikkuðu Danir ekki. Það gerðu heldur ekki mamma, pabbi (Gulla og Yngvi) og Magnús Yngvi og mættu klár og hress í heimsókn á föstudagskvöldið. Helstu verkefni föstudagsins fólust í að fást við hannyrðir, almennan myndarskap og fara á völlinn. Á Sparisjóðvellinum í Sandgerði fylgdust Guðrún, Magnús Yngvi, Elín (í 15 síðustu mínúturnar) og fullt helling af Suðurnesjamönnum með því þegar Reynir Sandgerði vann Víðir Garði 1-1. Víðismenn skoruðu eftir 65 mínútna sókn Reynismanna sem náðu ekki að jafna fyrr en 7 mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Ágúst kíkti með okkur heim og Perla og Erla litu við í kaffi.

Á laugardagsmorgun rifjuðum við upp gamla takta og fórum í eggjaleit. Pabbi var sérstaklega ánægður með gönguferðina þar sem Veiðibjölluegg eru eitt það besta sem ekki má vera á matseðlinum hans. Ágúst og Perla fóru með okkur og Perla sýndi einstaka hæfileika og fann hvert hreiðrið á fætur öðru. Þegar leið á daginn vorum við að sjálfsögðu ekki eftirbátar 88% Íslendinga og gerðum klárt fyrir Eourovision með grillmat og partýstandi. Hin mamma og pabbi (Helgi og Guðný) komu og vorum með okkur. Skemmtilegt kvöld í góðra vina hópi.

Sunnudagurinn var tekinn snemma. Magnús Yngvi hjálpaði Elínu að vinna í lóðinni á meðan Gulla og Gurún gerða klárt fyrir dag barnanna (án þess vita að sá dagur væri og án þess að vita hve mörg börn ættu eftir að vera í heimsókn). En þær bökuðu sem sagt heimsins stærsta pönnukökubúnka og hristu fram netta veislu. En Fanney, Árni og börnin þeirra Gunnar Franz og Arna Kristín kíktu við og við vorum svo heppnar að hafa Ágúst og 4/5 af Suðurgötugenginu hjá okkur góðan part úr deginum. Sibba, Nilli og Flóki heiðruðu okkur einnig með nærveru sinni síðdegis og Flóki fékk nýja lopapeysu frá Elínu frænku sinni sem reyndar ætti að kalla Lopa-frakka þangað til hann hefur náð örlítið meiri hæð. En það er ekki prjónakonunni að kenna því hún reiknaði með vaxtarkúrfu aðeins yfir meðallagi. En Flóki er fullkominn það voru bara foreldrar hans sem höfðu ekki gefið réttar upplýsingar. Rétt er að taka fram hér að Nilla voru ekki boðnar pönnukökur þrátt fyrir að enn væru til 2 stk. í eldhúsinu. En það þykir bara ekki boðlegt að bjóða slíkt lítilræði þegar höfðinglega gesti ber að garði. Gulla og Steinar litu svo við í steik þegar leið fram á kvöld.

Góð helgi í góðra vina hópi. Stefnum á ferðalag um næstu helgi ef allt gengur að óskum.


Er ekki kominn tími til að blogga?

Við höfum brallað ýmislegt undanfarið. Til að gera langa sögu stutta þá höfum við farið í nokkrar fermingar, notið þess að vera með vinum og vandamönnum, tekið til í bílskúrnum, sinnt vorverkum í garðinum og standsett fellihýsið fyrir sumarið.

Það er ekkert gaman að lesa gamlar fréttir þannig að við reynum að láta í okkur heyra fljótlega með nýjar fréttir :)

_1

Ronja biður að heilsa ykkur öllum og hlakka til að láta í sér heyra.

 


Til Hamingju með afmælið, stelpur

Okkur til mikillar skammar höfum við hvorki óskað Tinnu Eydísi né Eydísi til hamingju með afmælið, hér á síðunni. (Höfum reyndar ekkert verið að standa okkur í blogginu undanfarið).

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT ÞANN 25. MARS, EYDÍS.

_eydis_afmaeli

Hér er Eydís (til vinstri á myndinni) í sannkölluðum afmælisgír. Með henni á myndinni er einstakur uppáhalds vinur okkar og félagi Ágúst Þór Sigfússon.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÞITT ÞANN 27. MARS, TINNA EYDÍS.

t_g_þ

Hér er svo Tinna Eydís (lengst til vinstri) með henni á myndinni eru Guðrún og Þórdís Thelma.

Annars er allt ljómandi gott að frétta af systrunum á Vallargötunni og hundinum þeirra, ungfrú Ronju Rán Eiríks.

Páskarnir voru yndislegir og við nýttum fríið með vinum okkar og fjölskyldum. Fórum í fermingarveislur bæði í Reykjavík og austur á Hvolsvelli. Foreldrar Elínar voru hjá okkur í Sandy yfir sjálfa páskahátíðina og tíminn nýtur í almenn notalegheit, heimsóknir, gestamóttöku og útivist.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband