Dagbók Ronju

Kæra dagbók, það virðist vera að einhver misskilningur sé á kreiki í netheimum þessa dagana. Ég, Ronja Rán Eiríksdóttir á þetta blog og í tilefni af því set ég hér inn nýlega mynd af mér.

ronja_

Annars er það helst að frétta að ég kann bara vel við nýjan fjölskyldumeðlim, kíki reglulega á hann en er annars ekkert að skipta mér mikið af honum. Ég er að lóða og fór í bað í morgun. Fór út að hlaupa með Perlu vinkonu minni í gær og bróður mínum bregður ekkert þó að ég gelti. Ljósmóðirin segir að það sé mjög eðlilegt því hann er búin að hlusta á mig gelta síðustu mánuði þó svo að hljóðin hafi verið aðeins dempaðri. Ég kann annars ágætlega við þessa ljósmóður en hún vill ekkert leika með dótið mitt. Ég færi henni yfirleitt svolítið af dóti þegar hún kemur en hún hefur bara áhuga á smábörnum. Nóg af mér í bili.

Bróðir minn fór að láta vita af sér seinni partinn miðvikudaginn 12. nóvember. Eftir að Elín, mamma mín kom heim úr vinnunni ákváðu mömmurnar að fara með mig heim til Perlu og kíkja upp á spítala um kl. 20:00 til að komast að því hvort eitthvað væri komið af stað. Á leiðinni til Keflavíkur ágerðust hríðarnar, tekið var rit þegar þær komu á sjúkrahúsið og ekki um að villast, komið var að fæðingu.

Allt gekk vel og mamma Guðrún fór í heitan pott sem er inni á fæðingarstofunni um kl. 21:30. Um kl. 23:00 var útvíkkun lokið og hríðarnar mjög kröftugar og léttu sóttin hafði heltekið mömmu. Hún var mjög einbeitt og nýtti sér bara glaðloft til að auðvelda sér verkefnið. Valgerður Ólafsdóttir ljósmóðirin okkar spurði mömmu hvort hún stundaði jóga, þvílík var einbeitingin og rólegheitin. Orð eins og tepruskapur eða ótemja voru víðsfjarri. Bróðir minn kom svo í heiminn hratt og örugglega kl. 23:54. Elín, mamma grét eins og barn í teiknimynd, meiri grenjuskjóðan alltaf. Hún getur ekki einu sinni horft á alvarlega auglýsingu án þess að tárast. Þegar allir höfðu aðeins áttað sig á því hvað var að gerast og mamma, Guðrún haft mig í fanginu um stund datt ljósmóðir í hug að athuga hvort kynið við hefðum fengið. Svo færðum við okkur upp úr baðinu og inn á sjálfa fæðingarstofuna. litli bróðir var mældur og vigtaður.

vog

Hann var 3840 gr. sem gera rúmlega 15,5 merkur.

mal

Hann var 54 cm. á lengd og höfuðmál hans var 36 cm.

mal_hofud

Eftir að við komum inn á fæðingarstofuna var Konráð, læknir kallaður til. Það þurfti að sauma mömmu nokkuð og af næstu mynd að dæma var líklega best að hafa lækni viðstaddan þar sem Elín mamma hefði getað sprungið, hvað úr hverju.

med_mommuÁður en við fórum inn á almenna stofu var einni mynd smellt af Vallý ljósmóður með drengnum og mæðrum hans. Hún er líka með okkur í heimaþjónustu og hefur reynst okkur frábærlega.

m_ljosu

 

 

 

Ég, Ronja veit að bróðir minn langar til að vera dýr eins og ég þannig að á þeim 1 og 1/2 sólarhring sem hann var inni á sjúkrahúsinu þá prófaði hann strax að leika dýr, hann valdi kengúru.

undir_mommu_saeng

Þegar kom að því að fara heim fór hann í samfellu sem mömmurnar keyptu, galla sem Guðný, amma og afi Helgi gáfu honum og í peysu, hosur og húfu sem amma Gulla hafði prjónarð.

a_vef3

Þegar heim kom vorum við, litla fjölskyldan á Vallargötunni öll saman á ný.

a_vef4

Jæja, kæra dagbók, látum þetta duga í bili.

Kveðja, Ronja Rán Eiríksdóttir, stóra systir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry Ronja Rán. Gleymdi alveg að óska þér til hamingju með litla brósa. Efast ekki um að þú stendur þig vel sem stóra systir.

Flottur strákur hann litli brósi......bið að heilsa mömmum þínum..

Knús frá Köben...

Auður Erla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:24

2 identicon

Ég er þá allavega búin að komast að því að ég á ekki langt að sækja þessi grát gen sem gott dæmi um það þá tárast ég alltaf þegar ég er að lesa um þessa yndislegu fjölskyldu því það er svo mikið kraftaverk að fá nýja einstaklinga í fjölskylduna

Kveðja frá Selfossi, Anna Rún og co

Anna Rún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Mér sýnist honum "Sólmundi" ekki veita af jólaklippingu

Ohh hvað hann er fallegur þessi litli engill og Ronja mín, innilegar hamingjuóskir með litla brósa, það verður gaman þegar hann getur farið að leika við þig

Stelpur mínar, enn og aftur óska ég ykkur hjartanlega til hamingju með litla óskaprinsinn ykkar

Knús til ykkar þar til næst

Solveig Pálmadóttir, 18.11.2008 kl. 20:39

4 identicon

Það var nú mikið að einthver getur komið og tekið við af mér að lesa á jólapakkana, ég tók við að Sigga syni Davíðs og þú munt taka af mér. Enn annars gott að þú ert kominn í heiminn  nýji Manchester Untied aðdáandi. Hlakka til að sjá þig næst sæti kroppur.

Kv. Malli Einarss <3

ps. gogo Man Utd. 

Malli Einarss (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:39

5 identicon

já Malli gott að fleiri Man Utd menn er að koma í þessa fjölsk... því vont fyrir Guðrúnu og Ronju að vera bara tvær en nú verður Elín LOKSINS að bíta í það súra epli að vera í minni hluta kv PERLA manutd fann

Perla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:43

6 identicon

Til hamingju með drenginn elsku stelpurnar mínar!!! Gott að heyra að allt hafi gengið vel og allir hraustir og kátir :)  Þetta er flottur strákur og hann á örugglega eftir að bræða mörg hjörtun þessi ;)

Bið kærlega vel að heilsa báðum mömmunum og kossar og knús á alla fjölskylduna :)

P.s Guðrún farðu nú að láta heyra í þér :) 

Kristjana Jónsd (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:00

7 identicon

Hæ hæ, ætli að það sé ekki kominn tími til að kvitta hér! Innilega til hamingju Ronja með litla brósa. Þú er örugglega jafn stolt af honum eins og mömmur þínar ekki spurning, enda langþráður gullmoli kominn til ykkar!  

Vonandi sjáumst við nú fljótlega.

Kv. Sigga "frænka"

Sigga Sig (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:25

8 identicon

Kæra Ronja, njóttu litla bróðurs alveg í botn á næstu mánuðum, því um leið og kúturinn fer af stað og byrjar að " leika" við þig, þá fyrst fer að færast fjör á heimilið..  hahahahaha.. Get ekki beðið eftir sögum.. 

Kveðja,

Lía þjáningarsystir..

Linda (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 08:21

9 Smámynd: María Sif

Kæra fjölskylda innilega til hamingju með litla prinsinn ekkert smá neitt flottur.  

Bestu kveðjur úr borginni María Sif, Sæmi og Sæþór Ingi

María Sif, 19.11.2008 kl. 08:29

10 identicon

hehe ;) flott blogg.

Konný (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 11:22

11 identicon

ohhhh hann er svo mikið æði þessi strákur, ekkert smá flottur. (líka góð myndin af ykkur tveim Elín mín..ein alveg að springa úr hamingju en vá hvað ég skil þig...ég grenjaði sko bara, loksins þegar ég fékk minn villing í hendurnar....hahhaha)

Elsku Guðrún, Elín og já Ronja, þið eigið ekkert smá flottann strák

knúsið hann í kaf f. mig og hlakka til að hitta ykkkur við tækifæri

Rósa og Viggó (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 12:08

12 Smámynd: LiljaLoga

Innilega til hamingju með litla snáðann. Það er greinilega mikið gleði sem skín úr augum ykkar :-)

Bestu kveðjur

Lilja

LiljaLoga, 23.11.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband