Síðustu dagar....

Það átti nú ekki að líða svona langt á milli færslna hér á síðunni okkar en nú reynum við að bæta úr því. Við erum búin að fara aftur út í gönguferð, einn jólaljósa-rúnt um bæinn okkar, eina ferð til Reykjavíkur, heimsókn til ömmu og afa í Sandgerði og einn vinnustaðarúnt þar sem við kíktum á félaga okkar í skólanum og í Sparisjóðnum. Við höfum líka verið svo heppin að fá þó nokkuð af gestum. Erla Jóna, Fúsi og strákarnir hafa litið inn nokkrum sinnum sem og aðrir úr fjölskyldum okkar, JÆJA-konur og heiðursfélaginn komu fylltu liði, Hanna Gerður og Patrekur nágrannar okkar stukku til okkar yfir götuna, Agnes frænka kom við, Anna Elín og Hildur Ýr ráku inn nefið, systurnar Elísa og Bylgja komu ásamt dætrum sínum og svo mætti lengi telja.

Í fyrstu Reykjavíkurferð okkar allra saman var ákveðið að Obba og Davíð fengju þann heiður að passa litla manninn á meðan mömmurnar færu aðeins að útrétta. Að sjálfsögðu var búið að klæða manninn í rosalega gæjalegan fatnað. Hann var fljótur að losa sig úr þeim álögum með því að tæma innihald magans í bleyju, buxur og samfellu. Hann nýtti sér sem sagt alla þá þjónustu sem hægt var að fá hjá Obbu og Davíð, fór í bað, fékk þægilegri föt og fékk sér að borða áður en mömmurnar bundu á sig hlaupaskóna. Davíð var að skrúfa í Jeep í bílskúrnum og hann tók að sér að vera með Ronju en Obba ætlaði að eyða deginum í jólahreingerningu og Elín hélt því fram að nú væri maðurinn sæll og ánægður og hann myndi sofa í u.þ.b. 3 klst. og því þyrfti Obba ekki að hafa neinar áhyggjur. Með þetta héldu mæðurnar móðar út með miðann. Í stuttu máli sagt stóðst fullyrðing Elínar ekki, drengurinn var ekki órólegur heldur nýtti sér þann félagsskap sem hann hafði möguleika á út í ystu æsar og var ekki að sofa rétt á meðan Obba frænka og Davíð gátu verið að knúsa hann og kjassa. Þar fór sá hreingerningardagurinn í vaskinn en verslunarferðin tókst mjög vel á mettíma.

i_possun Í pössun hjá Obbu og Davíð.

Einn mannalegur.

gudrunar_drengur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Drengurinn er stuðbolti eins og mæðurnar! Fer pilturinn ekki að fá nafn, hvernig er þetta? Knús úr Eyjum.

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Eydís Huld

það er bara brjálað að gera hjá litla manninum! hann er partýljón eins og frænka sín ;)

Eydís Huld, 13.12.2008 kl. 18:26

3 identicon

Aðeins 6 dagar að við fáum að knúsa ykkur, hlökkum til...

Knús frá Köben..

Auður Erla (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 08:26

4 identicon

krúttið;)

Konný (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:11

5 identicon

Hæ hæ fann ykkur inná Lindubloggi. Varð að kasta kveðju á ykkur!

Til hamingju með litla manninn hann er yndislegur!! Kveðja

Vilborg(skólasys.)

Vilborg Rós Eckard (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:50

6 identicon

besti og sætasti strakur fekk að prufa að passa smá í kvöld bara skrítið að vera að passa en svoooooo gaman vona að verði fljót aftur kv

Erla Jóna

miðtún (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband