Gunni nafni minn er frábær kall !

Gunni og Drífa kíktu til okkar í síðustu viku. Gunni hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um að nokkrum dögum síðar ætti hann lítinn sætan nafna í Sandgerði. Reyndar virðast þeir eiga ýmislegt sameiginlegt eins og kastaníubrúnt hár og sá stutti virðist stefna í að verða hár og grannur eins og Gunni "frændi" í Vestmannaeyjum.

Hér er Gunnlaugur Yngvi að spjalla við Gunna.gunnlaunar_

Svo tók Gunni lagið og söng "Dvel ég í draumahöll" af innlifun og að sjálfsögðu líkaði Gunnlaugi Yngva það vel.

gunnlaugar_2

Drífa sem er orðin enn myndarlegri, með tvo stóra og stæðilega bumbubúa innvortis, mátaði Gunnlaug Yngva aðeins. Þetta fer henni bara mjög vel og ekki langt að bíða þess að hún hafi tvo litla einstaklinga í faðminum.

med_drifu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki hissa að drengurinn hafi hrifist af Gunna, þeir með svipaðan háralit og álíka mikið hár á hausnum. Hugsa samt að Gunnlaugur Yngvi hafi vinninginn í því...

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband